Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.05.2010, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 06.05.2010, Qupperneq 52
40 6. maí 2010 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Áhugi fyrir „krautrokki“ hefur verið að aukast jafnt og þétt síðustu ár. Krautrokk er samheiti yfir þá tilraunakenndu rafvæddu þýsku tón- list sem kom fyrst fram seint á sjöunda áratugnum og náði hámarki á þeim áttunda. Kraftwerk er að sjálfsögðu langfrægasta hljómsveitin sem þessi bylgja fæddi af sér, en sveitir eins og Can, Neu!, Tanger- ine Dream, Faust og Cluster hafa líka lengi verið í hávegum hafðar meðal tónlistaráhugamanna. Krautrokkið var aldrei sérstök tónlistarstefna, en breskir fjöl- miðlamenn bjuggu orðið til um alla þessa framsæknu og spenn- andi tónlist sem kom frá Þýska- landi á þessum tíma. Krautrokkið hafði mikil áhrif í tónlistarheimin- um og má heyra þau m.a. hjá David Bowie, Brian Eno, The Fall, The Mars Volta, Tortoise, Stereolab og Wilco. Það hefur sárlega vantað almennilega unnið safn með krautrokki, en nú hefur breska eðalútgáf- an Soul Jazz Records bætt úr því. Soul Jazz á að baki fullt af flottum endurútgáfum m.a. með reggí, fönki, brasilískri tropicalía-tónlist, no wave, spunadjassi, soul og hip-hoppi. Og nú er röðin komin að kraut- rokkinu. Deutsche Elektronische Music, – Experimental German Rock & Electronic Music 1972 – 1983 er tveggja diska safn sem kom út um miðjan apríl. Á því eru 24 lög með öllum helstu sveitum þess- arar tónlistar, nema Kraftwerk. Og eins og venjan er hjá Soul Jazz þá eru umbúðirnar flottar og 38 blaðsíðna bæklingur hlaðinn upplýsing- um fylgir. Ótrúlega þéttur pakki. Og áfram í Þýskalandi. Önnur tvöföld safnplata sem kom út nýlega heitir Berlin Wall of Sound (61/89). Eins og nafnið bendir til hefur hún að geyma lög frá Berlín á dögum múrsins. Fyrri diskurinn er helgað- ur Vestur-Berlín, sá seinni Austur-Berlín. Ekki jafn fullkominn pakki og sá fyrrnefndi, en skemmtilegur samt. Þýska tónlistarundrið MINNING „KRAUTROKKSINS“ LIFIR Can, Faust, Neu!, Cluster og La Düsseldorf eiga lög á nýja safninu. > Í SPILARANUM The New Pornographers - Together Ísgerður - Bara plata Frightened Rabbit - The Winter of Mixed Drinks Keane - Night Train Ólafur Arnalds - ... and they have escaped the weight of darkness THE NEW PORNOGRAPHERS ÓLAFUR ARNALDS ■ Hinn 21. apríl árið 1990 skaust lagið Nothing Compares 2 U í flutningi hinnar írsku Sinéad O‘Connor á topp bandaríska Billboard-listans. Þar sat lagið í mánuð og gerði söngkonuna að stórstjörnu. ■ Nothing Compares 2 U var samið af Prince og uppruna- lega flutt af hljómsveit hans, The Family. ■ Lagið er um leik- og söngkonuna Susönnu Mel- voin. Hún starfaði með Prince en ásamt því hefur hún sungið bakraddir hjá Eric Clapton og Roger Waters. ■ Hún lék einnig grúpppíu í kvikmyndinni Cavedweller frá árinu 2004. ■ Nothing Compares 2 U fór á toppinn í 13 löndum, en náði fimmta sæti á franska vinsældalistanum. ■ Lagið er í 162. sæti á lista tímaritsins Rolling Stone yfir 500 bestu lög allra tíma. ■ Ástralar og Hollendingar dýrkuðu lagið, en þar var lagið það vinsælasta árið 1990. ■ Myndbandið við lagið var það fyrsta með söngkonu sem var valið myndband ársins á verðlaunahátíð MTV. ■ Sinéad O‘Connor hefur aðeins náð einu toppsæti á vin- sældalista eftir Nothing Compares 2 U. Það var lagið The Emperor’s New Clothes sem fór í fyrsta sæti bandaríska rokklistans. ■ Plötur Sinéad O‘Connor hafa selst í tæplega 16 milljónum eintaka um allan heim. Platan I Do Not Wan‘t What I Haven‘t Got, sem innihélt smellinn Nothing Compares 2 U, seldist í 7 milljónum eintaka. TÍMAVÉLIN NOTHING COMPARES 2 U FER Á TOPPINN ÁRIÐ 1990 Sinéad O‘Connor slær í gegn Hljómsveitin Feldberg er nýkomin heim frá London þar sem hún tók þátt í kynningarpartíi fyrir safn- plötuna Kitsuné Maison Compilat- ion 9 sem er nýkomin út á vegum franska fyrirtækisins Kits uné Maison. Þar er að finna lagið Dreamin´ af fyrstu plötu Feldberg sem kom út fyrir jól. Hljómsveitin notaði tækifærið og spilaði á nokkrum tónleikum í London, þar á meðal órafmagnað í ljósmyndabúðinni Lomography í Soho-hverfinu. Hún er í eigu Höddu Hreiðarsdóttur og er eina búð sinn- ar tegundar í London. Benni Hemm Hemm hefur áður stigið þar á svið. „Þetta var voða kósí búð í hjarta Soho. Það var svolítið öðruvísi að spila þarna en samt skemmtilegt,“ segir Einar Tönsberg, annar helm- ingur Feldberg. Hljómsveitin er aftur á leiðinni til Bretlands því í næstu viku spil- ar hún á tónlistarhátíðinni The Great Escape í borginni Brighton. „Þetta verður mjög skemmtilegt. Við spilum á skemmtilegu sviði og okkur líst mjög vel á þetta,“ segir Einar. Yfir 350 flytjendur koma fram á hátíðinni, sem hefur verið haldin við góðar undirtektir frá árinu 2006. Boðskapur Feldberg breiðist víðar út, því plata dúettsins kemur út í Japan 9. júní hjá sama útgáfu- félagi og gaf út síðustu tvær plötur Ebergs, sólóverkefnis Einars. - fb Órafmögnuð í ljósmyndabúð FELDBERG Hljómsveitin Feldberg spilaði í ljósmyndaverslun í Soho-hverfinu í London. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SLÓ Í GEGN 1990 Sinéad O‘Connor sló í gegn með lagi Prince, Nothing Compares 2 U. Bandaríska rokksveitin The Dead Weather gefur eftir helgi út sína aðra plötu, Sea of Cowards. Minna en ár er liðið síðan sú fyrsta, Hore- hound, kom út við góðar undirtektir. The Dead Weather var stofnuð í Nashville í Tennessee á síðasta ári. Þetta er sannkölluð ofurgrúppa sem samanstendur af Jack White, forsprakka The White Stripes, Ali- son Mosshart úr The Kills og Dis- count, Dean Fertita úr Queens of the Stone Age og Jack Law- rence úr The Raconteurs og The Greenhornes. Tónlistin er grípandi blanda af rokki og blús og einfald- leikinn í fyrirrúmi. Hljómsveitin varð til eftir að The Kills fór á tónleikaferð með The Raconteurs, hliðarverkefni Whites, í október 2008. Á síðasta degi ferðarinnar fór Mosshart yfir í tónleika rútu The Raconteurs og heim til Whites í Nashville þar sem þau tóku upp efni saman. Nokkr- um mánuðum síðar hringdi White í Mosshart og lagði til að þau héldu áfram samstarfinu og tækju upp stóra plötu, enda átti hann talsvert af lögum á lager. „Í janúar hittumst við öll og byrjuðum að taka upp,“ segir Mosshart. „Við unnum við eitt lag á dag en við höfðum aldrei spilað saman áður en upptökurnar hófust. Þremur vikum síðar vorum við nánast tilbúin með plötu.“ Hún segir að upphaflega hafi The Dead Weather verið hugsuð sem stakt verkefni en ekki hljómsveit. „Við héldum að við myndum bara gera þrjár eða fimm sjö tommu smáskífur, svona svalar listræn- ar útgáfur. En því meira sem við tókum upp og spiluðum saman því meira fundum við fyrir kraftinum sem var að byggjast upp,“ segir Mosshart. „Við unnum dag og nótt á miklum hraða enda höfðum við ekki mikinn tíma. Við tókum hundruð ljósmynda og bjuggum til 150 umslög fyrir sjö tommur. Þetta var sannkölluð hvirfilbyls-vinna og alveg einstaklega skemmtileg.“ Fyrstu tónleikar sveitarinnar voru við opnun Third Man Records, útgáfufyrirtækis Whites, í Nash- ville í mars á síðasta ári og í kjöl- farið kom út smáskífan Hang You from the Heavens. Platan Hore- hound kom út í júlí og fór hún beint í sjötta sæti bandaríska Billboard- listans. Vakti hún almennt góð við- brögð tónlistarunnenda, rétt eins og flest það sem Jack White kemur nálægt. Nýja platan, Sea of Cowards, kemur út næsta þriðjudag, tæpu ári eftir útgáfu Horehound, með smáskífulagið Die by the Drop í farar broddi. Þessi hraða fram- leiðsla kemur ekki á óvart þegar vinnuþjarkurinn White er annars vegar enda virðist orðið „afslöpp- un“ ekki til í orðaforða hans. freyr@frettabladid.is Kraftmiklir vinnuþjarkar THE DEAD WEATHER Jack White og félagar í rokksveitinni The Dead Weather hafa gefið út sína aðra plötu, Sea of Cowards. NORDICPHOTOS/AFP VÆNTANLEGT FRÁ WHITE: The Dead Weather - Sea Of Cowards Karen Elson (eiginkona White) - The Ghost Who Walks (Upptökustjórn) Wanda Jackson (Rokkabillígoðsögn) - You Know I´m No Good/Shakin´All Over (Upptökustjórn) Jack White - Fyrsta sólóplatan Jack White og Jay-Z - Nýtt lag *Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar. Pantaðu í síma 565 6000 eða á somi.is *
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.