Fréttablaðið - 06.05.2010, Side 56

Fréttablaðið - 06.05.2010, Side 56
44 6. maí 2010 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is Þeir sem hafa engan áhuga á knattspyrnu, heimsmeist- aramóti og frösum á borð við „glæsileg tilþrif“ og „sjáið þetta!“ ættu að flytja upp í sjónvarpslausan sum- arbústað í júní. Því HM í Suður-Afríku mun nánast einoka sjónvarpsdagskrá RÚV í heilan mánuð. Sjónvarpið og Stöð 2 Sport 2 munu sýna beint frá öllum leikjum heims- meistaramótsins í knattspyrnu sem hefst formlega 11. júní. Stöð 2 Sport 2 sýnir alla leikina beint sem hefj- ast klukkan 11.30 og svo deila sjón- varpsstöðvarnar síðustu leikjun- um í riðlakeppninni en þá er leikið á sama tíma. RÚV mun síðan sjá alfarið um að sýna beint frá útslátt- arkeppninni og úrslitaleiknum sjálf- um sem háður verður 11. júlí. Alls verða sextíu og fjórir leik- ir í beinni útsendingu á 25 leikdög- um. Búast má við töluverðri röskun á dagskrá RÚV sem á sjónvarps- réttinn að HM. Sigmar Guðmunds- son, ritstjóri Kastljóssins, upplýs- ir þannig að Kastljósið fari í frí um leið og HM hefst og snúi ekki aftur fyrr en 25. júlí, eða tveimur vikum eftir að HM lýkur. Krist- ín Harpa Hálfdanardótt- ir, yfirmaður íþróttadeildar RÚV, segir leikjatímann varla hafa getað verið betri. „Sjónvarps- fréttir verða klukk- an sex í stað sjö og hefðbundin dag- skrá hefst klukkan níu,“ segir Kristín en Sjónvarpið mun sýna beint frá leikjunum sem hefj- ast klukkan hálf þrjú og hálf sjö. Sjónvarpsfréttirnar verða því einn- ig í styttra lagi. Þorsteinn J. Vilhjálmsson verður áberandi í HM-umfjöllun sjónvarps- ins. Hann verður með sérstakan upphitunarþátt korter yfir fimm á daginn þar sem farið verður ítar- lega yfir hádegisleikinn og hann mætir svo aftur til leiks þegar síð- asta viðureign dagsins er afstað- in. HM-æðinu lýkur því klukkan níu á kvöldin eftir að hafa staðið yfir, nánast samfleytt, frá því klukkan tvö. Sjón- varpið hefur verið að hita upp fyrir HM með kynningum á liðunum sem taka þátt en 18. maí hefst svo sérstök upphitun. freyrgigja@frettabladid.is VEISLA FYRIR KNATTSPYRNUÁHUGAFÓLK Sannkölluð veisla verður fyrir þá sem hafa áhuga á knattspyrnu og HM í þessari vinsæl- ustu íþrótt heims. Töluverð riðlun verður í dagskrá Sjónvarpsins vegna mótsins, Kastljósið fer í frí og snýr ekki aftur fyrr en 25. júlí og sjónvarpsfréttir verða klukkan sex í stað sjö á kvöldin. Þorsteinn J. Vilhjálmsson (RÚV) Auðun Helgason (RÚV) Hjörvar Hafliðason (RÚV) Pétur Marteinsson (RÚV) Logi Bergmann Eiðsson (Stöð 2 Sport 2) Ragna Lóa Stefánsdóttir (Stöð 2 Sport 2) Guðjón Þórðarson (Stöð 2 Sport 2) ÞESSI VERÐA Á SKJÁNUM Í KRINGUM HM HM YFIR OG ALLT UM KRING Bandaríska söngkonan Kesha, sem sló í gegn með laginu Tik Tok, viðurkenndi í viðtali við tón- listartímaritið Rolling Stone að hún viti ekki hver faðir sinn er. „Móðir mín var mjög upptek- in af stjörnumerkjum og vildi eignast barn í fiskamerkinu og gekk í málið. Ég hef oft velt því fyrir mér hver faðir minn gæti verið. Móðir mín talaði oft um menn sem voru kallaðir Pat, Bob og John. Þetta er skemmtilegt umræðuefni fyrir aðra, en ekki fyrir mig. Ég er ekki heltekin af þessu, kannski er ég í afneit- un, kannski þarf ég að leita mér sálfræðiaðstoðar. En ég tel að ég hafi átt góða barnæsku og finnst ekki sem ég hafi misst af miklu.“ Söngkonan sagðist jafnframt hafa fengið nokkur símtöl eftir að hún varð fræg frá ókunnugum karlmönnum sem halda því fram að þeir séu feður hennar. „Ég hef ekki farið í blóðprufur heldur treysti ég eðlisávísuninni hvað þessu viðkemur.“ Föðurlaus Kesha FÖÐURLAUS Kesha segist ekki vita hver faðir sinn er en telur sig ekki hafa misst af miklu. NORDICPHOTOS/GETTY > EKKI Í SAMBANDI Leikkonan Jennifer Lopez sagði í nýlegu viðtali að hún sé í litlu sambandi við sína fyrrverandi kær- asta, leikarann Ben Affleck og rapp- arann Puff Daddy. „Ég hef ekki séð Ben í mörg ár. Við fórum hvort í sína áttina eftir að við hættum saman. En ég hef ávallt óskað honum alls hins besta.“ „Það var hringt í leikstjórann og beðið um að fá að sýna myndbandið. Svo fórum við að skoða hvað var hátíðinni og þá voru þar risanöfn. Ég var bara sjitt! – fékk sjokk þegar ég sá þau,“ segir söngvarinn Davíð Berndsen. Myndbandið við Supertime, lag Berndsens, hefur verið valið til sýn- ingar á kvikmyndahátíðinni Los Ang- eles Film Festival í júní. Hátíðin er ein sú stærsta í heiminum sem sýnir óháðar myndir, en á hátíðinni er sér- dagskrá helguð tónlistarmyndbönd- um. Berndsen er þar í fríðu föruneyti því myndbönd Bobs Dylan og hljóm- sveitanna MGMT og Coldplay eru í sama flokki. Myndbandinu var leikstýrt af Helga Jóhannssyni og hefur hann verið beð- inn um að mæta á hátíðina og taka þátt í pallborðsumræðu um mynd- bandið og framleiðslu þess. „Við stefn- um báðir að því að fara á hátíðina, ef kreppan nær ekki að koma í veg fyrir það,“ segir Berndsen og bætir við að um góða kynningu sé að ræða þar sem um 80.000 gestir séu væntanlegir á hátíðina. Myndbandið við Supertime hefur vakið talsverða athygli síðan það var frumsýnt í ágúst í fyrra. Myndbandið hefur verið skoðað um 250.000 sinnum á Youtube og fylgdi einnig með snjó- brettamyndinni The Came From sem hefur verið dreift víða um heim. - afb Berndsen á kvikmyndahátíðina í LA VILJA ÚT Davíð og Helgi stefna á að fara til Los Angeles og sýna myndbandið við lagið Super time. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON og blaðrað eins og þú vilt ... E N N E M M / S ÍA / N M 4 18 6 8

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.