Fréttablaðið - 06.05.2010, Side 58

Fréttablaðið - 06.05.2010, Side 58
46 6. maí 2010 FIMMTUDAGUR Hjónin Guðmundur Thorberg og Adriana Rosa Barros munu standa fyrir brasilískri veislu á heimili sínu á laugardag. Guðmundur og Adriana héldu slíkan viðburð fyrst fyrir rúmu ári og komu þá um tvö hundruð manns til þeirra að njóta suður-amerískrar matarmenning- ar og tónlistar. „Markmiðið með veislunni í fyrra var að reyna að koma á sam- böndum á milli fólks frá Suður- Ameríku sem búsett er hérlend- is. Í fyrra kom töluvert af fólki frá Suður-Ameríku, Portúgal og Ang- óla, en einnig mikið af Íslending- um sem hafa áhuga á suður-amer- ískri menningu. Þetta var mjög vel heppnað í alla staði og eigin- kona mín kynntist þarna annarri stúlku frá Brasilíu sem er besta vinkona hennar í dag,“ útskýrir Guðmundur. Adriana stendur nú í ströngu við eldamennskuna, enda gerir hún ráð fyrir um hundrað og fimmtíu manns í mat. Guðmundur og Adriana flytja til Hollands í júní og því verður þetta síðasta brasilíska veislan sem þau halda í bili. Innt eftir því hvort hún hafi tíma til að pakka niður á meðan á undirbúningnum stendur segist hún enn ekki byrj- uð. „Ég hef verið á fullu í að und- irbúa veisluna undanfarna daga en um leið og því er lokið mun ég ein- beita mér að flutningunum,“ segir Adriana og hlær. Veislan fer fram við Sóltún 20 klukkan 20.00 og kostar þátttaka 2.500 krónur. - sm Halda garðveislu að brasilískum sið HALDA VEISLU Hjónin Guðmundur Thorberg og Adriana Rosa Barros halda brasilíska veislu á heimili sínu á laugar- dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Björk Guðmundsdóttir er einn helsti áhrifavaldur bresku leikkonunn- ar Gemmu Arterton. Þetta kemur fram í viðtali við hana í Guardian. Arterton lék Bond-stúlkuna Straw- berry Fields í Quantum of Solace og er á góðri leið með að verða ein helsta stjarna breskrar kvikmynda- gerðar en hún leikur aðalhlutverkin í stórmyndunum Clash of the Titans sem hefur rakað inn seðlum beggja vegna Atlantshafsins og svo auðvit- að Prince of Persia þar sem Artert- on leikur meðal annars á móti Gísla Erni Garðarssyni. Arterton segir að Björk og frammistaða hennar í Dancer in the Dark hafi breytt lífi sínu. „Ég var alltaf með leiklistina sem áhugamál. En þegar ég var sex- tán ára sá ég mynd- ir sem snerust ekki bara um að dansa, syngja og hlaupa um. Ég sá Dancer in the Dark, var á þeim tíma alveg rosalegur Bjarkar-aðdáandi og fannst því alveg gráupplagt að sjá þá mynd. Hún breytti lífi mínu, ég hugsaði með mér, henni tókst þetta og hún er söngkona, hvernig gerði hún þetta eiginlega?“ segir Artert- on í viðtalinu. Leikkonan tilnefnir tvo aðra listamenn sem hafa haft mikil áhrif á hana og Björk er svo sannarlega í góðum hópi. Því þetta eru þau Sir Ben Kingsley sem Gemma leikur einmitt á móti í Prince of Persia og svo Elizabeth Taylor, goðsögnin sjálf. - fgg Björk helsti áhrifa- valdur Bond-píu LÆRIMEISTARINN OG NEMINN Bond-pían Gemma Arterton nefnir Björk Guð- mundsdóttur sem einn af þremur helstu áhrifavöld- unum í lífi sínu. Harðkjarna- og rokksveitin At Dodge City gefur á næstunni út sína fyrstu plötu sem nefnist As Our City Falls. Þrátt fyrir að vera ungir að aldri eru meðlimir sveit- arinnar reynslumiklir og koma úr böndum á borð við Fighting Shit og Brothers Majere. At Dodge City var stofnuð í Reykjavík sumarið 2008. Ári síðar fór sveitin í hljóðver og tóku upp sjö lög sem verða öll á nýju plöt- unni. Strákarnir annast útgáfuna alfarið sjálfir og ætla að selja plöt- una á tónleikum og á Netinu. Síðasta sumar fór hljómsveitin í vel heppnaða tónleikaferð um land- ið með rokkurunum í Nögl, End- less Dark og Gordon Riots. Fram undan eru tónleikar á Akureyri á föstudaginn og síðan áframhald- andi lagasmíðar og tónleikahald. Fyrsta plata At Dodge City AT DODGE CITY Rokkararnir gefa á næst- unni út sína fyrstu plötu sem nefnist As Our City Falls. Einungis er greitt upphafsgjald 6 kr. af hverju símtali. Mánaðar verð 1.765 kr. Hringdu í 800 7000 til að panta heimasíma fyrir 0 kr. á mínútu úr heimasíma í heimasíma. E N N E M M / S ÍA / N M 4 18 6 8

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.