Fréttablaðið - 06.05.2010, Side 62

Fréttablaðið - 06.05.2010, Side 62
50 6. maí 2010 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is > Atli líklega ráðinn á morgun Samningaviðræður Atla Hilmarssonar og handknatt- leiksdeildar Akureyrar héldu áfram í gær og gengu vel að sögn að Hannesar Karlssonar, formanns handknatt- leiksdeildar. „Þetta þokast allt í rétta átt en það þarf að ganga frá mörgum smáatriðum. Ég er samt að vonast til þess að við klárum þetta á morgun [í dag],“ segir Hannes við Fréttablaðið í gær. Það virðist því fátt geta komið í veg fyrir að Atli Hilm- arsson verði næsti þjálfari Akureyrar en hann mun taka við liðinu af Rúnari Sigtryggssyni sem stígur til hliðar eftir að hafa þjálfað fyrir norðan síðustu fimm ár. Valur tapaði einum heimaleik á síðasta tímabili. Það var í úrslitunum gegn Haukum og Haukar fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum fyrir vikið. Haukar geta endurtekið leikinn í kvöld og fagnað í Vodafonehöllinni takist liðinu að leggja Val í fjórða leik liðanna. „Við töpum ekki í Valsheimilinu. Það var frekar svekkjandi að tapa þessum eina leik í fyrra og þurfa að horfa upp á andstæðinginn fagna Íslandsmeistaratitli eftir það. Það má ekki gerast aftur,“ sagði Valsarinn Sig- urður Eggertsson. Hann segir að áætlun Valsmanna hafi verið að fagna sjálfir í kvöld en nú er ljóst að Valur þarf að vinna í kvöld og á Ásvöllum í kjölfarið ætli liðið sér að verða meistari. „Það er frekar fúlt. Það er ekkert gaman að fagna á Ásvöllum. Lélegar sturtur og engin sápa í sturtunni, það hefur aldrei verið sápa í sturtunni hjá þeim,“ sagði Sigurður en síðast þegar Valur varð meistari var það einmitt á heimavelli Haukanna. Haukar voru miklu betri í þriðja leik liðanna og Valur sá aldrei til sólar. „Það vantaði alla stemningu og greddu í okkur. Vörnin og markvarslan ekki til staðar. Ég get ekki útskýrt það,“ sagði Sigurður en drengir Arons Kristjánssonar í Haukum sýndu loksins sitt rétta andlit í þeim leik. „Við eyddum miklum tíma í að ræða hugarfar og hvernig við sköpum stemningu. Það skapaði meðvitund hjá mönnum og það skilaði sér. Við þurfum að gera meira af því í næsta leik,“ sagði Aron sem sendi leikmenn sína heim með heimaverkefni fyrir þann leik svo þeir gætu hugsað vandlega um hvað þeir gætu gert fyrir liðið. HAUKAR GETA ORÐIÐ MEISTARAR Í KVÖLD: SIGURÐUR EGGERTSSON OG ARON KRISTJÁNSSON SPÁ Í LEIKINN Fagna Haukar annað árið í röð að Hlíðarenda? KÖRFUBOLTI Hlynur Bæringsson hefur gengið frá tveggja ára samn- ingi við sænska úrvalsdeildarfé- lagið Sundsvall Dragons. Hann yfirgefur því Snæfell eftir glæsi- legt tímabil þar sem liðið varð bæði Íslands- og bikarmeistari og Hlynur var valinn besti leikmaður deildarinnar sem og úrslitakeppn- innar. „Það er varla hægt að velja betri tímapunkt til þess að fara frá Snæ- felli,“ sagði Hlynur við Frétta- blaðið. „Það yrði mjög erfitt fyrir mig að toppa þetta tímabil hér á Íslandi. Það er því góð tilfinning að geta farið núna. Hún hefði ef til vill verið öðruvísi ef við hefð- um rétt misst af titlinum enn og aftur.“ Hann segist jafnframt vera ánægður með samninginn og spenntur fyrir því að komast í atvinnumennskuna á nýjan leik. Hlynur lék áður í hollensku úrvals- deildinni, tímabilið 2005-6. „Þetta var vissulega skemmti- leg upplifun en hvað körfuboltann varðar var tímabilið í Hollandi von- brigði. Mér gekk sjálfum ágætlega og komst til dæmis í stjörnuleik- inn en liðið sjálft og allt í kringum það olli ákveðnum vonbrigðum. Ég ætlaði mér því alltaf að fara aftur út því ég gat ekki ímyndað mér að þetta yrði mitt eina ár í atvinnu- mennskunni.“ Hlynur verður 28 ára gamall í sumar og á því enn sín bestu ár eftir í körfuboltanum. „Ég ætla að spila lengi og tel mig ekki búinn að toppa. Ég held að þar fyrir utan sé engin regla á því hvenær leik- menn toppa heldur ráðist það af því hvernig menn hugsa um sig og hvernig menn æfa. Sjálfur hef ég breytt mínu æfingamunstri síðustu ár og á ekki von á því að ég toppi fyrr en eftir nokkur ár. Þetta er því gott skref fyrir minn feril.“ Hann segir að viðræðurnar við Sundsvall eigi sér langan aðdrag- anda. „Það voru einhverjar þreif- ingar í haust og svo kom ekkert úr því. Það var svo fylgst með mér í gegnum Netið í vetur og þeir fengu líka einhverjar upptökur. Þjálfar- inn kom svo til landsins og sá mig spila í tveimur leikjum í KR-serí- unni í úrslitakeppninni. Samning- urinn var svo sendur til mín eftir að tímabilinu lauk.“ Jakob Örn Sigurðarson lék með Sundsvall í vetur við góðan orðstír. Hlynur segir að það hafi hjálpað sér mikið. „Jakob gat mælt með mér og það varð til þess að þeir byrjuðu að fylgjast með mér. En ég held að fyrst og fremst hafi hann hjálp- að mér með því að standa sig svo vel sjálfur. Hann var sjálfur í KR í fyrra og sýndi að leikmenn úr íslensku deildinni eigi erindi í sterkari deildir. Ég held að eðlilega séu félög í Evrópu ekki endilega að líta fyrst til Íslands þegar þau eru að leita að nýjum leikmönnum.“ Sundsvall náði þriðja sæti deild- arinnar í vor en féll úr leik strax í fyrstu umferð úrslitakeppninn- ar. „Þetta er lið sem stefnir alltaf hátt og varð til að mynda meistari í fyrra. Svo koma ár eins og þetta inn á milli en það er þó gott að vita til þess að ég er að fara til liðs sem stefnir alltaf eins hátt og mögulegt er,“ sagði Hlynur. Spurður hvort nýliðið tímabil hafi verið hans besta sagði hann svo vera. „Þetta var mitt langbesta tímabil og mér fannst ég hafa náð að færa mig upp á annað „level“. Ég æfði mjög vel síðasta sumar og það skilaði sér.“ Tímabilið gekk þó ekki vand- ræðalaust fyrir sig en erfiðleikar utan vallar vegna persónulegra mála höfðu sín áhrif á lið Snæ- fells í vetur. „Það hefur mikið gengið á og þetta var ekki alltaf auðvelt. Þetta hjálpaði okkur kannski að því leyti að hópurinn var orðinn mjög sam- heldinn. Tilfinningin þegar við urðum meistarar með þennan hóp leikmanna varð jafnvel enn betri fyrir vikið. En þetta var alls ekki auðvelt.“ eirikur@frettabladid.is Ætlaði alltaf aftur í atvinnumennsku Hlynur Bæringsson mun yfirgefa Íslands- og bikarmeistara Snæfells í sumar en hann gekk í vikunni frá tveggja ára samningi við sænska úrvalsdeildarfélagið Sundsvall Dragons. „Mjög spennandi,“ segir Hlynur. Á LEIÐ TIL SVÍÞJÓÐAR Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson verða liðsfélagar í Svíþjóð á næsta tímabili. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Rafn Andri Haraldsson mun væntanlega ekkert leika með Blikum í Pepsi-deild karla í sumar þar sem hann er líklega með slit- ið krossband í hné. Hann meiddist í úrslitaleik Lengjubikarsins um helgina er Breiðablik tapaði fyrir KR. Í gær fékk hann svo að vita að meiðsli hans væru alvarleg. „Læknirinn sagði 99,9 prósenta líkur á að krossbandið væri slitið,“ sagði Rafn Andri. „En ég á reynd- ar eftir að fara í segulómskoðun en það lítur ekki út fyrir annað en að ég sé á leið í aðgerð og verði þá frá í langan tíma.“ Rafn Andri hefur aldrei þurft að glíma við svo alvarleg meiðsli áður og viðurkennir að um gríðar- leg vonbrigði sé að ræða. „Mér var búið að ganga mjög vel á undirbúningstímabilinu og liðið er líka í fínu standi. Ég hafði mjög góða tilfinningu fyrir sumr- inu og það er svekkjandi að geta ekki verið með. Ætli ég verði ekki orðinn klár þegar næsta undirbún- ingstímabil hefst. Það er sjö mán- aða langt og frábært að fá að taka tvö slík í röð,“ segir hann í kald- hæðnislegum tón og hlær. Hann segir að lið Breiðabliks geti vel blandað sér í toppbaráttuna í sumar. „Liðið er nógu sterkt til að halda sér við topp deildarinnar. Ég sé alls ekki eftir því að hafa farið í Kópavoginn enda er þarna allt til alls. Þetta er líka virkilega góður hópur og alltaf gaman á æfingum sem er góður kostur.“ - esá Rafn Andri Haraldsson, Breiðabliki, líklega með slitið krossband í hné: „Frábært“ að fá að taka tvö undirbúningstímabil í röð RAFN ANDRI Missir líklega af tímabilinu í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Knattspyrnusamband Evrópu staðfesti í gær að Franck Ribery, leikmaður FC Bayern München, þarf að taka út þriggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Lyon í und- anúrslitum Meistaradeildar Evr- ópu. Verður hann því ekki með í úrslitaleiknum gegn Inter 22. maí næstkomandi. Bayern hafði áfrýjað úrskurði aganefndar sambandsins og ætlar ekki að gefast upp þrátt fyrir niðurstöðu gærdagsins. Bayern mun nú sækja mál sitt fyrir alþjóðlegum áfrýjunardóm- stóli íþróttamála í Sviss. „Þetta finnst okkur harkalegur dómur og við munum fara eins langt með málið og við getum,“ sagði Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern. - esá Áfrýjun FC Bayern hafnað: Gefast ekki upp RIBERY Gengur hér svekktur af velli eftir að hafa fengið rautt gegn Lyon. AFP N1 Deildin KARLAR Fimmtudagur Vodafone höll Valur - Haukar 19:30 2009 - 2010 ÚRSLIT - LEIKUR 4

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.