Fréttablaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 64
52 6. maí 2010 FIMMTUDAGUR
HM 2010
HEFST 11. JÚNÍ
NBA BARÁTTAN
ÚRSLITAKEPPNIN Í HÁMARKI
FORMÚLA 1
PGA MÓTARÖÐIN
THE PLAYERS CHAMPIONSHIP
7.-9. MAÍ
ÚRSLITIN RÁÐAST
Í ENSKU ÚRVALSDEILDINNI
ÚRSLITALEIKURINN
Í ENSKA BIKARNUM
15. MAÍ
Chelsea – Portsmouth
PEPSÍDEILDIN
HEFST 10. MAÍ
Pepsímörkin með
Magnúsi Gylfa
og Tómasi Inga!
INTER MILAN
BAYERN MÜNCHEN
ÚRSLITALEIKUR
MEISTARADEILDARINNAR 2010
22. MAÍ
barcelona 9. maí
mónakó 16. maí
istanbúl 30. maí
á mánuði í þrjá mánuði ef greitt er með
greiðslukorti frá VISA
sjáðu úrslitin í enska
boltanum og alla leikina á hm 2010 á sport 2 á aðeins
5.210 kr.
á mánuði í þrjá mánu
ði
ef greitt er með
greiðslukorti frá VIS
A
stöð 2 sport á aðeins
5.310 kr.
FÓTBOLTI Peter Crouch tryggði
Tottenham sæti í Meistara-
deildinni í gærkvöldi með því að
skora sigurmark liðsins á móti
Manchester City í óopinberum
úrslitaleik liðanna um fjórða
sætið í ensku úrvalsdeildinni.
Tottenham náði þar með fjögurra
stiga forskoti á City þegar aðeins
ein umferð er eftir af mótinu.
„Þetta er frábært og þetta er
búið að vera stórkostlegt tímabil
hjá okkur. Við erum búnir að spila
flottan fótbolta á leiðinni að þess-
um árangri og við eigum þetta
skilið,“ sagði Harry Redknapp,
stjóri Tottenham eftir leikinn en
hann tók við liðinu í fyrra þegar
það var í tómu tjóni og í fallbar-
áttu. Sigurinn í gær var því ekki
síst sigur fyrir hann.
„Þetta var gott kvöld, við spil-
uðum vel og ég vissi alltaf að
markið var á leiðinni. Crouchy
átti frábæran leik og fór fyrir
liðinu. Þetta var góð frammi-
staða hjá okkur,“ sagði Harry
Redknapp.
Peter Crouch skoraði eina mark
leiksins með skalla af stuttu færi
þegar aðeins átta mínútur voru
eftir af leiknum. Varnarmönnum
og markmanni City tókst ekki að
koma fyrirgjöf Younes Kaboul
frá og enski landsliðsmiðherjinn
var á réttum stað.
„Við misstum af bikarúrslita-
leiknum en þetta kvöld bætir
svo sannarlega fyrir það,“ sagði
Michael Dawson, varnarmaður
Tottenham, eftir leikinn. Totten-
ham er nú aðeins tveimur stigum
á eftir nágrönnum sínum í Ars-
enal og gæti því krækt í þriðja
sætið í lokaumferðinni. - óój
Eiður Smári og félagar tryggðu sér fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni í gær:
Tottenham í Meistaradeildina
MAÐUR KVÖLDSINS Peter Crouch fagnar hér sigrinum í gærkvöldi sem kom Totten-
ham inn í Meistaradeildina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
HANDBOLTI Björgvin Páll Gúst-
avsson og félagar í Kadetten urðu
í gærkvöld svissneskir meistar-
ar í handbolta aðeins nokkrum
dögum eftir að liðið tryggði sér
sæti í úrslitaleik EHF-bikarsins
með því að slá út þýska stórliðið
Flensburg.
„Tilfinningarnar voru ekk-
ert brjálæðislegar eftir leik því
menn eru enn þá að ná sér eftir
Flensburgleikinn og það er mikil
dagskrá fram undan. Við höldum
dampi þrátt fyrir að hafa spilað í
Evrópukeppninni fyrir nokkrum
dögum. Það er mjög skemmtilegt
að geta mætt á svona sterkan úti-
völl og klárað þetta,“ sagði Björg-
vin eftir sigurleikinn í gær.
„Þetta er búinn að vera langur
vetur og þetta er stór titill fyrir
félagið. Það átti enginn von á því
að við myndum klára þetta svona
snemma,“ sagði Björgvin og
það kemur sér vel að vera orðn-
ir meistarar þótt að það séu enn
þá fjórir leikir eftir. „Það hjálp-
ar okkur að geta dreift álaginu á
leikmenn og náð öllum leikmönn-
um heilum inn fyrir úrslitaleik-
inn á móti Lemgo. Við ætlum
nefnilega að taka þýska þrennu á
þetta,“ sagði Björgvin en Kadet-
ten hefur þegar slegið út þýsku
liðin Göppingen og Flensburg á
leið sinni í úrslitaleikinn. - óój
Björgvin Páll Gústavsson:
Svissneskur
meistari í gær
BJÖRGVIN PÁLL Hefur farið mikinn í
marki Kadetten í vetur. MYND/DIENER
Enska úrvalsdeildin
Manchester City-Tottenham 0-1
0-1 Peter Crouch (82.)
Fulham-Stoke 0-1
0-1 Matthew Etherington (83.)
STAÐA EFSTU LIÐANNA:
Chelsea 37 26 5 6 95-32 83
Man. United 37 26 4 7 82-28 82
Arsenal 37 22 6 9 79-41 72
Tottenham 37 21 7 9 65-37 70
Man. City 37 18 12 7 72-44 66
Aston Villa 37 17 13 7 52-38 64
Liverpool 37 18 8 11 61-35 62
Spænski fótboltinn
Mallorca-Real Madrid 1-4
1-0 Aritz Aduriz (16.), 1-1 Cristiano Ronaldo
(26.), 1-2 Ronaldo (57.), 1-3 Ronaldo (72.), 1-4
Gonzalo Higuaín (82.).
Þýski handboltinn
Kiel-Düsseldorf 42-30
Aron Pálmarsson skoraði 7 mörk fyrir Kiel en
Sturla Ásgeirsson var með 3 mörk.
Gummersbach-Hannover-Burgdorf 28-27
Róbert Gunnarsson skoraði 1 mark fyrir Gum
mersbach en Hannes Jón Jónsson var með 3.
Danski handboltinn
FCK-Viborg 37-21
Arnór Atlason skoraði 6 mörk fyrir FCK sem mætir
AaB í úrslitaleik um sæti í úrslitaeinvíginu.
ÚRSLITIN Í GÆR