Fréttablaðið - 06.05.2010, Page 70

Fréttablaðið - 06.05.2010, Page 70
58 6. maí 2010 FIMMTUDAGUR Klara, Alma og Steinunn flytja til Los Angeles „Við getum ekki beðið. Við krossum allt sem hægt er að krossa til að eldgosið fari ekki að spúa í vitlausar áttir,“ segir Steinunn Camilla í hljómsveitinni The Charlies, sem áður hét Nylon. Þær vinkonur leggja af stað til Los Angeles á laugardaginn, nokkrum mánuðum síðar en upp- haflega stóð til. Ástæðan er sú mikla pappírs- vinna sem þarf að inna af hendi áður en land- vistarleyfi fæst í Bandaríkjunum. Stelpurnar ætluðu að halda stórt partí um síð- ustu helgi til að kveðja vini og vandamenn en ákváðu á endanum að halda eitt stórt matarboð fyrir fjölskyldur sínar. „Við elduðum ofan í allan hópinn. Við tókum svona ítölsku stórfjölskyld- una á þetta. Þetta var mjög gaman enda eigum við allar frábærar fjölskyldur. Það vill svo til að þessar þrjár fjölskyldur passa vel saman,“ segir Steinunn. Stelpurnar seldu fötin sín fyrir jól í Kolaport- inu til að fjármagna ferðina og að undanförnu hafa þær verið að selja húsgögnin sín. Steinunn passar sig þó á að losa sig ekki við alveg allt. „Konur eiga alltaf nóg af skóm og fötum. Ég held ég þurfi heila tösku fyrir skóna mína.“ Undanfarið eitt og hálft ár hafa The Charlies unnið með upptökuhópnum Stop Wait Go að nýjum lögum og verða þær með fjórtán til fimmtán lög í farteskinu til Los Angeles. Þegar út verður komið fá þær einnig ný lög frá þar- lendum lagahöfunum fyrir tilstuðlan útgáfufyrir- tækisins Hollywood Records auk þess sem þær munu sjálfar taka þátt í lagasmíðunum. Aðdáendur The Charlies geta fylgst með hljómsveitinni á Facebook-síðu hennar þar sem ævintýrum hennar verða gerð náin skil á næstu misserum. - fb 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. teikning af ferli, 6. frá, 8. for, 9. knæpa, 11. bókstafur, 12. dý, 14. minnispunktur, 16. samanburðart., 17. mælieining, 18. hvoftur, 20. tveir eins, 21. urmull. LÓÐRÉTT 1. gljáhúð, 3. guð, 4. gíll, 5. af, 7. frétt- ir, 10. fiskur, 13. úrskurð, 15. óskert, 16. skurðbrún, 19. núna. LAUSN LÁRÉTT: 2. graf, 6. af, 8. aur, 9. krá, 11. ká, 12. kelda, 14. glósa, 16. en, 17. mól, 18. gin, 20. ll, 21. grúi. LÓÐRÉTT: 1. lakk, 3. ra, 4. aukasól, 5. frá, 7. fregnir, 10. áll, 13. dóm, 15. allt, 16. egg, 19. nú. „Ég hélt að ég ætti að syngja þarna. Hann lét mig syngja smá og svo bara rappa. Þetta er ekkert Vorkvöld í Reykjavík, ég get alveg lofað þér því,“ segir stórsöngvarinn Ragnar Bjarnason. Erpur Eyvindarson vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu sem stefnt er á að verði gefin út í júní. Hann fékk einn ástsælasta söngvara þjóðar- innar, sjálfan Ragga Bjarna, til að rappa á plötunni, og segir að hann hafi staðið sig gríðarlega vel þegar á hólminn var komið. Fjölmargir gestir koma einnig fram á plötunni. Félagar Erps úr XXX Rottweiler, þeir Bent og Lúlli, koma báðir við sögu ásamt Emmsjé Gauta og fleiri þungavigtarmönnum úr íslenska hipphopp-heiminum. „Þetta var alveg stórkostlegt. Erpur er svo skemmtilegur, þetta er eldklár strákur. Ég hef aldrei gert þetta fyrr, ég rappa og rappa eins og brjálæðingur þarna,“ segir Raggi. „Hann henti mér beint út í djúpu – og lingóið, maður. Ég hef aldrei séð þetta fyrr. Erpur var að segja mér að hann gæti þýtt þetta svo að fólk gæti skilið. Þetta er nýtt mál sem þeir nota rappar- arnir.“ En hlustarðu mikið á rapptón- list? „Ég hef hlustað á Erp – ég hef alltaf haft gaman af þessum strák. Ég hef ekki hlustað á neina aðra.“ Raggi og Erpur kynntust fyrir nokkrum árum þegar sá fyrr- nefndi fór í viðtal til þess síðar- nefnda. Þeir hittust svo fyrir nokkrum mánuðum þegar Erpur var byrjaður að vinna að plötunni. „Hann spurði hvort ég væri til í að gera þetta. Ég hélt það nú,“ segir Raggi. „Svo hittumst við um dag- inn í Stapanum þar sem við vorum að skemmta fyrir Fjölbrautaskóla Suðurnesja og hann sagði að það væri komið að þessu.“ Erpur þykir mikill strigakjaftur og samdi textann fyrir Ragga, en óttaðist Raggi ekki að hann færi yfir strikið? „Það er nú það, ég veit ekki hvað hann var að láta mig bulla – ég skildi þetta ekki. Nei, ég held ekki. Hann passar upp á mig, lætur mig ekki gera einhverja dellu!“ atlifannar@frettabladid.is ERPUR EYVINDARSON: RAGGI STÓÐ SIG GRÍÐARLEGA VEL Raggi Bjarna rappar eins og brjálæðingur með Erpi „Já, við bjuggumst svo sem alveg við viðbrögðum úr þessari átt og það sem okkur finnst eigin- lega merkilegast er að hann svar- ar aldrei spurningunni,“ segir Þorkell Harðarson, kvikmynda- gerðarmaður og leikstjóri heimild- armyndarinnar Feathered Cocaine. Myndin hefur verið að kveikja litla elda sem breiddust hratt út eftir að Fox-fréttastöðin birti langa umfjöll- un um efni myndarinnar og þær staðhæfingar að Osama bin Laden byggi í góðu yfirlæti í Íran undir verndarvæng þarlendra stjórn- valda. Forseti Írans, Mahmoud Ahmad- inejad, gat hvorki svarað því ját- andi né neitandi í viðtali við ABC- fréttastöðina í fyrradag hvort þær staðhæfingar sem birtast í íslensku heimildarmyndinni væru sann- ar eða ekki. Sá sem tók viðtalið við forsetann er George Stephano- poulos en hann var upplýsingafull- trúi Hvíta hússins í stjórnartíð Bills Clinton. „Ég hef heyrt að hann búi í Washington, nálægt sínum gamla bekkjarbróður George Bush,“ sagði forsetinn og var fremur loðinn í svörum, vildi hvorki játa því né neita og reyndi hvað eftir annað að snúa út úr fyrir fréttamanninum. Daily Mail, Telegraph, Fox News og ABC hafa öll fjallað um þess- ar eldfimu upplýsingar en Þorkell segir þá vera rólega. „Það er mikil pressa á okkur að mæta í hin og þessi viðtöl en við erum bara með báðar fætur á jörðinni og tökum eitt skref í einu,“ segir Þorkell en þeir félagar eru nú komnir til Tor- onto þar sem þeir taka þátt í alþjóð- legri heimildarmyndahátíð. - fgg Forseti Írans bregst við íslenskri fálkamynd ER EÐA ER EKKI? Forseti Írans var loðinn í svörum í viðtali við ABC-fréttastöðina þar sem hann var spurður um þær staðhæfingar í íslensku heimildarmyndinni Feathered Cocaine að Osama bin Laden væri búsettur í Íran. BLESS ÍSLAND Hljómsveitin The Charlies pakkar ofan í ferðatöskur fyrir ferðalagið til Los Angeles. Frá vinstri eru þær Steinunn, Klara og Alma. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Tónlistarmaðurinn Ingi Örn Gísla- son fór á dögunum til London þar sem hann hitti Stuart Williams, en þeir kynntust þegar Ingi bjó í Englandi fyrir tveimur árum. Stuart er þungavigtarmaður í tónlistarsen- unni í London og framkvæmda- stjóri tónlistartímaritanna Q, Kerrang og Mojo. Hann ku vera ánægð- ur með plötuna Human Oddities sem Ingi gaf út árið 2008 og er byrjaður að kynna tónlist- ina fyrir fólki og fyrir- tækjum í borginni. Friðrik Ómar og unnusti hans, Ármann Skæringsson, eru búnir að finna sér íbúð í miðborg Stokk- hólms. En eins og Fréttablaðið greindi frá hyggur Friðrik á landvinninga í Svíþjóð. Svíar eru auðvitað heims- þekktir Eurovision- aðdáendur og þar er söngvarinn á heimavelli. Samkvæmt tölvupósti sem Friðrik sendi vinum og vandamönnum en þeir eru langflestir tónlistarmenn, er íbúðin staðsett við hina fallegu Celsiusgötu. Einn af bestu vinum Friðriks og Ármanns er athafnakonan Jónína Benediktsdóttir. Jónína er eldri en tvævetur þegar kemur að viðskipt- um og sendi fljótlega út svar- póst til allra á póstlistanum þar sem hún bauð listamönnunum, vinum Friðriks, fimmtíu pró- senta afslátt af detox- meðferð. - afb, fgg FRÉTTIR AF FÓLKI FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI ÓVÆNT SAMSTARF Raggi Bjarna bregður sér í nýtt hlutverk á væntanlegri plötu Erps Eyvindarsonar. „Það er ristað brauð og drykkj- arjógúrt. Ég fæ mér líka soðið egg og kaffi og hleyp síðan út.“ Ásgrímur Már Friðriksson tískuhönnuður. SANYL ÞAKRENNUR • RYÐGA EKKI • PASSA Í GÖMLU RENNUJÁRNIN • STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR • AUÐVELDAR Í UPPSETNINGU • ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Margrét Erla Maack. 2 FH. 3 Mosfellsbæ.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.