Fréttablaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 6
6 7. maí 2010 FÖSTUDAGUR GRIKKLAND, AP Gríska þingið sam- þykkti í gær niðurskurðarpakka, sem var skilyrði þess að ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veiti Grikklandi lán til að bjarga land- inu úr verstu skuldakreppunni. Í kvöld hittast svo leiðtogar evr- uríkjanna í Brussel til að staðfesta lánafyrirgreiðslu til Grikklands. Alemnningur á Grikklandi hefur harðlega mótmælt niðurskurðinum, sem bitnar harkalega á almenn- ingi með bæði launalækkunum og skattahækkunum. Meira en tólf þúsund manns söfnuðust í gær saman fyrir utan þinghúsið í Aþenu meðan atkvæða- greiðsla stóð yfir um aðhalds- aðgerðirnar. Mótmælin beindust einnig gegn hörkunni sem færst hafði í mótmælin daginn áður og kostað tvo menn og eina konu lífið. George Papandreou forsætis- ráðherra og George Papaconstan- tinou fjármálaráðherra lögðu mikla áherslu á að án aðhaldsaðgerða stjórnarinnar og björgunarfjár- ins frá ESB og AGS sé engin von til þess að ríkissjóður Grikklands komist hjá gjaldþroti. Innan tveggja vikna bíður gjald- dagi samtals 8,5 milljóna evra lána, sem ríkissjóður þarf að standa skil á hinn 19. maí. - gb Gríska þingið samþykkir aðhaldsaðgerðir stjórnarinnar: Forða Grikkjum frá gjaldþroti BLÓMAHAF Grikkir hafa streymt til að leggja blóm á staðinn þar sem tveir menn og ein kona létu lífið á miðviku- dag. NORDICPHOTOS/AFP Höldum saman uppá 10 ára afmæli Max1 Fáðu 20% afslát t af nýjum hágæð a dekkjum, í dag! INDLAND, AP Dómstóll á Indlandi hefur dæmt Mohammed Ajmal Kasab til lífláts fyrir hlut sinn í hryðjuverkaárásum á Mumbaí árið 2008. Kasab er eini árásarmaður- inn af tíu sem lifði af. Mennirnir tíu voru vopnaðir rifflum og gerðu árásir á tvö stór hótel, menningarmiðstöð gyðinga og fjölfarna umferðarmiðstöð. Þrjá daga tók að ráða niðurlögum mannanna. Alls kostuðu árásirnar 166 manns lífið. Indverjar telja að samtökin Lashkar-e-Taiba hafi skipulagt árásirnar. - gb Dómur felldur yfir Kasab: Líflátsdómur fyrir hryðjuverk Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Á að taka harðar á þeim sem svindla á Tryggingastofnun ríkisins? JÁ 88,5% NEI 11,5% SPURNING DAGSINS Í DAG Var rétt að handtaka Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings? Segðu þína skoðun á visir.is VIÐSKIPTI Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxem- borg og núverandi forstjóri Banque Havilland, voru handteknir í gær að loknum yfirheyrslum í húsakynnum sérstaks saksóknara. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir þeim til að tryggja rann- sóknarhagsmuni og gistu þeir í fangaklefa í nótt. Mál sérstaks saksókn- ara snýr meðal annars að grun um markaðsmisnotk- un. Þegar kreppti að á alþjóð- legum fjármagnsmörkuð- um um mitt ár 2008 tók Kaupþing að selja eigin bréf úr veltubók til nokkurra ein- staklinga í gegnum einkahlutafélög í þeim tilgangi að halda gengi hluta- bréfanna uppi. Í öllum tilvikum lánaði bankinn fyrir kaupunum ýmist með veði í bréfunum sjálfum eða með takmark- aðri ábyrgð. Nokkur viðskipti af þessum toga eru talin upp í skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis. Lánveit- ingar til hlutabréfakaup- anna sem talin eru upp í skýrslunni hljóða upp á tæpa áttatíu milljarða króna. Í skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis er vakin athygli á því hversu oft Kaupþing í Lúxemborg, dótturfélag Kaup- þings á Íslandi, er skráð kaupandi að hlutabréfum bankans. Í skýrsl- unni segir að svo virðist sem Kaup- þing ytra hafi keypt hlutabréfin hönd viðskiptavina bankans inn á safnreikning og raunverulegt eignarhald því ekki komið fram. Þá segir í skýrslunni að inngrip Kaupþings í viðskipti með hluta- bréf bankans hafi skekkt þá mynd sem þáverandi hluthafar höfðu um verðmæti hlutabréfa sinna enda hafi nýir hluthafar keypt þá á of háu verði. Á sama tíma hafi aðrir viðskiptamenn Kaupþings orðið fyrir skaða þar sem svo virtist sem staða bankans væri betri en síðar kom á daginn. jonab@frettabladid.is Héldu genginu uppi með falsviðskiptum Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis lánaði Kaupþing áttatíu millj- arða króna til að kaupa hlutabréf í bankanum. Lánveitingar til kaupa á eigin bréfum skekkja stöðu bankans og valda öðrum hluthöfum skaða. ■ Lán til breska félagsins Crosslet Vale Ltd., sem er í eigu bræðranna Mendi og Moises Gertner, upp á 14,9 milljarða króna vegna kaupa félagsins á hlutabréfum bankans 11. júní 2008. ■ Lán upp á rúma 25,7 milljarða króna til Q Iceland Finance, félags í eigu sjeiks Mohamed Bin Khalifa Al-Than, bróður emírsins af Katar. Það var nýtt til kaupa á fimm prósenta hlut í Kaupþingi 22. sept- ember 2008. Al-Thani varð við þetta þriðji stærsti hluthafinn í bankanum. Lánin fóru í gegnum tvö félög áður en þau fóru inn í Q Iceland FInance. Þá kom Ólafur Ólafsson að fjármögnun kaupanna. Í skýrslu rannsóknarnefndar er tekið fram að aðkoma Ólafs að kaupunum og afborganir Al-Thanis af láninu sé sér- kennileg og verði ekki séð hvernig þau áttu að geta styrkt bankann, eins og sagði í tilkynningu frá Sigurði Einarssyni, stjórnarformanni Kaupþings og forstjóran- um Hreiðari Má. ■ Meðal þeirra mála sem send voru sérstökum saksóknara voru fimm lán Kaupþings til kýpverska félagsins Desulo Trading ltd. upp á samtals rúma 20 milljarða til kaupa á bréfum í bankanum sjálfum frá júní og fram í september 2008. Nokkur viðskipt- anna fóru fram í gegnum Kaupþing í Lúxemborg. Grunur leikur á markaðsmisnotkun. Egill Ágústsson, framkvæmdastjóri Íslensk-ameríska, er skráður fyrir félaginu. ■ Önnur félög sem koma við sögu eru Nýrækt ehf. (síðar fjárfestingarfélagið Mata) og Holt Investment Group Ltd. ■ Meðal annarra mála sem send voru sérstökum saksóknara voru meint auðgunarbrot þegar Kaup- þing lánaði fyrir sölu á skuldatryggingum á sjálft sig. Kaupendur skuldabréfanna, og þar með seljendur skuldatrygginganna, voru stórir viðskiptavinir Kaup- þings, sem gátu einungis grætt á viðskiptunum á meðan áhættan lá alfarið hjá bankanum, að því er segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. ■ Brot á lögum um verðbréfaviðskipti og markaðs- misnotkun getur leitt til sex ára fangelsis. Umfangsmikil viðskipti til að halda uppi gengi Kaupþings MAGNÚS GUÐMUNDSSON Á LEIÐ Í GÆSLUVARÐHALD Hreiðar Már Sigurðsson flaug á Saga Class frá London til Íslands í fyrrakvöld. Hann lenti um miðnætti. Hann fór í skýrslutöku í gær og þurfti að dúsa í fangaklefa á Hverfisgötu í nótt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Í rannsóknarskýrslu Alþingis er fjallað um talsverðan fjölda mála sem varða lánveitingar til kaupa á hlutabréfum í bankanum sjálfum til að halda gengi hlutabréfa uppi. KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.