Fréttablaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 6
6 7. maí 2010 FÖSTUDAGUR
GRIKKLAND, AP Gríska þingið sam-
þykkti í gær niðurskurðarpakka,
sem var skilyrði þess að ESB og
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veiti
Grikklandi lán til að bjarga land-
inu úr verstu skuldakreppunni.
Í kvöld hittast svo leiðtogar evr-
uríkjanna í Brussel til að staðfesta
lánafyrirgreiðslu til Grikklands.
Alemnningur á Grikklandi hefur
harðlega mótmælt niðurskurðinum,
sem bitnar harkalega á almenn-
ingi með bæði launalækkunum og
skattahækkunum.
Meira en tólf þúsund manns
söfnuðust í gær saman fyrir utan
þinghúsið í Aþenu meðan atkvæða-
greiðsla stóð yfir um aðhalds-
aðgerðirnar. Mótmælin beindust
einnig gegn hörkunni sem færst
hafði í mótmælin daginn áður og
kostað tvo menn og eina konu lífið.
George Papandreou forsætis-
ráðherra og George Papaconstan-
tinou fjármálaráðherra lögðu mikla
áherslu á að án aðhaldsaðgerða
stjórnarinnar og björgunarfjár-
ins frá ESB og AGS sé engin von
til þess að ríkissjóður Grikklands
komist hjá gjaldþroti.
Innan tveggja vikna bíður gjald-
dagi samtals 8,5 milljóna evra lána,
sem ríkissjóður þarf að standa skil
á hinn 19. maí. - gb
Gríska þingið samþykkir aðhaldsaðgerðir stjórnarinnar:
Forða Grikkjum frá gjaldþroti
BLÓMAHAF Grikkir hafa streymt til að
leggja blóm á staðinn þar sem tveir
menn og ein kona létu lífið á miðviku-
dag. NORDICPHOTOS/AFP
Höldum saman uppá 10 ára afmæli Max1
Fáðu 20% afslát
t
af nýjum hágæð
a
dekkjum, í dag!
INDLAND, AP Dómstóll á Indlandi
hefur dæmt Mohammed Ajmal
Kasab til lífláts fyrir hlut sinn í
hryðjuverkaárásum á Mumbaí árið
2008. Kasab er eini árásarmaður-
inn af tíu sem lifði af.
Mennirnir tíu voru vopnaðir
rifflum og gerðu árásir á tvö stór
hótel, menningarmiðstöð gyðinga
og fjölfarna umferðarmiðstöð.
Þrjá daga tók að ráða niðurlögum
mannanna. Alls kostuðu árásirnar
166 manns lífið. Indverjar telja
að samtökin Lashkar-e-Taiba hafi
skipulagt árásirnar. - gb
Dómur felldur yfir Kasab:
Líflátsdómur
fyrir hryðjuverk
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
Á að taka harðar á þeim sem
svindla á Tryggingastofnun
ríkisins?
JÁ 88,5%
NEI 11,5%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Var rétt að handtaka Hreiðar
Má Sigurðsson, fyrrverandi
bankastjóra Kaupþings?
Segðu þína skoðun á visir.is
VIÐSKIPTI Hreiðar Már Sigurðsson,
fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og
Magnús Guðmundsson, fyrrverandi
bankastjóri Kaupþings í Lúxem-
borg og núverandi forstjóri Banque
Havilland, voru handteknir í gær að
loknum yfirheyrslum í húsakynnum
sérstaks saksóknara. Farið var
fram á gæsluvarðhald yfir
þeim til að tryggja rann-
sóknarhagsmuni og gistu
þeir í fangaklefa í nótt.
Mál sérstaks saksókn-
ara snýr meðal annars að
grun um markaðsmisnotk-
un. Þegar kreppti að á alþjóð-
legum fjármagnsmörkuð-
um um mitt ár 2008 tók
Kaupþing að selja eigin
bréf úr veltubók til nokkurra ein-
staklinga í gegnum einkahlutafélög
í þeim tilgangi að halda gengi hluta-
bréfanna uppi.
Í öllum tilvikum lánaði bankinn
fyrir kaupunum ýmist með veði í
bréfunum sjálfum eða með takmark-
aðri ábyrgð. Nokkur viðskipti
af þessum toga eru talin
upp í skýrslu rannsóknar-
nefndar Alþingis. Lánveit-
ingar til hlutabréfakaup-
anna sem talin eru upp í
skýrslunni hljóða upp á
tæpa áttatíu milljarða
króna.
Í skýrslu
rann-
sóknarnefndar Alþingis er vakin
athygli á því hversu oft Kaupþing
í Lúxemborg, dótturfélag Kaup-
þings á Íslandi, er skráð kaupandi
að hlutabréfum bankans. Í skýrsl-
unni segir að svo virðist sem Kaup-
þing ytra hafi keypt hlutabréfin
hönd viðskiptavina bankans inn
á safnreikning og raunverulegt
eignarhald því ekki komið fram.
Þá segir í skýrslunni að inngrip
Kaupþings í viðskipti með hluta-
bréf bankans hafi skekkt þá mynd
sem þáverandi hluthafar höfðu um
verðmæti hlutabréfa sinna enda
hafi nýir hluthafar keypt þá á of
háu verði. Á sama tíma hafi aðrir
viðskiptamenn Kaupþings orðið
fyrir skaða þar sem svo virtist
sem staða bankans væri betri en
síðar kom á daginn.
jonab@frettabladid.is
Héldu genginu uppi
með falsviðskiptum
Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis lánaði Kaupþing áttatíu millj-
arða króna til að kaupa hlutabréf í bankanum. Lánveitingar til kaupa á eigin
bréfum skekkja stöðu bankans og valda öðrum hluthöfum skaða.
■ Lán til breska félagsins Crosslet Vale Ltd., sem er í
eigu bræðranna Mendi og Moises Gertner, upp á 14,9
milljarða króna vegna kaupa félagsins á hlutabréfum
bankans 11. júní 2008.
■ Lán upp á rúma 25,7 milljarða króna til Q Iceland
Finance, félags í eigu sjeiks Mohamed Bin Khalifa
Al-Than, bróður emírsins af Katar. Það var nýtt til
kaupa á fimm prósenta hlut í Kaupþingi 22. sept-
ember 2008. Al-Thani varð við þetta þriðji stærsti
hluthafinn í bankanum. Lánin fóru í gegnum tvö félög
áður en þau fóru inn í Q Iceland FInance. Þá kom
Ólafur Ólafsson að fjármögnun kaupanna. Í skýrslu
rannsóknarnefndar er tekið fram að aðkoma Ólafs að
kaupunum og afborganir Al-Thanis af láninu sé sér-
kennileg og verði ekki séð hvernig þau áttu að geta
styrkt bankann, eins og sagði í tilkynningu frá Sigurði
Einarssyni, stjórnarformanni Kaupþings og forstjóran-
um Hreiðari Má.
■ Meðal þeirra mála sem send voru sérstökum
saksóknara voru fimm lán Kaupþings til kýpverska
félagsins Desulo Trading ltd. upp á samtals rúma
20 milljarða til kaupa á bréfum í bankanum sjálfum
frá júní og fram í september 2008. Nokkur viðskipt-
anna fóru fram í gegnum Kaupþing í Lúxemborg.
Grunur leikur á markaðsmisnotkun. Egill Ágústsson,
framkvæmdastjóri Íslensk-ameríska, er skráður fyrir
félaginu.
■ Önnur félög sem koma við sögu eru Nýrækt ehf.
(síðar fjárfestingarfélagið Mata) og Holt Investment
Group Ltd.
■ Meðal annarra mála sem send voru sérstökum
saksóknara voru meint auðgunarbrot þegar Kaup-
þing lánaði fyrir sölu á skuldatryggingum á sjálft sig.
Kaupendur skuldabréfanna, og þar með seljendur
skuldatrygginganna, voru stórir viðskiptavinir Kaup-
þings, sem gátu einungis grætt á viðskiptunum á
meðan áhættan lá alfarið hjá bankanum, að því er
segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar.
■ Brot á lögum um verðbréfaviðskipti og markaðs-
misnotkun getur leitt til sex ára fangelsis.
Umfangsmikil viðskipti til að halda uppi gengi Kaupþings
MAGNÚS
GUÐMUNDSSON
Á LEIÐ Í GÆSLUVARÐHALD Hreiðar Már Sigurðsson flaug á Saga Class frá London til Íslands í fyrrakvöld. Hann lenti um miðnætti.
Hann fór í skýrslutöku í gær og þurfti að dúsa í fangaklefa á Hverfisgötu í nótt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Í rannsóknarskýrslu Alþingis er fjallað um talsverðan fjölda mála sem varða lánveitingar til kaupa á hlutabréfum í
bankanum sjálfum til að halda gengi hlutabréfa uppi.
KJÖRKASSINN