Fréttablaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 28
2 föstudagur 7. maí núna ✽ helgin og fólkið augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Stefán Karlsson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir Ristjórn Anna Björnsson sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Listakonan Unnur Andrea Einarsdóttir fer með hlutverk brúður í stuttmynd eftir hollenska leikstjórann Kris Kristinsson. Að sögn Unnar Andreu er myndin eins konar samblanda af heimildarmynd og skáldskap, en hún fjallar um unga brúður sem hleypur grátandi frá kirkju á brúðkaupsdaginn. „Kris bað fólk um að ímynda sér brúður sem hleypur grátandi frá eigin brúð- kaupi. Hann bað svo fólk um að segja sér söguna á bak við brúðurina og reynir svo að skjóta myndina svo- lítið í samræmi við frásögn fólksins. Sumar sögurnar eru mjög klisjugjarnar en fallegar á meðan aðrar eru langsótt- ari og fjalla um geimverur og annað slíkt,“ úskýrir Unnur Andrea. Leikstjórinn hefur tekið aðrar eins myndir í Marokkó, á Ind- landi og í Perú og að sögn Unnar Andreu er því um hálfgerða mannfræðistúdíu að ræða. „Þegar myndirnar eru sýndar á eftir hver annarri sést vel munurinn á milli þessara ólíku menningarheima, sem mér finnst mjög áhugavert. Munurinn á mynd- inni frá Marokkó og þessari íslensku er til dæmis mjög mikill.“ Aðspurð segir Unnur Andrea það hafa verið gaman að taka þátt í þessu verkefni en að það hafi stundum tekið á að hlaupa um í skósíðum kjól í grýttri íslenskri nátt- úru. „Þetta var mjög gaman, en ég er öll marin eftir að hafa hlaupið um í hraun- inu og mér var skítkalt allan tímann,“ segir hún að lokum og hlær. - sm Listakonan Unnur Andrea Einarsdóttir lék grátandi brúður: HLJÓP UM Í BRÚÐAR- KJÓL Í HRAUNINU Grátandi brúður Unnur Andrea Einarsdóttir listakona fer með hlutverk í stuttmynd eftir hollenska leikstjórann Kris Krist- insson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SKONDIN Leikkonan Chloé Sevigny sýnir af hverju hún er sífellt valin ein best klædda kona heims. Hér er hún í „vintage“ blúndukjól með opnu baki og víðu pilsi á góðgerðakvöldverði í New York á miðvikudag. BÓAS KRISTJÁNSSON FATAHÖNNUÐUR Ég og Geir Helgi, félagi minn, ætlum að spila sem „two brains and these fists“ á skemmtistaðnum Venue á laugardagskvöldið. Af- gangurinn af helginni fer í snið, teikningar og tölvupóst. Versluninni Mundi‘s Boutique við Laugaveg var lokað fyrir skemmstu. Mundi hyggst þó opna nýja verslun með haust- inu en þangað til verður hönnun hans fáanleg í tískuversluninni GK Reykjavík. „Það á að opna veitingastað í öllu húsinu og þess vegna misstum við húsnæðið. Við vissum reynd- ar frá upphafi að við gætum ekki verið mjög lengi í þessu plássi þannig að þetta kom okkur ekk- ert á óvart. Við stefnum á að opna nýja verslun í haust og það verður bara góð tilbreyting að skipta um húsnæði,“ útskýrir Mundi og bætir við að rekstur verslunarinnar hafi gengið vonum framar frá því hún var opnuð síðasta haust. Hinn 12. maí verður ný sumar- lína frá Munda kynnt í verslun- inni GK Reykjavík og í tilefni þess verður efnt til veislu. „Línan mun innihalda létta kjóla, jakkaföt og aðrar sumarlegar flíkur. Við ætlum að halda upp á þetta á miðviku- daginn næsta, boðið verður upp á léttar veitingar og plötusnúðurinn DJ Sexy Lazer mun þeyta skífum fyrir gesti,“ segir Mundi, en þessa dagana er hann önnum kafinn við að hanna nýja línu fyrir sumarið 2011. - sm Versluninni Mundi‘s Boutique lokað tímabundið: Fluttur um set Lokar tímabundið Hönnuðurinn Mundi lokar verslun sinni tímabundið. Hönnun hans fæst þó áfram í GK Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓRA helgin MÍN Blómlegar konur Konur, kvenímyndir og tákngerv- ingar kvenna eru viðfangsefni nýrr- ar sýningar í Ásmundarsafni við Sigtún þar sem sjónum er beint að kvenlægum stefjum í verkum Ás- mundar Sveinssonar. Næstkom- andi sunnudag, 9. maí kl. 14, verð- ur Ásdís Ásmundsdóttir, dóttir lista- mannsins, með í för í leiðsögn um sýninguna, sem ber yfirskriftina „Ég kýs blómlegar konur …“ Konan sem tákn í list Ásmundar Sveinssonar. Pop Up á Akureyri PopUp Verzl- un heldur nú út fyrir höfuð- borgina og opnar dyr sínar í hjarta Akureyrar að Hafnar- stræti 99-101 (í AMARO-hús- inu) yfir helg- ina. Hönnuðir sem taka þátt í þetta sinn eru A.C.Bullion, Anna Soffía, Dýrindi, Eight Of Hearts, Elva, Hring eftir hring, IBA, Jana Rut hönnun, Sonja Bent og Variu. Að- standendur vilja biðja fólk að koma með reiðufé þar sem engir posar eru á svæðinu. Afgreiðslutími er frá klukkan 13.00-18.00 báða dagana. Sími 534 0073 Erum með opið á lau. kl. 11–16 Allir sem versla fyrir 8.000 kr. eða meira fá belti í kaupbæti. Við erum á fyrstu hæðinni í Firði. Kjólar frá 7.990 kr. VORUM AÐ TAKA UPP NÝJA SENDINGU AF GALLAJÖKKUM OG SKOKKUM. þetta HELST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.