Fréttablaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 53
FÖSTUDAGUR 7. maí 2010 33 Söngkonan Madonna ætlar að taka sér frí frá tónlistarbransan- um til að einbeita sér að öðrum hlutum. Hún er að vinna í nýrri kvikmynd sem nefnist W.E. auk þess sem hún vill eyða meiri tíma með fjölskyldunni. „Ég hef ekki getað einbeitt mér eins mikið og ég ætti að gera að tónlistinni vegna þess að myndin hefur tekið allan minn tíma,“ sagði Madonna. „Ásamt henni og því að hugsa um börnin mín fjögur hef ég hvorki haft tíma né orku í neitt annað.“ Hún bætir við að hún sé ekki með plötusamning og óvíst hvort ein- hver vilji gefa út tónlistina henn- ar næst þegar hún sendir frá sér plötu. Tekur sér frí frá tónlist MADONNA Madonna ætlar að taka sér frí frá tónlistarbransanum vegna tímaskorts. Leikkonan Gwyneth Paltrow hefur verið dugleg við að kynna nýjustu kvikmynd sína, Iron Man 2, en hún fer með aðalhlutverkið í þeirri mynd ásamt Robert Dow- ney Jr. og Scarlett Johansson. Leikkonan segist ekki vinna jafn mikið og hún gerði því hún vilji síður dvelja langdvölum frá börn- um sínum og eiginmanni. „Ég vann mjög mikið þegar ég var yngri, en nú á ég tvö falleg börn og mig langar að eyða tíma með þeim. Þetta er líklega ekki það besta fyrir frama minn en börn- in set ég í forgang. Þegar ég var við tökur á síðustu mynd minni hugsaði ég: Nú er kominn baðtími hjá krökkunum og ég er ekki við- stödd. Og svo brast ég í grát.“ Börnin í fyrsta sæti VILL VERA HEIMA Gwyneth Paltrow seg- ist vinna minna eftir að hún varð móðir. NORDICPHOTOS/GETTY Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds hefur fengið góða dóma erlend- is fyrir sína nýjustu plötu, … and they have escaped the weight of darkness. Breska tímaritið Uncut gefur henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum þar sem tónlistinni er lýst sem tímalausri og framúrskar- andi góðri. Tónlistarsíðan Drowned In Sound gefur plötunni 9 í einkunn af 10 mögulegum. „Við getum náð tengslum við hefðbundin lög með því að hlusta á ákveðin erindi eða texta en hérna er allt litrófið af til- finningum og sumar þeirra eiga uppruna sinn í hversdagsleikan- um,“ segir í dómnum. Þýska síðan Kulturnews.de gefur plötunni einn- ig góða dóma, eða fjórar stjörnur af sex mögulegum. Tímalaus Ólafur ÓLAFUR ARNALDS Tónlistarmaðurinn fær góða dóma erlendis fyrir nýjustu plötu sína. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fótboltahetjurnar Didier Drogba og Florent Malouda úr Chelsea hafa stofnað hljómsveit. Malouda spilar á trommur en Drogba spilar á bassa sem hann fékk gefins frá Wyclef Jean. Malouda sagði í viðtali við breska fjölmiðla að hann vildi að John Terry eða Joe Cole myndu syngja. „Við erum rétt að byrja að reyna að gera eitthvað sérstakt,“ sagði hann. Hljómsveitin Cold- play veitir fótboltahetjunum innblástur, en Malouda missti nánast vatnið þegar hann sá hana á Wembley. „Tónleikarnir voru á meðal þeirra bestu sem ég hef á ævi minni séð!“ sagði hann. Hljómsveitin er ekki enn þá komin með nafn, enda aðeins í startholunum. Fréttablaðinu er þó ljúft og skylt að upplýsa þá, ef þeir eru að lesa þetta, að nöfnin Blue Man Group, Grand Popo Football Club og Football Studs eru öll frátekin. - afb Chelsea-hetjur stofna hljómsveit STILLA SAMAN STRENGI Didier Drogba og Florent Malouda hafa stofnað hljómsveit og vonast til þess að John Terry eða Joe Cole taki í hljóðnemann með þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.