Fréttablaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 33
7. maí föstudagur 7 Það er óþarfi að eldast um aldur fram Dr. Earl Mindell: “Hver sem er á að geta haft útlit og líðan fyrir að vera 5-15 árum yngri en hann er.” Eftir langvarandi vanlíðan prófaði ég Life Extension. Strax á fyrsta Aukið álagsþol og jafnvægi, dregur úr streitu, vær svefn og léttari lund. Næring fyrir DNA og RNA starfsemi frumanna. Hefur áhrif á teygjanleika og stinnleika líkamans. Góður árangur við síþreytu, vefjagigt og vöðvabólgu Fæst í apótekum, Heilsuhúsinu og Fríhöfninni. 2 mánaða skammtur · www.celsus.is Gréta Mörk, hjúkrunarfr. 54 ára: glasi leið mér verulega betur. Þrek og lífsþróttur hefur aukist stórum, ég sef betur og þoli miklu meira álag. Er léttari og jákvæðari í skapi og er orðin félagslyndari. Mér finnst ég vera áratugum yngri. Húðin er orðin mýkri, hrukkurnar færri og frískari yfirbragð. Ég mun taka Life Extension inn áfram. staðar og örugglega betra ef eitt- hvað er. Það er hins vegar ábyggi- lega mun meira í gangi en lögregl- an getur nokkurn tímann höndlað. Þeir eru ekki beint að hlaupa um á eftir unglingum með hassbúta.“ En hvað finnst Serbunum um að leika austantjaldskrimma? Finnst þeim ekkert vera fordómar í gangi gegn þeim? Hún þagnar. „Veistu, ég hef bara mjög lítið talað við þessa menn. Þeir eru frekar skerí. En þeir eru samt dá- lítið krúttlegir.“ Ertu orðin dálítið góð í að snúa niður fólk með bardagalistum? „Ég er aðallega orðin góð í að gera armbeygjur. En ég kann alveg að sparka og kýla. Það væri ekk- ert grín að reyna að ráðast á mig í myrku húsasundi.“ BANNAÐ AÐ BÍTA OG SPARKA Í PUNGINN Ágústa Eva segir að sú tiltekna bardagalist sem hún er að æfa nefnist MMA kickbox sem sé eins konar samansafn úr alls kyns bardagatækni. „Þetta er aðallega byggt á Ju Jitsu og kickboxing og er mjög vinsælt í dag. Íþróttin byrjaði eiginlega með metingi um hvaða bardagalist væri best eða virkar í alvörunni. Þetta fer sumsé þannig fram að tveir einstaklingar eru lokaðir saman inni í búri og þar má gera flest- allt sem fólki dettur í hug til að verja sig.“ Má bíta? „Nei, það má reyndar ekki bíta og það má ekki sparka karlmenn í punginn. En flest annað er leyfi- legt. Þú mátt til dæmis taka and- stæðinginn þinn úr lið og skella honum í gólfið, sumsé allt þang- að til að hann annaðhvort rotast, gefst upp eða sofnar.“ Sofnar? „Já, það er sérstakt choke-tak sem maður notar svo að það líði yfir fólk. Ég geri þetta einmitt í myndinni og sá maður varð dálít- ið rauður í framan.“ Hefurðu styrkst mikið, myndirðu mæla með þessu við konur? „Já, það kemur töggur í mann. Þetta veitir manni útrás og það er líka fyndið að kunna þetta. Svo veitir þetta manni andlegan styrk og maður verður fókuseraður og einbeittur.“ SKINKAN EINS OG VÍRUS SEM LEGGST Á MANNKYNIÐ Bardagalistir verða að teljast langt í burtu frá karakternum Silvíu Nótt sem Ágústa Eva gerði eftirminni- lega fyrir nokkrum árum. Finnst henni Silvía hafa skapað skinku- menninguna? „Nei, alls ekki, skinkan var til staðar en fáir tóku eftir henni. Ég var að reyna að eyðileggja skinku- menninguna með Silvíu Nótt en það misheppnaðist. Ég reyndi líka að eyðileggja Eurovision en það misheppnaðist líka. Ég hef reynt að leggja mitt af mörkum til að tortíma þessu öllu saman en þetta er bara of sterkt afl. Það ræður enginn við þetta. Þetta er eins og vírus sem er að herja á mannkynið. Þetta byrjaði kannski í einhverju óvinaríki og smitaðist út um allt.“ En verður karakterinn ekki dreginn upp aftur? „Nei, það er nóg af raunveruleg- um Silvíum til. Búningarnir eru líka komnir í einhvern gám ein- hvers staðar og ég er eiginlega búin að týna þeim.“ En hvern ætlar Ágústa Eva að reyna að jarða næst? „Ég veit það ekki. Jón Gnarr er að jarða pólitíkina þannig að ég kemst ekki í það. Ég er mjög spennt fyrir því að sjá Jón Gnarr í borgarstjórn og sjá hann raunverulega takast að jarða þetta allt saman.“ En hvert væri svo draumahlut- verkið? „Draumahlutverkið mitt væri að leika raðmorðingja.“ ÞOLIR EKKI FLÍSTEPPI Á HÓTELUM Ágústa stígur á svið með meist- ara Megasi á listahátíð um miðj- an mánuðinn. „Ég kem fram í Háskólabíói 24. maí með Megasi. Við höfum sungið dálítið saman, til dæmis á aðventu- tónleikum um jólin. Við vorum fyrst sett saman á Lee Hazlewood „tribute“-tónleikum og höfum spil- að nokkrum sinnum saman síðan. Megas fer yfir feril sinn á þessum tónleikum og samstarf okkar hefur verið mjög gott.“ En þitt eigið stöff? „Ég er búin að vera að hanga inni í bílskúr Ómars Guðjónssonar og við höfum leikið okkur að því að búa til tónlist saman. Þetta er einhvers konar róleg, lágstemmd kántrítónlist.“ Hvernig myndirðu lýsa tónlistinni á Myspace? „Eyðimerkurrokk“ Hvað hlustar þú þá ekki á? „Ég hlusta ekki á FM 95,7 en kveiki á stöðinni þrisvar á ári til að sjokkera sjálfa mig. Ann- ars er ég mest fyrir seventís rokk og gamla íslenska tónlist með moldarbragði.“ Hvernig finnst þér lagið með Ás- dísi Rán? „Það er alveg guðdómlegt.“ Hvernig verður svo sumarið hjá þér? „Ég ætla að fara hringinn í kringum landið.Því meira sem ég ferðast því heimakærari verð ég. Það er bara óþarfa vesen að fara út, maður þekkir engan og þarf að sofa á hótelherbergjum með flísteppum og lökum. Það er alveg óþolandi.“ UNA Leikur lögreglukonu Ágústa Eva í hlutverki sínu ásamt mótleikara sínum, Birni Thors.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.