Fréttablaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 7. maí 2010 3 „Það leikur nú allt á minn tilfinningaskala, og vissulega brynnti ég músum og hló mig máttlausa yfir mæðgnasögunum því í reynsluheimi kvenna leynist bæði gleði og sorg. Það snart mig hversu margar konur höfðu samband til að segja að kall mitt hefði hreyft við þeim, því það gaf tækifæri til að hugsa um það einstaka samband sem við tökum oftast sem sjálfsögðum hlut,“ segir Sunna Dís Másdóttir, sem á morg- un opnar sýninguna „Augun mín í augum þínum – mæðgur tala saman“ í bakrými gamla Hljómalindarhússins við Laugaveg 23. Sýningin er afsprengi lokaverkefnis Sunnu í meistaranámi hagnýtrar menningar- miðlunar frá Háskóla Íslands. „Ég hafði smá áhyggjur af því að sýn- ingin yrði of konumiðuð en fannst ágætt þegar kennarinn benti mér á að körlum gæfist nú einstakt tækifæri til að fá inn- sýn í lokaðan heim kvenna og ætlar sjálfur að mæta í rannsóknarerindum til að öðlast betri skilning á konum, mæðrum og dætr- um,“ segir Sunna sem fékk hugmyndina að mæðgnasögunum þegar móðir hennar varð fimmtug. „Mæðgnasambönd eru svolítið óvenjuleg en nokkurn veginn alþjóðleg líka. Ég lagð- ist í heimildarvinnu og sá að mæðgnasam- bönd eru álitin merkileg hvort sem það er á Filippseyjum, í San Fransisco eða á Íslandi. Rithöfundurinn Patty Davis lýsir þeim best, en hún segir allt vera í yfirstærð í mæð- gnasamböndum og þar finnst mér hún hitta naglann á höfuðið því gleðin verður svo rosaleg, eins og nándin, sorgin og dramað. Allt verður í stækkaðri mynd því mæðgur eru náskyldar, sama kyns, flóknar sem kvenverur og skilja hvor aðra til fulls.“ Á sýningu Sunnu verður hægt að sjá heimildarmyndir af viðtölum sem hún tók við mæðgur, en þau verða síðan afhent Miðstöð munnlegrar sögu til varðveislu. „Þá verða til sýnis ótrúlega fagrar mynd- ir frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur af mæðgum fyrri tíma, en elsta myndin er frá 1890 og sú yngsta 1980. Að auki verð ég með sögurnar sem ég safnaði á Netinu en úr þeim útbjó ég sameiginlegt mæðgna- fjölskyldualbúm sem fólk getur tyllt sér með yfir kaffisopa, skoðað það sem fyrir augu ber og haldið svo áfram ferð sinni um miðbæinn.“ Í náminu hefur Sunna áður tekið fyrir ástarbréf Íslendinga, en hagnýt menning- armiðlun snýst um að miðla áfram hvers kyns menningarverðmætum. „Menning er óskaplega vítt hugtak en það sem heillar mig mest er persónuleg menn- ing. Ef maður þorir að miðla hinu persónu- lega græða allir. Maður vex af því að deila með sér, og með því að taka þátt í reynslu- heimi annarra stækkar manns eigin heim- ur og maður verður mannlegri. Þess vegna vil ég ná fólkinu sem finnst það almennt ekki eiga heima á sýningum en er hafsjór fróðleiks, minninga og lífsreynslu,“ segir Sunna sem eyða mun sumri komanda vestur á fjörðum með sínum heittelskaða. „Hann réði sig sem kokkur á Flateyri og það hittist svo skemmtilega á að þar er gömul krambúðarfílings-bókabúð sem þarf að hafa umsjón með. Hinum megin í húsinu stendur íbúð kaupmannshjónanna óhreyfð og nú er verið að gera hana að safni. Ég er svo ættuð að vestan og eyddi sumr- um æskunnar á Patreksfirði en er ofsa spennt að fara aftur og kynnast enn fleiri vestfirskum hnútum.“ thordis@frettabladid.is Hin mestu móðurdjásn Ást móður og barns er fölskvalaus, hvort sem afkvæmið er halur eða drós. Tengslin haldast sterk yfir gröf og dauða, en í þeim lifir gegnheil gleði og hamingja í bland við óhjákvæmilega ósigra tilverunnar. Maí 1943, Beta og Didda sitja á tröppum Lands- bókasafnsins við Hverfisgötu. Didda er klædd í hvítan slopp. MYND/SKAFTI GUÐJÓNSSON Apríl 1964, Guðrún Ásmundsdóttir leikkona hellir upp á kaffi. Við hlið hennar situr Sigrún Edda Björnsdóttir dóttir hennar og síðar leikkona. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKLJAVÍKUR Sunna Dís Másdóttir ákvað að opna sýningu sína sem næst hæstvirtum mæðradeginum sem haldinn er á sunnudaginn. Hér er hún við inngang forvitnilegs sýningarhússins í gömlu, sjarmerandi porti við Laugaveg 23. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI 25% afsláttur Tilboðið gildir dagana 7.– 9. maí. Í tilefni af Mæðradeginum veitum við 25% afslátt af öllum Blue Lagoon húðvörum í verslun okkar að Laugavegi 15 og í Hreyfingu og Blue Lagoon Spa. a n to n & b e rg u r Verslun Laugavegi 15 föstudag 10.00–18.00 laugardag 10.00–17.00 sunnudag Lokað Verslun í Hreyfingu og Blue Lagoon Spa föstudag 06.00–21.00 laugardag 08.00–17.00 sunnudag 09.00–17.00 Opnunartími www.bluelagoon.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.