Fréttablaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 2
2 7. maí 2010 FÖSTUDAGUR
SPURNING DAGSINS
Friðrik, eruð þið að bursta
samkeppnisaðilana?
„Já, þótt KR bursti Fram þá burstar
Burstagerðin alla.“
Friðrik Hróbjartsson hefur staðið vaktina
í Burstagerðinni í 45 ár. Burstagerðin er
nýorðin áttræð.
EVRÓPUSAMBANDIÐ Aðildarum-
sókn Íslands er ekki á dagskrá
ráðherraráðsfunda Evrópusam-
bandsins í Brussel á mánudag-
inn.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins hefur afgreiðslan taf-
ist vegna kosninganna í Bret-
landi og Hollandi. Ekki þótti
rétt að taka afstöðu til umsókn-
arinnar fyrr en þeim kosning-
um er báðum lokið. Bretar kusu
sér þing í gær en Hollendingar
ganga til kosninga 9. júní.
Ólíklegt er að umsóknin verði
tekin til afgreiðslu á leiðtoga-
fundi sambandsins, sem verður
17. júní, enda er hún ekki á
bráðabirgðadagskrá þess fundar.
Næsti möguleiki er þá að hún
verði tekin fyrir á næsta fundi
almenna ráðherraráðsins í júlí.
- gb
Aðildarumsókn Íslands:
Varla afgreidd
fyrr en í júlí
DÓMSMÁL Fyrrum forsvarsmenn
Byrgisins, Guðmundur Jónsson og
Jón Arnarr Einarsson, voru í gær
dæmdir í fangelsi og til greiðslu
sektar vegna margvíslegra lög-
brota við fjármálaumsýslu
Byrgisins.
Guðmundur var dæmdur fyrir
fjárdrátt, umboðssvik, bókhalds-
brot og brot gegn lögum um tekju-
skatt og staðgreiðslu opinberra
gjalda. Jón Arnarr var dæmdur
fyrir bókhaldsbrot og brot gegn
lögum um tekjuskatt og stað-
greiðslu opinberra gjalda.
Guðmundur var dæmdur í níu
mánaða fangelsi og til að greiða
átta milljóna króna sekt. Jón Arn-
arr í fjögurra mánaða skilorðs-
bundið fangelsi og átta milljóna
króna sekt. - bþs
Byrgismenn brotlegir við lög:
Borgi sextán
milljónir í sekt
NÍGERÍA, AP Goodluck Jonathan tók
í gær formlega við embætti forseta
Nígeríu, aðeins fáeinum klukku-
stundum eftir að Umaru Yar‘Adua
lést af völdum langvarandi veik-
inda. Forsetakosningar verða í
landinu á næsta ári, líklega í apríl.
Jonathan var varaforseti og
hafði gegnt störfum forseta í þrjá
mánuði. Yar‘Adua var kosinn for-
seti árið 2007, en átti þá þegar við
nýrnaveikindi að stríð. Hann fór á
sjúkrahús í Sádi-Arabíu í nóvem-
ber og hefur ekki gegnt embættinu
síðan. - gb
Forseti Nígeríu látinn:
Varaforsetinn
er tekinn við
HEILBRIGÐISMÁL „Tækjamálin eru
í dag helsti veikleiki Landspítal-
ans. Árum saman hefur smámun-
um verið ætlað til tækjakaupa og
endurnýjunar miðað við umfang
starfseminnar. Ég tel að innan
spítalans sé samstaða um þetta
sjónarmið,“
segir Guðmund-
ur Þorgeirsson,
prófessor í lyf-
lækningum við
Háskóla Íslands
og fyrr ver -
andi yfirlækn-
ir á hjartadeild
LSH.
„Þetta er búið
að vera vanda-
mál lengi og verður að viður-
kennast að komið hafa tímar þar
sem við höfum verið með öndina
í hálsinum yfir því hvort gam-
alt tæki endist þangað til það
tekst að krafla saman peningum
í endurnýjun,“ segir Guðmundur
jafnframt.
Á fjárlögum ársins 2010 eru 237
milljónir, auk framlaga til við-
halds og nýframkvæmda, veitt-
ar til tækjakaupa en þyrfti að
vera milljarður á ári til eðlilegr-
ar endurnýjunar. Um sömu krónu-
tölu er að ræða og undanfarin ár.
Öll tæki eru keypt erlendis og því
hefur gengisþróun séð til þess að
upphæðin hrekkur varla til kaupa
á bráðanauðsynjum. Framlög til
tækjakaupa og endurnýjunar hjá
sambærilegum háskólasjúkrahús-
um við LSH á Norðurlöndunum
eru þrjú til fjögur prósent af veltu.
Það jafngildir 1,2 til 1,6 milljörð-
um króna í rekstri LSH.
Gísli Georgsson, deildarstjóri
á heilbrigðis-og upplýsingatækni-
deild LSH, hélt nýlega erindi þar
sem kom fram að tækjaeign LSH
er um tíu milljarðar að núvirði.
Ríflega 600 milljónir þarf árlega
til að halda meðalaldri tækja í
horfinu, sem er sjö til átta ár.
Aðrar 300 milljónir þarf vegna
nýrrar tækni, til dæmis kaupa á
hugbúnaði. Í erindi hans kom fram
að 6,5 milljörðum hefur verið varið
til kaupa á lækningatækjum á síð-
ustu þrem áratugum, eða rúmlega
200 milljónum að jafnaði á ári.
Guðmundur segir að gjafafé
hafi bjargað miklu á undanförn-
um árum. Jónínusjóðurinn hafi
til dæmis gegnt meginhlutverki
við að endurnýja hjartaþræðing-
artæki spítalans en Jónína Gísla-
dóttir sem nú er látin gaf stofnféð
í þann sjóð. „Sambærileg dæmi
eru mýmörg og ef ekki kæmu til
framlög þessara sjóða, þá veit
ég ekki hvar við stæðum,“ segir
Guðmundur.
Hann segir að mannafli, skipu-
lag þjónustu, rannsóknir, kennsla
og jafnvel húsakosturinn, sem sé
dreifður og óhagkvæmur, geri
LSH að þeirri öflugu stofnun sem
menn þekki. Það sé því úr takti að
kaup og endurnýjun á tækjakosti
spítalans sé háð þeim annmörkum
sem raun ber vitni.
svavar@frettabladid.is
Tækjaskortur helsti
veikleiki Landspítala
Lág framlög til tækjakaupa standa Landspítalanum fyrir þrifum, segir fyrrver-
andi yfirlæknir hjartadeildar. Gengisþróun veldur því að tækjakaupaféð í ár,
sem er 237 milljónir, hrekkur vart fyrir allra nauðsynlegustu endurnýjunum.
HJARTAÞRÆÐINGARSTOFA Fullbúinn kostar tækjabúnaður til hjartaþræðinga hátt í
100 milljónir króna. Þjóðin safnaði 44 milljónum árið 2009 til kaupa á fullkomnum
tækjabúnaði til hjartaþræðinga. Biðlistar gufuðu nánast upp í kjölfarið.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
GUÐMUNDUR
ÞORGEIRSSON
STJÓRNMÁL Sigrún Björk Jakobs-
dóttir, oddviti sjálfstæðismanna
á Akureyri, og eiginmaður henn-
ar hafa fellt niður kaupmála sem
þau gerðu í nóvember.
„Það urðu mjög heiftarleg
viðbrögð þegar þetta komst í
hámæli. Við viljum ekki að neitt
orki tvímælis og til að sýna fram
á það ákváðum við að fella kaup-
málann niður,“ segir Sigrún
Björk.
Hún segist ekki hafa verið
undir þrýstingi frá samflokks-
mönnum né heldur hafi hún fund-
ið fyrir vantrausti í sinn garð.
„Þetta vakti spurningar og þeim
hef ég svarað og það er ágætt að
þetta mál sé nú úr sögunni.“
Í tilkynningu frá fulltrúaráði
Sjálfstæðisflokksins á Akureyri
er stuðningi lýst við Sigrúnu
Björk. - bþs
Sigrún Björk Jakobsdóttir:
Dró kaupmál-
ann til baka
DÓMSMÁL Benjamín Þór Þorgríms-
son, þekktur sem Benni Ólsari,
þarf að sitja í tvö ár í fangelsi
samkvæmt dómi Hæstaréttar.
Héraðsdómur hafði áður dæmt
Benjamín í 14 mánaða fangelsi.
Benjamín er sakfelldur fyrir
þrjár líkamsárásir. Ein þeirra var
tekin upp á myndband og sýnd í
fréttaskýringaþættinum Kompás
á Stöð 2. - sh
Ofbeldismaður fær tvö ár:
Þyngri dómur
yfir Benjamín
DÓMSTÓLAR Annir í Héraðsdómi Reykjavík-
ur hafa leitt til þess að gögn hafa ekki bor-
ist saksóknara svo taka mætti fyrir mál
tveggja ofbeldismanna í Hæstarétti. Menn-
irnir réðust á eldri hjón og dóttur þeirra á
Suðurnesjum um helgina. Þetta kom fram
í fréttum Stöðvar 2 í gær.
Mennirnir voru dæmdir í fangelsi í okt-
óber á síðasta ári en þeir áfrýjuðu dómnum
til Hæstaréttar sem vegna anna hefur ekki
getað sett það á dagskrá. Mennirnir, Viktor
Már Axelsson og Axel Karl Gíslason, sitja
nú í gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar um
helgina. Hálft ár er síðan saksóknari ósk-
aði eftir gögnunum frá Héraðsdómi
Helgi I. Jónsson, dómstjóri Héraðs-
dóms Reykjavíkur, segir að málin
hafi ekki borist vegna þess fjölda
áfrýjaðra sakamála sem í gangi
eru. „Nú er til dæmis verið að
vinna í tuttugu slíkum málum. Við
höfðum samráð við ríkissaksókn-
ara um hvernig við eigum að for-
gangsraða,“ sagði Helgi í samtali
við fréttastofu Stöðvar 2 í gær.
Ofbeldismenn ganga lausir vegna álags á dómstóla landsins:
Gögn ekki borist vegna anna
HROTTALEG ÁRÁS Viktor Már Axelsson
og Axel Karl Gíslason sitja nú í gæslu-
varðhaldi eftir hrottalega árás á mann
á sjötugsaldri, konu hans og dóttur í
Reykjanesbæ um helgina.
LÖGREGLUMÁL Mennirnir tveir sem grunaðir eru um árás á eldri hjón og dóttur þeirra í Reykjanesbæ á mánudagskvöld hlutu í október síðastliðnum fangelsisdóma fyrir aðild sína að ráni á Barðaströnd á Seltjarnarnesi. Þeir áfrýjuðu til Hæstaréttar og hafa síðan gengið lausir.
Mennirnir tveir, Viktor Már Axelsson og Axel Karl Gíslason, voru í gær úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald vegna árásarinnar. Þeir hafa ekki játað sök.Maðurinn sem ráðist var á varð verst úti. Hann nefbrotnaði, hand-leggsbrotnaði og er lemstraður um allan líkamann. Konurnar sluppu betur. Hnífur var dreginn upp í átökunum en enginn varð fyrir áverkum af honum.
Mennirnir voru handteknir á gangi í nágrenninu um klukku-stund síðar. Lögreglan taldi sig þá vita hverjir höfðu verið að verki.Hjónin hafa verið í miklu áfalli síðan ráðist var á þau og vart þorað út úr húsi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.
Svo virðist sem árásarmennirn-ir hafi verið við hús hjónanna á mánudagskvöld til að rukka barna-barn þeirra, karlmann um tvítugt, um nokkurra tuga þúsunda króna skuld við aðra manneskju. Skuld-in mun ekki vera tilkomin vegna fíkniefnaviðskipta.
Mennirnir voru sem áður segir úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarð-hald á grundvelli rannsóknarhags-muna í gær. Annar þeirra kærði úrskurðinn til Hæstaréttar.Rannsókn málsins stendur enn. Búið er að yfirheyra árásarmenn-ina og þolendurna en enn á eftir að
Nýdæmdir ofbeldis-
menn gengu lausirMennirnir tveir sem börðu eldri hjón í Reykjanesbæ voru dæmdir í fangelsi í október. Annar þeirra hafði rænt aldraðan úrsmið og hinn lagt á ráðin um það. Þeir hafa síðan beðið dóms Hæstaréttar og verið frjálsir ferða sinna á meðan.
■ Axel Karl komst fyrst í fréttir árið 2005, þá sextán ára gamall, fyrir að ræna starfsmanni Bónuss á Seltjarnarnesi, neyða hann með hótunum ofan í skott á bíl og krefja hann svo um 30 þúsund krónur sem maðurinn tók út úr hraðbanka. Axel var þá á skilorði. Fyrir þetta hlaut Axel tveggja ára fangelsisdóm. Hann hefur síðan verið þekktur sem yngsti mannræningi Íslandssögunnar.
■ Í mars 2007 strauk Axel frá fangavörðum þegar hann var hjá tannlækni. Hann braust inn í félagsmiðstöð og var skömmu síðar handtekinn.■ Axel hefur síðan hlotið nokkra fangelsisdóma, einkum fyrir fíkniefnabrot. Bróðir hans hefur einnig hlotið dóm fyrir að hafa ætlað að smygla 37 grömmum af hassi inn á Litla-Hraun til hans.■ Viktor var handtekinn í fyrra eftir innbrot til úrsmiðs á Barðaströnd. Þegar Viktor og félagi hans gengu óvænt í flasið á öldruðum úrsmiðnum gekk Viktor í skrokk á honum og batt hann á höndum og fótum áður en menn-irnir rændu af honum úrum og öðrum verðmætum.■ Tveimur dögum eftir að Viktor losnaði úr gæsluvarðhaldi vegna ránsins var hann handtekinn á ný fyrir tvö innbrot og úrskurðaður í síbrotagæslu. Þegar hann sat á Litla-Hrauni ræddi hann við Ísland í dag og sagðist ætla að bæta ráð sitt.
■ Viktor var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir ránið. Axel Karl var dæmdurfyrir að skipuleggja innbrotið og hla t 20 á
Skrautlegur ferill Axels og Viktors
AXEL KARL GÍSLASON VIKTOR MÁR AXELSSON
g
v
o
s
u
v
n
S
B
S
VIÐS
ist s
7,8 p
við
kem
inna
Ek
sama
sem
en í á
pásk
fyrra
Sal
flokk
Ísle
Sa
dr
g vrunnar. - gb g allt við að forða sér. NORDICPHOTOS/AFP
ekin
úver-
í
ku-
a
.
af
að
R
fur
ur
.
u
ð
r
r
/pg
una:
ki
r
n
ELDGOS Töluverðar breytingar
hafa orðið á gosinu í Eyjafjalla-
jökli á síðustu dögum. Hraun-
rennsli hefur minnkað verulega
og sprengivirkni aukist til muna.
Svartur gosmökkur steig upp beint
frá gosstöðvunum í gær.
„Það er búið að vera ansi dimmt
undir Eyjafjöllunum í dag [í gær],“
segir Víðir Reynisson starfsmað-
ur almannavarnadeildar ríkislög-
reglustjóra. „Það gengur á með
dimmum öskuhryðjum auk þess
sem mikið af ösku er að fjúka.
Mökkurinn er þykkur en erfitt að
átta sig á því hversu mikið þetta
er.“
Öskufallið í gær var þó ekkert
í líkingu við það sem var þegar
mest var. „En það verður allt
grátt og skítugt, meðal annars
þar sem búið var að hreinsa til,“
segir Víðir. Fullur viðbúnaður er á
öllum vígstöðvum vegna gossins.
Í mati Veðurstofunnar og Jarð-
vísindastofnunar Háskólans á gos-
inu í gær segir að nýr fasi sé komið
í gosið. Hraun sé hætt að renna og
mestur hluti kvikunnar sundraður
í kröftugu sprengigosi. Gosmökk-
ur rísi hátt yfir gosstöðvum og
búast megi við töluverðu gjósku-
falli undan vindi. Ekkert bendi til
þess að gosi sé að ljúka.
- shá, bþs
Búast má við töluverðu gjóskufalli undan vindi úr eldgosinu í Eyjafjallajökli:
Ekkert bendir til að gosinu sé að ljúka
GOSIÐ Í EYJAFJALLAJÖKLI Sprengivirkni hefur aukist á ný og öskufallið um leið.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Englendingurinn sem lögreglan
hefur leitað að undanfarna daga
fannst látinn í Hafnarfjarðar-
höfn á sjöunda tímanum í gær-
kvöldi. Maðurinn hét Eric John
Burton.
Eric John Burton var sjötugur
Englendingur búsettur á Spáni
en átti íslenska sambýliskonu.
Lögreglan rannsakar málið.
Fannst látinn