Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.05.2010, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 07.05.2010, Qupperneq 2
2 7. maí 2010 FÖSTUDAGUR SPURNING DAGSINS Friðrik, eruð þið að bursta samkeppnisaðilana? „Já, þótt KR bursti Fram þá burstar Burstagerðin alla.“ Friðrik Hróbjartsson hefur staðið vaktina í Burstagerðinni í 45 ár. Burstagerðin er nýorðin áttræð. EVRÓPUSAMBANDIÐ Aðildarum- sókn Íslands er ekki á dagskrá ráðherraráðsfunda Evrópusam- bandsins í Brussel á mánudag- inn. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hefur afgreiðslan taf- ist vegna kosninganna í Bret- landi og Hollandi. Ekki þótti rétt að taka afstöðu til umsókn- arinnar fyrr en þeim kosning- um er báðum lokið. Bretar kusu sér þing í gær en Hollendingar ganga til kosninga 9. júní. Ólíklegt er að umsóknin verði tekin til afgreiðslu á leiðtoga- fundi sambandsins, sem verður 17. júní, enda er hún ekki á bráðabirgðadagskrá þess fundar. Næsti möguleiki er þá að hún verði tekin fyrir á næsta fundi almenna ráðherraráðsins í júlí. - gb Aðildarumsókn Íslands: Varla afgreidd fyrr en í júlí DÓMSMÁL Fyrrum forsvarsmenn Byrgisins, Guðmundur Jónsson og Jón Arnarr Einarsson, voru í gær dæmdir í fangelsi og til greiðslu sektar vegna margvíslegra lög- brota við fjármálaumsýslu Byrgisins. Guðmundur var dæmdur fyrir fjárdrátt, umboðssvik, bókhalds- brot og brot gegn lögum um tekju- skatt og staðgreiðslu opinberra gjalda. Jón Arnarr var dæmdur fyrir bókhaldsbrot og brot gegn lögum um tekjuskatt og stað- greiðslu opinberra gjalda. Guðmundur var dæmdur í níu mánaða fangelsi og til að greiða átta milljóna króna sekt. Jón Arn- arr í fjögurra mánaða skilorðs- bundið fangelsi og átta milljóna króna sekt. - bþs Byrgismenn brotlegir við lög: Borgi sextán milljónir í sekt NÍGERÍA, AP Goodluck Jonathan tók í gær formlega við embætti forseta Nígeríu, aðeins fáeinum klukku- stundum eftir að Umaru Yar‘Adua lést af völdum langvarandi veik- inda. Forsetakosningar verða í landinu á næsta ári, líklega í apríl. Jonathan var varaforseti og hafði gegnt störfum forseta í þrjá mánuði. Yar‘Adua var kosinn for- seti árið 2007, en átti þá þegar við nýrnaveikindi að stríð. Hann fór á sjúkrahús í Sádi-Arabíu í nóvem- ber og hefur ekki gegnt embættinu síðan. - gb Forseti Nígeríu látinn: Varaforsetinn er tekinn við HEILBRIGÐISMÁL „Tækjamálin eru í dag helsti veikleiki Landspítal- ans. Árum saman hefur smámun- um verið ætlað til tækjakaupa og endurnýjunar miðað við umfang starfseminnar. Ég tel að innan spítalans sé samstaða um þetta sjónarmið,“ segir Guðmund- ur Þorgeirsson, prófessor í lyf- lækningum við Háskóla Íslands og fyrr ver - andi yfirlækn- ir á hjartadeild LSH. „Þetta er búið að vera vanda- mál lengi og verður að viður- kennast að komið hafa tímar þar sem við höfum verið með öndina í hálsinum yfir því hvort gam- alt tæki endist þangað til það tekst að krafla saman peningum í endurnýjun,“ segir Guðmundur jafnframt. Á fjárlögum ársins 2010 eru 237 milljónir, auk framlaga til við- halds og nýframkvæmda, veitt- ar til tækjakaupa en þyrfti að vera milljarður á ári til eðlilegr- ar endurnýjunar. Um sömu krónu- tölu er að ræða og undanfarin ár. Öll tæki eru keypt erlendis og því hefur gengisþróun séð til þess að upphæðin hrekkur varla til kaupa á bráðanauðsynjum. Framlög til tækjakaupa og endurnýjunar hjá sambærilegum háskólasjúkrahús- um við LSH á Norðurlöndunum eru þrjú til fjögur prósent af veltu. Það jafngildir 1,2 til 1,6 milljörð- um króna í rekstri LSH. Gísli Georgsson, deildarstjóri á heilbrigðis-og upplýsingatækni- deild LSH, hélt nýlega erindi þar sem kom fram að tækjaeign LSH er um tíu milljarðar að núvirði. Ríflega 600 milljónir þarf árlega til að halda meðalaldri tækja í horfinu, sem er sjö til átta ár. Aðrar 300 milljónir þarf vegna nýrrar tækni, til dæmis kaupa á hugbúnaði. Í erindi hans kom fram að 6,5 milljörðum hefur verið varið til kaupa á lækningatækjum á síð- ustu þrem áratugum, eða rúmlega 200 milljónum að jafnaði á ári. Guðmundur segir að gjafafé hafi bjargað miklu á undanförn- um árum. Jónínusjóðurinn hafi til dæmis gegnt meginhlutverki við að endurnýja hjartaþræðing- artæki spítalans en Jónína Gísla- dóttir sem nú er látin gaf stofnféð í þann sjóð. „Sambærileg dæmi eru mýmörg og ef ekki kæmu til framlög þessara sjóða, þá veit ég ekki hvar við stæðum,“ segir Guðmundur. Hann segir að mannafli, skipu- lag þjónustu, rannsóknir, kennsla og jafnvel húsakosturinn, sem sé dreifður og óhagkvæmur, geri LSH að þeirri öflugu stofnun sem menn þekki. Það sé því úr takti að kaup og endurnýjun á tækjakosti spítalans sé háð þeim annmörkum sem raun ber vitni. svavar@frettabladid.is Tækjaskortur helsti veikleiki Landspítala Lág framlög til tækjakaupa standa Landspítalanum fyrir þrifum, segir fyrrver- andi yfirlæknir hjartadeildar. Gengisþróun veldur því að tækjakaupaféð í ár, sem er 237 milljónir, hrekkur vart fyrir allra nauðsynlegustu endurnýjunum. HJARTAÞRÆÐINGARSTOFA Fullbúinn kostar tækjabúnaður til hjartaþræðinga hátt í 100 milljónir króna. Þjóðin safnaði 44 milljónum árið 2009 til kaupa á fullkomnum tækjabúnaði til hjartaþræðinga. Biðlistar gufuðu nánast upp í kjölfarið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON GUÐMUNDUR ÞORGEIRSSON STJÓRNMÁL Sigrún Björk Jakobs- dóttir, oddviti sjálfstæðismanna á Akureyri, og eiginmaður henn- ar hafa fellt niður kaupmála sem þau gerðu í nóvember. „Það urðu mjög heiftarleg viðbrögð þegar þetta komst í hámæli. Við viljum ekki að neitt orki tvímælis og til að sýna fram á það ákváðum við að fella kaup- málann niður,“ segir Sigrún Björk. Hún segist ekki hafa verið undir þrýstingi frá samflokks- mönnum né heldur hafi hún fund- ið fyrir vantrausti í sinn garð. „Þetta vakti spurningar og þeim hef ég svarað og það er ágætt að þetta mál sé nú úr sögunni.“ Í tilkynningu frá fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins á Akureyri er stuðningi lýst við Sigrúnu Björk. - bþs Sigrún Björk Jakobsdóttir: Dró kaupmál- ann til baka DÓMSMÁL Benjamín Þór Þorgríms- son, þekktur sem Benni Ólsari, þarf að sitja í tvö ár í fangelsi samkvæmt dómi Hæstaréttar. Héraðsdómur hafði áður dæmt Benjamín í 14 mánaða fangelsi. Benjamín er sakfelldur fyrir þrjár líkamsárásir. Ein þeirra var tekin upp á myndband og sýnd í fréttaskýringaþættinum Kompás á Stöð 2. - sh Ofbeldismaður fær tvö ár: Þyngri dómur yfir Benjamín DÓMSTÓLAR Annir í Héraðsdómi Reykjavík- ur hafa leitt til þess að gögn hafa ekki bor- ist saksóknara svo taka mætti fyrir mál tveggja ofbeldismanna í Hæstarétti. Menn- irnir réðust á eldri hjón og dóttur þeirra á Suðurnesjum um helgina. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. Mennirnir voru dæmdir í fangelsi í okt- óber á síðasta ári en þeir áfrýjuðu dómnum til Hæstaréttar sem vegna anna hefur ekki getað sett það á dagskrá. Mennirnir, Viktor Már Axelsson og Axel Karl Gíslason, sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar um helgina. Hálft ár er síðan saksóknari ósk- aði eftir gögnunum frá Héraðsdómi Helgi I. Jónsson, dómstjóri Héraðs- dóms Reykjavíkur, segir að málin hafi ekki borist vegna þess fjölda áfrýjaðra sakamála sem í gangi eru. „Nú er til dæmis verið að vinna í tuttugu slíkum málum. Við höfðum samráð við ríkissaksókn- ara um hvernig við eigum að for- gangsraða,“ sagði Helgi í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gær. Ofbeldismenn ganga lausir vegna álags á dómstóla landsins: Gögn ekki borist vegna anna HROTTALEG ÁRÁS Viktor Már Axelsson og Axel Karl Gíslason sitja nú í gæslu- varðhaldi eftir hrottalega árás á mann á sjötugsaldri, konu hans og dóttur í Reykjanesbæ um helgina. LÖGREGLUMÁL Mennirnir tveir sem grunaðir eru um árás á eldri hjón og dóttur þeirra í Reykjanesbæ á mánudagskvöld hlutu í október síðastliðnum fangelsisdóma fyrir aðild sína að ráni á Barðaströnd á Seltjarnarnesi. Þeir áfrýjuðu til Hæstaréttar og hafa síðan gengið lausir. Mennirnir tveir, Viktor Már Axelsson og Axel Karl Gíslason, voru í gær úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald vegna árásarinnar. Þeir hafa ekki játað sök.Maðurinn sem ráðist var á varð verst úti. Hann nefbrotnaði, hand-leggsbrotnaði og er lemstraður um allan líkamann. Konurnar sluppu betur. Hnífur var dreginn upp í átökunum en enginn varð fyrir áverkum af honum. Mennirnir voru handteknir á gangi í nágrenninu um klukku-stund síðar. Lögreglan taldi sig þá vita hverjir höfðu verið að verki.Hjónin hafa verið í miklu áfalli síðan ráðist var á þau og vart þorað út úr húsi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Svo virðist sem árásarmennirn-ir hafi verið við hús hjónanna á mánudagskvöld til að rukka barna-barn þeirra, karlmann um tvítugt, um nokkurra tuga þúsunda króna skuld við aðra manneskju. Skuld-in mun ekki vera tilkomin vegna fíkniefnaviðskipta. Mennirnir voru sem áður segir úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarð-hald á grundvelli rannsóknarhags-muna í gær. Annar þeirra kærði úrskurðinn til Hæstaréttar.Rannsókn málsins stendur enn. Búið er að yfirheyra árásarmenn-ina og þolendurna en enn á eftir að Nýdæmdir ofbeldis- menn gengu lausirMennirnir tveir sem börðu eldri hjón í Reykjanesbæ voru dæmdir í fangelsi í október. Annar þeirra hafði rænt aldraðan úrsmið og hinn lagt á ráðin um það. Þeir hafa síðan beðið dóms Hæstaréttar og verið frjálsir ferða sinna á meðan. ■ Axel Karl komst fyrst í fréttir árið 2005, þá sextán ára gamall, fyrir að ræna starfsmanni Bónuss á Seltjarnarnesi, neyða hann með hótunum ofan í skott á bíl og krefja hann svo um 30 þúsund krónur sem maðurinn tók út úr hraðbanka. Axel var þá á skilorði. Fyrir þetta hlaut Axel tveggja ára fangelsisdóm. Hann hefur síðan verið þekktur sem yngsti mannræningi Íslandssögunnar. ■ Í mars 2007 strauk Axel frá fangavörðum þegar hann var hjá tannlækni. Hann braust inn í félagsmiðstöð og var skömmu síðar handtekinn.■ Axel hefur síðan hlotið nokkra fangelsisdóma, einkum fyrir fíkniefnabrot. Bróðir hans hefur einnig hlotið dóm fyrir að hafa ætlað að smygla 37 grömmum af hassi inn á Litla-Hraun til hans.■ Viktor var handtekinn í fyrra eftir innbrot til úrsmiðs á Barðaströnd. Þegar Viktor og félagi hans gengu óvænt í flasið á öldruðum úrsmiðnum gekk Viktor í skrokk á honum og batt hann á höndum og fótum áður en menn-irnir rændu af honum úrum og öðrum verðmætum.■ Tveimur dögum eftir að Viktor losnaði úr gæsluvarðhaldi vegna ránsins var hann handtekinn á ný fyrir tvö innbrot og úrskurðaður í síbrotagæslu. Þegar hann sat á Litla-Hrauni ræddi hann við Ísland í dag og sagðist ætla að bæta ráð sitt. ■ Viktor var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir ránið. Axel Karl var dæmdurfyrir að skipuleggja innbrotið og hla t 20 á Skrautlegur ferill Axels og Viktors AXEL KARL GÍSLASON VIKTOR MÁR AXELSSON g v o s u v n S B S VIÐS ist s 7,8 p við kem inna Ek sama sem en í á pásk fyrra Sal flokk Ísle Sa dr g vrunnar. - gb g allt við að forða sér. NORDICPHOTOS/AFP ekin úver- í ku- a . af að R fur ur . u ð r r /pg una: ki r n ELDGOS Töluverðar breytingar hafa orðið á gosinu í Eyjafjalla- jökli á síðustu dögum. Hraun- rennsli hefur minnkað verulega og sprengivirkni aukist til muna. Svartur gosmökkur steig upp beint frá gosstöðvunum í gær. „Það er búið að vera ansi dimmt undir Eyjafjöllunum í dag [í gær],“ segir Víðir Reynisson starfsmað- ur almannavarnadeildar ríkislög- reglustjóra. „Það gengur á með dimmum öskuhryðjum auk þess sem mikið af ösku er að fjúka. Mökkurinn er þykkur en erfitt að átta sig á því hversu mikið þetta er.“ Öskufallið í gær var þó ekkert í líkingu við það sem var þegar mest var. „En það verður allt grátt og skítugt, meðal annars þar sem búið var að hreinsa til,“ segir Víðir. Fullur viðbúnaður er á öllum vígstöðvum vegna gossins. Í mati Veðurstofunnar og Jarð- vísindastofnunar Háskólans á gos- inu í gær segir að nýr fasi sé komið í gosið. Hraun sé hætt að renna og mestur hluti kvikunnar sundraður í kröftugu sprengigosi. Gosmökk- ur rísi hátt yfir gosstöðvum og búast megi við töluverðu gjósku- falli undan vindi. Ekkert bendi til þess að gosi sé að ljúka. - shá, bþs Búast má við töluverðu gjóskufalli undan vindi úr eldgosinu í Eyjafjallajökli: Ekkert bendir til að gosinu sé að ljúka GOSIÐ Í EYJAFJALLAJÖKLI Sprengivirkni hefur aukist á ný og öskufallið um leið. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Englendingurinn sem lögreglan hefur leitað að undanfarna daga fannst látinn í Hafnarfjarðar- höfn á sjöunda tímanum í gær- kvöldi. Maðurinn hét Eric John Burton. Eric John Burton var sjötugur Englendingur búsettur á Spáni en átti íslenska sambýliskonu. Lögreglan rannsakar málið. Fannst látinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.