Fréttablaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 20
20 7. maí 2010 FÖSTUDAGUR
Efnahagshrunið í Grikklandi hefur teflt framtíð evrunn-
ar í tvísýnu. Þegar evran var
sett á laggirnar höfðu marg-
ir áhyggjur af því hversu lengi
hún myndi endast. Þegar allt lék
í lyndi gleymdust þær áhyggj-
ur. En spurningunni um hvern-
ig yrði brugðist við ef áfall dyndi
yfir evrusvæðið var enn ósvar-
að. Með því að festa gengið og
færa umsjón peningastefnunnar
til Seðlabanka Evrópu voru yfir-
völd í evrulöndunum svipt tveim-
ur grunnleiðum til að örva hag-
kerfið og afstýra kreppu. Hvað
gat komið í stað þeirra?
Nóbelsverðlaunahafinn Robert
Mundell setti fram kenningu um
við hvaða skilyrði einn gjaldmið-
ill gæti þrifist á stóru svæði. Evr-
ópa uppfyllti þau skilyrði ekki á
sínum tíma og gerir það ekki
enn. Fjórfrelsið svonefnda kom
á frjálsu flæði vinnuafls en ólík
tungumál og menningarmunur
komu í veg fyrir að það mynd-
aðist einn sameiginlegur vinnu-
markaður að bandarískri fyrir-
mynd.
Að bjarga banka en ekki landi
Evrópa hefur heldur engin úrræði
til að létta undir með verst
stöddu ríkjunum. Tökum Spán
sem dæmi. Þar er 20 prósenta
atvinnuleysi – rúmlega 40 pró-
sent hjá ungu fólki. Ríkið skilaði
tekjuafgangi fyrir kreppu; eftir
hrun varð fjárlagahallinn rúm
ellefu prósent af vergri lands-
framleiðslu. Samkvæmt regl-
um Evrópusambandsins verða
Spánverjar að skera niður rík-
isútgjöld, sem mun að líkindum
auka atvinnuleysi. Því meira sem
hægir á hagkerfinu þeim minni
verður efnahagsbatinn.
Margir vonuðu að harmleikur-
inn í Grikklandi færði ráðamönn-
um heim sanninn um að evran
er ekki gjaldmiðill til framtíð-
ar nema til komi enn umfangs-
meira samstarf (þar á meðal
fjárhagsaðstoð). En í Þýskalandi
eru stjórnvöld (og stjórnlagadóm-
stóllinn þar í landi) á móti því að
veita Grikkjum þá aðstoð sem
þeir þarfnast.
Þessi afstaða kom mörgum á
óvart, jafnt innan Grikklands
sem utan: eftir að mörgum millj-
örðum hafði verið eytt í að bjarga
bönkum frá falli virtist ekki hægt
að koma ellefu milljóna þjóð til
bjargar. Og það er ekki eins og
um neyðaraðstoð hefði verið að
ræða; þegar háum upphæðum var
dælt í tryggingarisann AIG voru
litlar líkur á því að þeir pening-
ar myndu skila sér aftur. Allar
líkur eru aftur á móti á því að lán
til Grikklands á sanngjörnum
vöxtum yrði endurgreitt.
Vondir kostir
Nokkur óskýr tilboð og loðin lof-
orð voru lögð fram til að koma ró
á markaðinn en án árangurs. Rétt
eins og Bandaríkin klömbruðu
saman efnahagsáætlun fyrir
Mexíkó í samstarfi við AGS og
sjö stærstu iðnríkin fyrir fimmt-
án árum, hafa ESB og AGS sett
saman áætlun fyrir Grikkland.
Spurningin var hvaða skilyrði
ætti að setja Grikkjum og hversu
mikil öndverðu áhrifin yrðu.
Fyrir minni lönd innan ESB er
lærdómurinn skýr: ef þau vinna
ekki á fjárlagahallanum er hætta
á árás frá spákaupmönnum og
lítil von á nægjanlegri aðstoð
frá nágrannaríkjum, að minnsta
kosti ekki án strangra krafna um
niðurskurð sem hafa gagnstæð
áhrif. Ef Evrópuríkin fara þessa
leið mun hagkerfi þeirra líklega
veikjast og það bitnar á efnahags-
batanum um allan heim.
Alþjóðlegt samhengi
Það er gagnlegt að líta á vanda
evrunnar í alþjóðlegu samhengi.
Bandaríkin hafa kvartað yfir
miklum viðskiptaafgangi Kín-
verja. Miðað við verga lands-
framleiðslu er viðskiptaafgangur
Þjóðverja aftur á móti mun meiri.
Segjum sem svo að gengi evrunn-
ar hafi verið miðað við að nokk-
urt jafnvægi ríkti í viðskiptum á
evrusvæðinu. Þá þýðir viðskipta-
afgangur Þjóðverja viðskipta-
halla hjá öðrum Evrópulöndum.
Sú staðreynd að þessi lönd flytja
meira inn en út veikir hagkerfi
þeirra.
Bandaríkin hafa kvartað yfir
því að Kínverjar leyfi júaninu
ekki að styrkjast gagnvart doll-
aranum á fljótandi gengi. En
út af evrunni styrkist gengið í
Þýskalandi ekki gagnvart öðrum
löndum á evrusvæðinu. Ef geng-
ið í Þýskalandi styrktist myndi
draga úr útflutningi og það myndi
reyna á efnahagsstefnu landsins,
þar sem höfuðáhersla er lögð á
útflutning. Í öðrum Evrópuríkj-
um myndi útflutningur að sama
skapi aukast, sem og verg lands-
framleiðsla og það drægi úr
atvinnuleysi.
Þýskaland lítur (eins og Kína) á
ríkissparnað og viðskiptaafgang
sem dyggð en ekki löst. John
Maynard Keynes benti hins vegar
á að viðskiptaafgangur leiðir til
minnkandi eftirspurnar eftir
vörum og þjónustu á heimsvísu –
lönd með mikinn viðskiptaafgang
hefðu „neikvæð ytri áhrif“ á við-
skiptalönd þeirra. Keynes hélt því
jafnvel fram að hagsæld heims-
ins stafaði meiri hætta af lönd-
um með mikinn viðskiptaafgang,
frekar en þeim þar sem viðskipta-
halli var við lýði. Hann gekk svo
langt að leggja til að viðskipta-
afgangur ríkja yrði skattlagður.
Hvað er til ráða?
Félagslegar og efnahagslegar
afleiðingar núverandi kerfis ættu
að vera með öllu ólíðandi. Lönd
sem glíma við himinháan við-
skiptahallla eftir hrun ættu ekki
að vera neydd í vítahring – eins
og gert var við Argentínu fyrir
áratug.
Ein tillaga gengur út á að löndin
sem um ræði komi sér upp ígildi
gengisfellingar – með öðrum
orðum dulbúna launalækkkun.
Þetta er ógjörningur að mínu mati
og hefði alltof neikvæðar afleið-
ingar, með tilheyrandi spennu og
samfélagsróstri.
En til er önnur lausn: að Þýska-
land gangi úr myntsamstarfinu
eða að evrusvæðinu yrði skipt í
tvö svæði. Evran var áhugaverð
tilraun. En eins og hið næstum
gleymda ERM-kerfi á undan sem
liðaðist í sundur þegar spákaup-
menn réðust á breska pundið árið
1992, skortir hana almennileg-
an, stofnanalegan bakhjarl til að
virka sem skyldi.
Enn önnur leið er líka til og er
mögulega vænlegust til árang-
urs: að innleiða þær stofnanalegu
umbætur, þar með talið regluverk
fyrir ríkisútgjöld, sem hefði þurft
að innleiða þegar evrunni var ýtt
úr vör.
Það er ekki of seint fyrir Evr-
ópu að gera þessar umbætur og
uppfylla hugsjónina um samein-
aða Evrópu, sem lá að baki evr-
unni. Reynist það Evrópu ofraun
er aftur á móti kannski best að
játa ósigur frekar en að bíta
úr nálinni með atvinnuleysi og
minnkandi lífsgæðum af völdum
gallaðrar efnahagsstefnu.
©Project Syndicate.
Millifyrirsagnir eru blaðsins.
Er evrunni viðbjargandi?
Evran
Joseph
Stiglitz
Nóbelsverðlaunahafi í
hagfræði
En til er önnur lausn: að Þýskaland
gangi úr myntsamstarfinu eða að
evrusvæðinu yrði skipt í tvö svæði.
Allir þeir sem áhuga hafa á skíðaíþróttinni vita að síðasti
vetur var einn sá allra versti sem
við skíðaáhugamenn á suðvestur-
horninu höfum upplifað. Skálafell
opnaði aldrei og Bláfjöll voru ein-
ungis opin í fjóra daga. Fjóra daga.
En það vita líka þeir sem hafa ein-
hvern áhuga á skíðaíþróttinni að
ekki er eitt einasta skíðasvæði
sem er í sambærilegri hæð í Evr-
ópu rekið án snjóframleiðslu. Þetta
vita þeir líka fyrir norðan. Það er
snjóframleiðsla í Hlíðarfjalli, það
er snjóframleiðsla á Dalvík, það
er snjóframleiðsla í Tindastól en
ekki í Reykjavík. Spyrja má hvað
við erum að gera með skíðasvæði
sem ekki hefur snjó?
Við getum engu ráðið um veðr-
ið, hvorki hér í Reykjavík né ann-
ars staðar. Skíðasvæði hafa verið
byggð upp víða um land og þau hafa
verið byggð upp þar sem aðstæður
voru heppilegar með tilliti til snjóa-
laga í venjulega árferði og aðgengi
almennings. Á undanförnum árum
hafa orðið töluverðar breyting-
ar og þar sem áður voru annálað-
ar snjóakistur eru nú berrassaðir
balar vetur eftir vetur. Þetta vanda-
mál er vel þekkt víða um heim og
lausnin á vandamálinu er einnig
vel kunn. Snjóbyssur eru notaðar
til að framleiða snjó á nær öllum
stærri skíðasvæðum í Evrópu og
Ameríku. Þetta er gert til að lengja
skíðatímabilið og tryggja öruggan
skíðasnjó allt tímabilið, því þar eins
og hérlendis geta komið hlýviðris-
kaflar á miðjum vetri.
Snjóframleiðsla nauðsynleg
Fyrir nokkrum árum fór hópur
Akureyringa til Austurríkis að
kynna sér snjóframleiðslu á þekktu
skíðasvæði. Það vildi svo ein-
kennilega til að þegar þeir komu
til Austurríkis var allt á kafi í snjó
og för þeirra seinkaði vegna þess
en loksins komust þeir á áfanga-
stað. Þeir spurðu forstöðumann
skíðasvæðisins að því hvort skyn-
samlegt væri að framleiða snjó
og hann svaraði „only idiots don´t
make snow“. Eftir þessa heimsókn
voru Akureyringar sannfærðir um
að snjóframleiðsla væri nauðsyn-
leg ef skíðasvæðið í Hlíðarfjalli
ætti að eiga einhverja framtíð
fyrir sér enda höfðu undangengnir
vetur verið skíðamönnum þar erf-
iðir. Snjóframleiðsla hófst í Hlíðar-
fjalli árið 2005 og hefur farið vax-
andi síðan. Nú er snjóframleiðsla
í Hlíðarfjalli talin nauðsynleg og
þar hefur varla fallið úr dagur
vegna snjóleysis á undanförnum
árum. Skíðatímabilið hefur verið
lengt og stendur frá því seint í
nóvember til loka apríl.
Bláfjöll og Skálafell
Hvers vegna er ekki snjófram-
leiðsla á skíðasvæðum höfuðborg-
arsvæðisins? Á undanförnum
árum hafa orðið miklar breytingar
á skíðasvæðunum í Bláfjöllum og
Skálafelli og miklir fjármunir voru
lagðir í öryggismál, nýjar lyftur í
Bláfjöllum, snjógirðingar o.fl. en
því miður hefur snjóinn oft vantað.
Þeir peningar sem hafa verið sett-
ir í þessa uppbyggingu nýtast ekki
ef enginn er snjórinn. Það má líkja
þessu ástandi á skíðasvæðunum við
að allar sundlaugarnar okkar væru
hafðar tómar og stólað væri á rign-
ingarvatn ef fólk vildi koma þangað
og synda. Bæði í Skálafelli og Blá-
fjöllum er fullkominn útbúnaður og
starfsfólk á vakt og tilbúið að fanga
hvert einasta snjókorn sem fellur í
nágrenni við skíðasvæðið. Það bara
dugar ekki til. Ef á að nýta þá fjár-
festingu sem þegar hefur verið sett
í skíðasvæðin verður að hefja snjó-
framleiðslu. Veðurfarsmælingar
sýna að á síðastliðnum vetri hefðu
veðurskilyrði verið hagstæði í um
35% tímabilsins frá lokum nóvem-
ber til loka mars til þess að fram-
leiða snjó. Hagstæðasti tíminn var
í desember og gera má ráð fyrir
að framleiðslan þá hefði dugað til
að halda skíðasvæðunum opnum í
hlýindunum í janúar. Gera má ráð
fyrir að snjóframleiðsla í tiltölulega
fáa daga þurfi til að halda skíða-
svæðunum opnum allt tímabilið.
Fjölskylduíþrótt
Í vetur fór ég og fjölmargir aðrir
skíðamenn á höfuðborgarsvæðinu
norður helgi eftir helgi og eyddum
sparipeningnum í bensín, mat, gist-
ingu, sund og fleira fyrir norðan.
Já, við skíðamenn berum ábyrgð á
því að spæna upp malbikið og við
eigum líka þátt í því að efla ferða-
þjónustuna á Norðurlandi yfir
vetrarmánuðina.
Er ekki kominn tími til að ljúka
verkinu og hefja snjóframleiðslu?
Þá er hægt að hafa skíðasvæði
höfuðborgarsvæðisins opin og hafa
arð af þeirri fjárfestingu sem lögð
hefur verið í þau. En þetta snýst
ekki bara um fjárfestingu í tækj-
um og tólum. Skíðaíþróttin er ein
af fáum íþróttagreinum sem öll
fjölskyldan getur stundað saman,
á sama tíma og sama stað. Gott
skíðasvæði í nágrenni höfuðborg-
arsvæðisins eflir og styrkir skíða-
íþróttina, útivist almennings og
ferðaþjónustu.
Lesið í snjóinn sem aldrei kom
Skíðaiðkun
Anna Laufey
Sigurðardóttir
formaður skíðadeildar
KR
Það má líkja þessu ástandi á skíða-
svæðunum við að allar sundlaugarnar
okkar væru hafðar tómar og stólað
væri á rigningarvatn ef fólk vildi koma
þangað og synda.
Aðalfundur Bakkavör Group ehf. verður haldinn föstudaginn
14. maí nk. kl. 10:00 á Hótel Sögu, Hagatorgi, 107 Reykjavík.
Eftirtalin mál eru á dagskrá fundarins samkvæmt
samþykktum félagsins:
1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið ár.
2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár, ásamt áritun
endurskoðanda, lagður fram til samþykktar.
3. Ákvörðun um greiðslu arðs og jöfnun taps fyrir síðastliðið
reikningsár.
4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna.
5. Kosning stjórnar félagsins samkvæmt 17 gr. samþykkta
félagsins.
6. Kosning endurskoðunarfélags.
7. Tillögur stjórnar um starfskjarastefnu.
8. Önnur mál.
Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins munu
liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis sjö
dögum fyrir aðalfund. Hluthafar sem óska eftir að fá endanlegar
tillögur og dagskrá sendar geta sent tölvupóst á
fjarfestatengsl@bakkavor.com
Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi skulu vera
komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir
aðalfund. Sérstaklega er bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á
sér til setu í stjórn félagsins skulu tilkynna það skriflega til
stjórnar félagsins að minnsta kosti fimm sólarhringum fyrir
upphaf aðalfundar. Upplýsingar um framboð til stjórnar skulu
vera aðgengilegar hluthöfum á skrifstofu félagsins eigi síðar en
tveimur dögum fyrir aðalfund.
Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á
aðalfundardaginn frá kl. 9:00 á fundarstað. Athygli er vakin á að
atkvæðisréttur miðast við hluthafaskrá að morgni 12. maí 2010.
Reykjavík 6. maí 2010
Stjórn Bakkavör Group ehf.
Aðalfundur Bakkavör Group ehf.