Fréttablaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 34
8 föstudagur 7. maí Slétt hár og toppar virðast hafa fallið í valinn fyrir mun rómantískari hártísku í vor og sumar. Á tískupöllunum var hár gjarnan sett upp, annaðhvort í sixtís-túberingar eða meira gamaldags greiðslur, rómantískir liðir voru vinsælir og hárskraut hefur aldrei verið meira áber- andi. Tískuþenkjandi stjörn- ur hafa einmitt skartað ýmiss konar hárskrauti að undanförnu en einnig eru fléttur, tíkarspen- ar og hnútar vinsælir. Af nógu er að taka af hárskrauti í versl- unum Reykjavíkur en íslensk- ir hönnuðir hafa verið iðnir við að skapa fallega hluti af ýmsum toga. Sem dæmi um gullfallega fylgihluti í hárið má nefna skart frá Thelmu, Hildi Yeoman, Önnu S o f f í u o g Varius. - amb HÁRTÍSKAN Í VOR: Rómantískir lokkar og fallegt hárskraut Fjaðrir Íslenska hönnunarteymið Varius gerir töff og örlítið gotneskt hárskraut úr hrafnsfjöðrum. Blóm Anna Soffía gerir gullfalleg hár- bönd úr ýmsum efnum sem eru fáanleg í versluninni Rokk og rósir. Fallegar fléttur Dóttir Bobs Geld- of, Peaches, ásamt vinkonu sinni Cori Kennedy á tískuvikunni í París. Peaches skartar fléttum og blómum í hárinu. Kisulórusamfestingar eru heila málið í sumar en fjöldinn allur af hönn- uðum sýndi þá í margvíslegum útgáfum bæði fyrir vor og sumar og næsta haust og vetur. Franska tískudrottningin Sonia Rykiel virðist sér- staklega hrifin af þessari praktísku flík en hún var bæði með dásamlega víða blómasamfestinga og khaki-litaða „safari“ samfestinga fyrir vorið. Á sýningum fyrir haust og vetur sýndi hún svo kynþokkafulla röndótta samfestinga í Rykiel-litapallettunni. Breski hönnuðurinn Richard Nicoll gerði skemmtilega samfestinga úr flaueli í fallegum bláum og vínrauð- um tónum og eins valdi bandaríski hönnuðurinn Charlotte Ronson bláa litinn á samfestinga sem voru eins og skyrta að ofan. - amb SAMFESTINGAR Í SUMAR: VÍÐ SNIÐ OG SKEMMTILEG EFNI Belti Dökkblár samfestingur með hnöppum frá Charlotte Ronson. Sumarlegt Fallegur ljós- brúnn samfest- ingur með hlýr- um frá Soniu Rykiel. Harem-fíl- ingur Falleg- ur blár flauels- samfesting- ur með dálítið arabísku sniði frá Richard Nicoll. Praktískt Grágrænn samfesting- ur frá Soniu Rykiel. Rendur Prjónað- ur samfestingur fyrir veturinn frá Soniu Rykiel. Gamaldags Thelma er víðfræg fyrir hárspangir sínar. Hér er ein í barokkstíl sem er ein- staklega falleg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.