Fréttablaðið - 07.05.2010, Side 34

Fréttablaðið - 07.05.2010, Side 34
8 föstudagur 7. maí Slétt hár og toppar virðast hafa fallið í valinn fyrir mun rómantískari hártísku í vor og sumar. Á tískupöllunum var hár gjarnan sett upp, annaðhvort í sixtís-túberingar eða meira gamaldags greiðslur, rómantískir liðir voru vinsælir og hárskraut hefur aldrei verið meira áber- andi. Tískuþenkjandi stjörn- ur hafa einmitt skartað ýmiss konar hárskrauti að undanförnu en einnig eru fléttur, tíkarspen- ar og hnútar vinsælir. Af nógu er að taka af hárskrauti í versl- unum Reykjavíkur en íslensk- ir hönnuðir hafa verið iðnir við að skapa fallega hluti af ýmsum toga. Sem dæmi um gullfallega fylgihluti í hárið má nefna skart frá Thelmu, Hildi Yeoman, Önnu S o f f í u o g Varius. - amb HÁRTÍSKAN Í VOR: Rómantískir lokkar og fallegt hárskraut Fjaðrir Íslenska hönnunarteymið Varius gerir töff og örlítið gotneskt hárskraut úr hrafnsfjöðrum. Blóm Anna Soffía gerir gullfalleg hár- bönd úr ýmsum efnum sem eru fáanleg í versluninni Rokk og rósir. Fallegar fléttur Dóttir Bobs Geld- of, Peaches, ásamt vinkonu sinni Cori Kennedy á tískuvikunni í París. Peaches skartar fléttum og blómum í hárinu. Kisulórusamfestingar eru heila málið í sumar en fjöldinn allur af hönn- uðum sýndi þá í margvíslegum útgáfum bæði fyrir vor og sumar og næsta haust og vetur. Franska tískudrottningin Sonia Rykiel virðist sér- staklega hrifin af þessari praktísku flík en hún var bæði með dásamlega víða blómasamfestinga og khaki-litaða „safari“ samfestinga fyrir vorið. Á sýningum fyrir haust og vetur sýndi hún svo kynþokkafulla röndótta samfestinga í Rykiel-litapallettunni. Breski hönnuðurinn Richard Nicoll gerði skemmtilega samfestinga úr flaueli í fallegum bláum og vínrauð- um tónum og eins valdi bandaríski hönnuðurinn Charlotte Ronson bláa litinn á samfestinga sem voru eins og skyrta að ofan. - amb SAMFESTINGAR Í SUMAR: VÍÐ SNIÐ OG SKEMMTILEG EFNI Belti Dökkblár samfestingur með hnöppum frá Charlotte Ronson. Sumarlegt Fallegur ljós- brúnn samfest- ingur með hlýr- um frá Soniu Rykiel. Harem-fíl- ingur Falleg- ur blár flauels- samfesting- ur með dálítið arabísku sniði frá Richard Nicoll. Praktískt Grágrænn samfesting- ur frá Soniu Rykiel. Rendur Prjónað- ur samfestingur fyrir veturinn frá Soniu Rykiel. Gamaldags Thelma er víðfræg fyrir hárspangir sínar. Hér er ein í barokkstíl sem er ein- staklega falleg.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.