Fréttablaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 7. maí 2010 21
Fjöldi þeirra sem eru án atvinnu á Íslandi er í sögulegu
hámarki um þessar mundir og er
þessi staða framandi fyrir flesta
Íslendinga þar sem atvinnustig í
landinu hefur verið mjög hátt um
langan tíma. Áhrifin af langtíma-
atvinnuleysi, á bæði starfsgetu og
félagslega stöðu fólks, geta verið
mikil ef ekki er brugðist við og
leitað leiða til að viðhalda virkni
og starfsgetu. Í þessari grein er
ætlunin að kynna þá þjónustu
sem Reykjavíkurborg býður á
þjónustumiðstöðvum fyrir ein-
staklinga sem eru án bótaréttar
og eiga rétt á fjárhagsaðstoð.
Viðhorfið skiptir miklu máli
Það er ekki alltaf hægt að velja
aðstæður en það er hægt að velja
viðhorf til þeirra aðstæðna sem
upp koma. Í dag gengur þjóð-
in í gegnum kreppu og er komin
í aðstæður sem hún hefur ekki
valið sér. Viðhorf til þessara
breyttu aðstæðna getum við
hins vegar valið okkur. Í nýjum
aðstæðum geta falist tækifæri
til þess að gera hluti sem mann
hefur alltaf langað til að gera en
ekki haft tíma eða tækifæri til.
Dæmi um þetta gætu verið að
fara í nám, sinna fjölskyldu og
áhugamálum betur eða taka þátt
í félags- og sjálfboðaliðastarfi.
Viðbrögð okkar og viðhorf geta
gegnt lykilhlutverki í því hvern-
ig við komum sterkari út úr þessu
ástandi þegar því lýkur.
Atvinnuleit og virkni
Það er mikilvægt fyrir þá sem
eru án atvinnu að viðhalda virkni
sinni til þess að koma í veg fyrir
afleiðingar sem geta fylgt því að
vera án atvinnu yfir lengri tíma.
Að hafa markmið og hlutverk í
samfélaginu er okkur öllum mik-
ilvægt. Þess vegna er ákjósan-
legast að fara strax af stað, líta í
kringum sig og koma auga á þau
tækifæri sem standa atvinnuleit-
endum til boða.
Virkniráðgjafar
Reykjavíkurborg hefur ráðið
sex virkniráðgjafa sem starfa á
þjónustumiðstöðvum borgarinn-
ar. Hlutverk þeirra er að aðstoða
og leiðbeina atvinnuleitendum,
sem ekki eiga bótarétt hjá Vinnu-
miðlun, um hvernig þeir geta við-
haldið og jafnvel bætt starfsgetu
og færni sína. Hluti af þjónustu
virkniráðgjafa er að aðstoða
atvinnuleitendur við að búa sér
til persónulega virkniáætlun.
Við gerð áætlunarinnar kemur
atvinnuleitandinn á framfæri
því sem hann telur vera heppileg-
ustu virkni fyrir sig og ráðgjaf-
inn leggur til úrræði sem koma
til móts við það. Auk þessa getur
virkniáætlun viðhaldið reglusemi
sem er okkur svo mikilvæg og
komið í veg fyrir að óregla kom-
ist á svefn og jafnvel mataræði.
Kynningarnámskeið
Öllum atvinnuleitendum sem eiga
rétt á fjárhagsaðstoð frá Reykja-
víkurborg er boðið á kynningar-
námskeið. Nú þegar hafa verið
haldin tvö slík námskeið og hafa
sótt þau um sjötíu einstakling-
ar. Á þeim er farið yfir möguleg-
ar óæskilegar afleiðingar þess
að vera án atvinnu og leiðir til
að koma í veg fyrir þær. Þá eru
kynntar reglur um fjárhagsaðstoð
Reykjavíkurborgar, réttindi og
skyldur. Kynnt eru úrræði og
stuðningur sem atvinnuleitend-
um stendur til boða og þátttak-
endum námskeiðsins er að lokum
boðið að koma í einstaklingsvið-
tal til virkniráðgjafa á þjónustu-
miðstöð í sínu hverfi. Þátttakend-
ur gera mat í lok hvers námskeiðs
og í stuttu máli má segja að það
hafi mælst mjög vel fyrir meðal
þeirra.
Úrræðin
Fjölmörg úrræði standa atvinnu-
leitendum til boða og má þar
nefna Rauðakross-húsið og Hlut-
verkasetur sem eru öllum opin
og þar er boðið upp á fjölda nám-
skeiða og verkefna sem ætlað er
að stuðla að virkni og auka færni
atvinnuleitenda.
Reykjavíkurborg hefur sett
á laggirnar átta ný úrræði og
námskeið fyrir þá sem eiga rétt
á fjárhagsaðstoð og eru án bóta-
réttar.
Námskeiðin eru fjölbreytt og
þar ættu allir að geta fundið sér
námskeið við hæfi.
Allar skúrir styttir upp um síðir
Atvinnuleitendur, sem ekki eiga
rétt á atvinnuleysisbótum, eru
eindregið hvattir til að leita til
virkniráðgjafa á þjónustumið-
stöð í sínu hverfi. Þar er hægt
að fá stuðning og leiðbeiningar
til að fást við þá stöðu að vera án
atvinnu, stöðu sem er framandi
fyrir marga.
Hvatning til atvinnuleitenda í Reykjavík
Atvinnuleysi
Þórarinn
Þórsson
félagsráðgjafi
Að hafa markmið og hlutverk í
samfélaginu er okkur öllum mikil-
vægt. Þess vegna er ákjósanlegast
að fara strax af stað, líta í kring-
um sig og koma auga á þau tækifæri sem standa
atvinnuleitendum til boða.