Fréttablaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 62
42 7. maí 2010 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. sléttur, 6. rún, 8. ringulreið, 9. óvild, 11. rykkorn, 12. óróleg, 14. vera í vafa, 16. verslun, 17. gerast, 18. pota, 20. tveir, 21. rifa. LÓÐRÉTT 1. hallærislegur, 3. ólæti, 4. fjarlægð, 5. lík, 7. flugeldur, 10. meðal, 13. flan, 15. límband, 16. nafar, 19. tvíhljóði. LAUSN LÁRÉTT: 2. jafn, 6. úr, 8. tjá, 9. kal, 11. ar, 12. ókyrr, 14. efast, 16. bt, 17. ske, 18. ota, 20. ii, 21. rauf. LÓÐRÉTT: 1. púkó, 3. at, 4. fjarski, 5. nár, 7. raketta, 10. lyf, 13. ras, 15. teip, 16. bor, 19. au. „Pete er búinn að vera að taka mikið upp hjá mér. Ég er einmitt að fara að taka hann upp eftir klukkutíma. Hann er eldhress,“ segir Hafnfirðingurinn Sveinn M. Jónsson. Sveinn er yfirupptökustjóri í Great Eastern-hljóðverinu í Lond- on og hefur tekið upp efni með hljómsveitum á borð við The Hor- rors, White Lies og Babyshambles. Sú síðastnefnda er leidd af vand- ræðagemlingnum Pete Doherty, sem er um þessar mundir að taka upp nýtt efni undir stjórn Sveins og félaga hans, Teits Árnasonar. „Þetta er allt öðruvísi tónlist en hann hefur verið að gera. Þetta er svona amerísk fólk-tónlist,“ segir Sveinn um lögin sem Pete samdi ásamt Alan Wass, félaga sínum til margra ára. „Þeir hafa verið að flytja þetta lag sem ég er að taka upp og pródúsera fyrir þá. Ég spila líka á gítar í laginu. Pete er ánægð- ur með okkur og það lítur út fyrir að samstarfið haldi áfram og hann verði með annan fótinn hérna.“ Pete Doherty er gríðarlega umdeildur maður, en Sveinn segir fjölmiðla hafa gefið mjög ranga mynd af honum. „Pete er í raun algjört ljúfmenni og fluggáfað- ur,“ segir hann. „Hann er alltaf með stóra og þykka bók með sér sem hann skrifar í pælingar, hug- myndir og ljóð. Það er líka mjög gaman að tala við hann. Hann er mikill heimspekingur í sér og virð- ist vera með ákveðinn skilning á lífinu og öllu í kringum sig.“ En er hann með krakkpípuna í hljóðverinu? „(Hlær) Í viðskiptum og rekstri ríkir ákveðið traust milli við- skiptavinar og rekstraraðila. Við leyfum honum að gera sína músik og við auglýsum ekki það sem hann gerir hjá okkur,“ segir Sveinn. „Hann er tónlistarmaður inn að beini og vill einbeita sér að því. Þegar hann kemur til okkar er hann ekki í neinu rugli. Þetta er vinnan hans.“ Sveinn lærði upptökustjórn í Glasgow, þar sem hann bjó í tvö ár. Hann flutti svo til London og tók við stjórn hljóðversins úr hönd- um upptökustjóra sem hafði misst áhugann á starfi sínu. Hann hefur haft nóg fyrir stafni frá því að hann tók við og tekið upp með stór- um nöfnum. „Þetta er búið að vera hálfgert ævintýri síðustu sex ár og ég hugsa að maður verði hérna eitthvað áfram,“ segir Sveinn. atlifannar@frettabladid.is SVEINN M. JÓNSSON: PETE ER ALGJÖRT LJÚFMENNI OG HEIMSPEKINGUR STÝRIR UPPTÖKUM Á NÝJU EFNI MEÐ PETE DOHERTY VIÐ STJÓRNBORÐIÐ Sveinn hefur gert það gott í London. Hann er yfirupptökustjóri Great Eastern-hljóðversins og hefur tekið upp efni með hljómsveitum á borð við The Horrors, White Lies og Babyshambles. ■ Pete Doherty stofnaði hljómsveitina The Liberti- nes ásamt Carl Barât árið 1997. ■ Hún varð gríðarlega vinsæl í Bretlandi árið 2002 í kjölfar plötunnar Up the Bracket, en hætti tveimur árum síðar. ■ Pete hefur oft komist í fréttir vegna dópneyslu sinnar og oft farið fyrir rétt vegna vörslu fíkniefna. ■ Hann var trúlofaður ofurfyrirsætunni Kate Moss árið 2007, en þau hættu saman seinna sama ár. ■ Hljómsveitin Babyshambles, sem Pete leiðir í dag, átti að koma fram á Iceland Airwaves árið 2005, en röð frétta af óreglu hans hindruðu það. 5 STAÐREYNDIR UM PETE DOHERTY Hljómsveitin Who Knew hélt útgáfu- tónleika á Sódómu á miðviku- dagskvöld við góðar undirtektir aðdáenda sinna. Tvísýnt var hvort plata hljómsveitarinnar, Bits And Pieces Of A Major Spectacle, kæm- ist til landsins fyrir tónleikana vegna eldgossins í Eyjafjallajökli, en platan lenti og var í boði á tónleikunum. Á meðal gesta voru Sigurður Guð- mundsson úr Hjálmum og bróðir hans, Guðmundur Óskar úr Hjaltalín. Högni Egilsson, hljóm- sveitarfélagi hans, var einnig mættur ásamt umboðsmanninum og útgáfumógúlnum Stein- þóri Helga Arnsteins- syni … Útvarpsmaðurinn Ágúst Bogason og félagar í Jan Mayen hituðu upp fyrir Who Knew og voru afar hressir. Fótboltaáhugamenn á staðnum ráku upp stór augu þegar þeir sáu að Ágúst var klæddur í Tottenham- bol, en liðið hafði fyrr um kvöldið tryggt sér fjórða sæti ensku úrvals- deildarinnar. Hingað til hefur verið talið að Ágúst sé harður stuðnings- maður Liverpool, en menn lögðu saman tvo og tvo og komust að því að hann var að heiðra föður sinn, fréttamanninn Boga Ágústsson. Hann er einn dyggasti stuðn- ingsmaður Tottenham á Íslandi og mætti með Tottenham-bindi í vinnuna á RÚV í gær. Og meðan rigningin dynur á fögru eyjunni okkar þá er fyrirsætan Ingi- björg Egilsdóttir stödd í sólinni á eyjunni St. Croix í Karíbahafinu þar sem hún tekur þátt í tískuviku eyjunnar. Fréttablaðið sagði frá ferðalagi hennar fyrr á árinu, en ferðin til St. Croix er fyrri af tveimur ferðum í Karíbahaf- ið sem henni stendur til boða í sumar. Ingibjörg verður út vikuna í myndatökum, alls kyns upptökum og endar á glæsilegri tískusýn- ingu. - afb FRÉTTIR AF FÓLKI Forsetafrúin Dorrit Moussaeiff er farin að hjálpa til við öskusölu matvöruvefjarins Nammi.is. Hún hringdi í dálkahöfund New York Post, Cindy Adams, og bað hana að segja frá öskusölunni á íslenska vefnum. Adams grein- ir frá þessu í nýjasta pistli sínum. „Forseta- frúin og ég erum miklir vinir. Hún bauð mér í hádegismat þegar ég var í Reykjavík í júlí fyrir ári síðan og svo snæddum við saman í íbúðinni minni í september síðastliðnum,“ hefur Adams pistilinn sinn á. Dorrit mun hafa hringt í Adams og sagt við hana: „Veistu, það eru tveir menn sem reka sæl- gætisverslun á vefnum og þeir eru farnir að selja ösku fyrir tuttugu dollara. Þú færð hana í flösku og þeir senda hana til þín,“ er lausleg þýðing á símaspjalli Dorritar og Cindy sem birt er á vef New York Post. Cindy spyr Dorrit af hverju í ósköpunum mennirnir hafi ekki nefnt heimasíðuna sína „Iceland Volcano Ash“ þannig að allir myndu skilja hvað væri þarna á seyði. Dorrit svarar að bragði, enda ekki þekkt fyrir að láta slá sig út af laginu: „Hvernig á ég að vita það? Hver skilur eitthvað í því sem er í gangi um þessar mundir?“ Að loknu þessu stutta spjalli spyr Cindy forsetafrúna hvar hún hafi verið þegar eldgosið hófst. „Eiginmaðurinn var í Reykjavík og ég var komin til Dan- merkur enda ætluðum við bæði að vera viðstödd afmælishátíð drottningarinnar þar. Hann komst ekki í flug þannig að ég varð að láta mér nægja að klæðast alltof litlum kjólum þar sem hann var með gala- klæðnaðinn minn,“ á Dorrit að hafa sagt ef marka má New York Post. - fgg Forsetafrúin styður öskusölu í New York SELUR ÖSKUNA Dorrit Moussaeiff virðist ákaflega hrifin af framtaki vefsíðunnar Nammi.is sem selur ösku úr Eyjafjallajökli. Hún kynnti vefinn í samtali við New York Post. Eva Vestmann stundar BA-nám í grafískri hönnun við Central St. Martins-skólann í London. Hún sigraði nýverið í hönnunar- keppni á vegum SonyMusic þar sem nemendur skólans hönnuðu veggverk í nýtt skrifstofuhúsnæði fyrirtækisins. Eva er að ljúka fyrsta skólaári sínu við Central St. Martins og segir hún námið bæði skemmtilegt og krefjandi, enda sé skólinn einn sá virtasti í Evrópu. Áður stundaði hún nám í almennri hönnun við Tækniskól- ann í Reykjavík auk þess sem hún lærði ljósmyndun í Ljósmynda- skóla Sissu. „Skólinn vinnur náið með ýmsum fyrirtækjum þar sem fyrirtækin efna gjarnan til sam- keppni um ýmis verkefni, líkt og SonyMusic gerði. Nemendur verða þó að vinna verkið utan skóla en sigurvegarinn fær pening að laun- um sem kemur sér auðvitað mjög vel fyrir blankan námsmann,“ útskýrir Eva. Hún segir SonyM- usic hafa óskað eftir veggverki sem fjallaði á einhvern hátt um sögu fyrirtækisins, en það hefur verið starfrækt allt frá árinu 1889. „Ég ákvað að nota tilvitnan- ir frá ýmsum listamönnum sem höfðu verið á mála hjá fyrirtæk- inu í gegnum tíðina svo úr varð stórt textaverk, þessu blandaði ég svo saman við skuggamyndir af listamönnunum. Skuggamyndirn- ar eru inni í litríkum hringjum, en ég tengi hringformið einmitt mikið við tónlist þar sem vínyl- og geislaplötur eru hringlaga. Textarnir sem ég styðst við eru ekki lagatextar heldur tilvitnan- ir sem listamennirnir hafa látið falla við ýmis tækifæri þannig það fór mikil rannsóknarvinna í þetta verkefni,“ segir Eva, en hún tók tilvitnanir frá tónlistarmönn- um á borð við Frank Sinatra, Elvis Presley, Bruce Springsteen og Keshu. Að sögn Evu er stutt síðan úrslitin voru tilkynnt og því er enn ekki búið að setja verkið upp og veit hún ekki með vissu hvenær það verður gert. Eva hyggst dvelja í London næstu tvö árin en segir fram- tíðina enn óráðna, hana langi þó mikið í framhaldsnám. „Þetta á allt eftir að koma betur í ljós. Maður vill ekki útiloka neitt,“ segir hún að lokum. -sm Sigraði í keppni á vegum SonyMusic SIGRAÐI Eva Vestmann, nemandi í grafískri hönnun við Central St. Martins, sigraði í hönnunarkeppni á vegum SonyMusic. „Ég fæ mér alltaf prótín-sjeik sem ég bý til sjálf.“ Þorbjörg Marinósdóttir, blaðamaður og sjónvarpskona. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Hjálmar Hjálmarsson fer fyrir Næstbesta flokknum. 2 Raggi Bjarna rappar með Erpi. 3 102 þúsund renndu sér í Hlíðarfjalli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.