Fréttablaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 52
32 7. maí 2010 FÖSTUDAGUR Nýtt tónlistarmyndband söng- konunnar Christinu Agulera hefur mikið verið í umræðunni upp á síðkastið því það er keim- líkt gömlu myndbandi með popp- drottningunni Madonnu. Í mynd- bandinu sést Agulera meðal annars kyssa aðra konu og lepja mjólk úr skál líkt og Madonna gerði árum áður. „Ég þarf að vera trú sjálfri mér. Ég mun aldrei verða mamma sem bakar kökur og keyrir börn sín á fótboltaæfingar. Það hentar sumum, en ekki mér,“ var haft eftir söngkonunni. „Sonur minn mun alast upp vitandi það að móðir hans þurfi að tjá sig með listinni og að stundum brýst það út á kynferðisleg- an máta. Hann mun læra að virða það að konur þurfi að tjá sig án þess að skammast sín fyrir það.“ Christina trú sjálfri sér TJÁIR SIG Christina Agulera segist vera trú sjálfri sér. Hljómsveitin Duran Duran sem gerði garðinn frægan á níunda áratugnum ætlar að taka upp óopinbert HM-lag með enska landsliðinu í fótbolta. Fyrirliðinn Rio Ferdinand mun hugsanlega syngja lagið, sem verður endur- útgáfa af Rio, gömlum slagara Duran Duran. Söngvarinn Simon LeBon og Ferdinand eru góðir vinir og hefur Duran Duran þegar hitt fyrirliðann og félaga hans í United á æfingasvæði þeirra. Enska knattspyrnusam- bandið ákvað að senda ekki út opinbert HM-lag fyrir keppnina í ár og er það í fyrsta sinn sem það gerist síðan 1966, en þá varð Eng- land einmitt heimsmeistari. Duran tekur upp HM-lag DURAN DURAN Hljómsveitin ætlar að taka upp HM-lag fyrir keppnina sem hefst í sumar. Ástralski leikarinn Russell Crowe segist ekki vera eins harður og ýmsir fjölmiðlar vilja vera láta. „Fólk kallar mig „harðan nagla“, en það er alveg út í hött. Ég þekki harða nagla og ég er ekki einn þeirra. Ég hef gaman af ljóðalestri, ég sem tónlist í frítíma mínum. Ég er farðaður í vinnunni! Ef ég væri harður nagli þá væri ég ómögu- legur í því sem ég geri,“ sagði Crowe, sem tók einnig fyrir að hafa nokkurn tímann slegið til ljósmyndara. „Ég hef aldrei slegið ljósmyndara. En ég hef húðskammað þá og þeir þola mig ekki fyrir það.“ Ekki harður Breska leikkonan Emma Watson, sem sló í gegn sem Hermione Grang- er í kvikmyndunum um Harry Potter, hefur hafið nám við hinn virta Brown-háskóla í Bandaríkj- unum. Watson segir að erfitt hafi verið að komast í gegnum fyrstu skólavikuna. „Þetta var hræðilegt og ég skildi ekki af hverju ég var að þessu. Og allar veislurnar! Þegar ég fór í fyrstu veisluna leið mér eins og ég væri að leika í bandarískri ungl- ingamynd. Ég tók upp rautt plast- glas og hugsaði með mér: „Vá, þau drekka í alvörunni úr þessu,“ sagði leikkonan sem stundar nám í evr- ópskri kvennasögu og leiklist. Erfitt í busavikunni Grey‘s Anatomy-leikkon- an Ellen Pompeo segir mikilvægt að dóttir sín borði hollan og góðan mat. „Stella Luna er orðin sjö mánaða núna, komin með tvær tennur og farin að borða sjálf. Mér finnst mikilvægt að hún læri strax að borða hollan mat. Þegar ég var yngri ræktuðum við okkar eigið grænmeti, ömmur mínar kenndu mér að borða hollt og elduðu báðar mjög góðan mat. Ég þekkti því ekkert annað og ég vil að Stella Luna alist upp við hið sama,“ sagði hin viðkunn- anlega leikkona um matar- æði dóttur sinnar. Dóttirin skal borða vel BORÐAR HOLLT Leikkonan Ellen Pompeo vill dóttir sín borði hollan mat. NORDICPHOTOS/GETTY HRÆÐILEG BUSAVIKA Emma Watson stundar nám við hinn virta Brown- háskóla. NORDICPHOTOS/GETTY TIGER WOODS STÆRSTA MÓTIÐ ERFIÐASTA HOLAN STERKUSTU OG ÞEKKTUSTU KYLFINGAR HEIMS MÆTA Á EINN GLÆSILEGASTA VÖLL PGA MÓTARAÐARINNAR OG REYNA SIG VIÐ EINA ERFIÐUSTU HOLU HEIMS: HOLU 17. ÞEIR MÆTA ALLIR! PLAYER’S CHAMPIONSHIPS TÍU STIGAHÆSTU KEPPENDUR Á PGA Í ÁR ÁSAMT MÖRGUM STERKUSTU OG ÞEKKTUSTU KYLFINGUM HEIMS. ...LÍKA TIGER! Í KVÖLD KL. 20:00 LAUGARDAG KL. 19:00 SUNNUDAG KL. 19:00 VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 515 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 TIGER WOODS CAMILLO VILLEGAS VIJAY SINGH SERGIO GARCIA PHIL MICHELSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.