Fréttablaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 18
18 7. maí 2010 FÖSTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Borgarmál
Þorbjörg Helga
Vigfúsdóttir
borgarfulltrúi
HALLDÓR
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Það er ekki sjálfgefið að rekstur Reykjavíkurborgar skili afgangi. Öll
árin 2002 til 2006, á sama tíma og mikill
uppgangur var í þjóðfélaginu, var borg-
in rekin með halla. Á árinu 2007 snerist
þetta við og hefur borgin verið rekin
með afgangi síðustu 3 árin. Þetta er mjög
góður árangur, ekki síst í ljósi þeirra
hremminga sem hafa gengið yfir efna-
hagskerfi landsmanna síðustu 2 árin.
Rekstrarafgangur á árinu 2009 upp á
rúma 3 milljarða er eftirtektarverður
árangur fyrir margra hluta sakir. Hvorki
skattar né gjaldskrár fyrir grunnþjónustu
voru hækkaðar á árinu. Útsvarshlutfall í
borginni er lægra en lögbundið hámark
segir til um. Gengisþróun var óhagstæð-
ari og verðlag var hærra en áætlun gerði
ráð fyrir. Líklegri niðurstaða fyrir árið
2009 hefði sjálfsagt verið sú að eftir
hækkun skatta, hækkun gjaldskráa, og
eftir hækkun útsvarshlutfalls í hæstu
leyfilegu mörk hefði rekstur borgarinnar
samt komið út í mínus. Þessu spáði m.a.
Samfylkingin. Ekkert af þessu gerðist.
Niðurstöðuna má þakka nýjum vinnu-
brögðum við fjármálastjórn Reykjavíkur-
borgar. Gott samráð meiri- og minnihluta
var um vinnu við fjárhagsáætlun í borgar-
stjórn. Þunginn í aðgerðaráætlun okkar
var að standa vörð um grunnþjónustuna,
störfin og gjaldskrár. Við þetta allt hefur
verið staðið. Starfsmenn borgarinnar
komu með um 300 tillögur um sparnað
sem voru nýttar á árinu. Niðurstaðan er
afgangur upp á rúma 3 milljarða.
Staða borgarsjóðs og dótturfyrirtækja
er allt annað en auðveld. Skuldir Orku-
veitu Reykjavíkur vega þar þyngst en
fjárfestingar síðustu ára hafa enn ekki
skilað þeim tekjum sem þarf til að staða
félagsins sé viðunandi.
Grundvallaratriði í því að viðhalda þátt-
um eins og lánshæfismati er að rekstur
borgarinnar sé í lagi. Hallarekstur ofan á
erfiða skuldastöðu er nefnilega óskemmti-
leg blanda eins og Grikkland og fleiri ríki
fá að kenna á um þessar mundir.
Það eru því mjög ánægjulegar fréttir
að borgarsjóður sé rekinn með afgangi.
Annars konar niðurstaða væri ekkert
annað en dauðans alvara. Grín og glens
við stjórn borgarinnar væri mikið
ábyrgðarleysi. Hallarekstur eins og
stundaður var á árum áður væri mikið
ábyrgðarleysi.
Grínlaust
®
Atvinna í boði
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð-
herra hefur komið á fót nefnd sem
á að fara yfir ráðningarmál stjórnar-
ráðsins. Athugasemdir hafa verið
gerðar við fjölda „tímabundinna“
starfa hjá hinu opinbera, sem ráðið
er í án auglýsingar. Þykir mörgum
þetta fyrirkomulag lykta af frændhygli,
þar sem dyggum flokksmönnum sé
raðað á garðann. Umboðsmaður
Alþingis hefur meðal annars gagnrýnt
þetta fyrirkomulag og kallar það
tímaskekkju. Ekki liggur fyrir hver
fer fyrir rannsóknarnefndinni en
líklegt má teljast að hann verði
skipaður án auglýsingar.
Fjörbaugur?
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi
forstjóri Kaupþings, var handtekinn
í gær. Ófáir útrásarvíkinganna svo-
kölluðu búa erlendis og telja sumir
að þetta verði til þess að þeir munu
ekki láta sjá sig á Íslandi í bráð.
Útrásarvíkingarnir gætu með
öðrum orðum reynt að
freista þess að taka
út refsingu eins og
alvöru víkingar, með
fjörbaugsgarði.
Skrípaleikur
Besti flokkur Jóns Gnarr hefur hlotið
meiri meðbyr en menn bjuggust við
og ljóst að andstæðingum hans er
farið að þykja gamanið grátt. Sumir
þeirra halda því á lofti að það yrði
dýrkeypt að greiða Besta flokknum
atkvæði; borgarmálin myndu jú
bara breytast í skrípaleik. Á
móti má benda á að kjörtíma-
bilið sem nú er að renna sitt
skeið var farsakennt í meira
lagi og þurfti enga grínara til
þess.
bergsteinn@frettabladid.is
F
réttablaðið sagði frá því í fyrradag að bótasvikamál-
um, sem Tryggingastofnun kemur upp um, hefði fjölgað
þrefalt eftir að stofnunin tók upp hert eftirlit í fyrra.
Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri stofnunarinnar,
tiltók dæmi af fimm barna fjölskyldu, þar sem faðirinn
skráði sig til málamynda utan heimilis og fjölskyldan fékk fyrir
vikið um 170 þúsund krónur í bætur á mánuði, sem hún átti ekki
rétt á. Bætur fjölskyldunnar frá
Tryggingastofnun námu sam-
tals yfir 700 þúsund krónum,
sem er meira en margir laun-
þegar á vinnumarkaði hafa í
fjölskyldutekjur.
Upp um svikin komst þegar
fjölskyldan birti myndir af sér
á samskiptavefnum Facebook
og starfsfólk Tryggingastofn-
unar fór fyrir vikið að spyrja spurninga. Fjölskyldan var svipt
bótunum sem hún átti ekki rétt á, en verður ekki beitt neinum
öðrum viðurlögum. Í blaðinu í gær kemur fram að í félagsmála-
ráðuneytinu séu nú til skoðunar tillögur frá Tryggingastofnun
um að viðurlögum verði beitt við bótasvikum, líkt og öðrum
fjársvikum.
Viðbrögðin við fréttinni um hvernig Facebook varð bóta-
svikurunum að falli hafa verið á ýmsa vegu. Tryggingastofnun
bárust strax í kjölfarið um tuttugu ábendingar um sambæri-
leg svik, sem stofnunin telur trúverðugar. Á bloggsíðum og í
almennum umræðum hafa hins vegar tvö gagnrýnin sjónarmið
komið fram: annars vegar að Tryggingastofnun beiti einhvers
konar stórabróður-eftirliti, þar sem fólk fái ekki að vera í friði
á eigin samskiptasíðu, og hins vegar að það skjóti skökku við
að elta smælingjana þegar stórsvindlarar sem komu við sögu í
bankahruninu gangi enn þá lausir.
Tryggingastofnun hlýtur að sjálfsögðu að fylgja eftir ábend-
ingum um bótasvik. Þau eru lögbrot og enginn munur á því að
stela peningum af ríkinu og af einhverjum öðrum. Peningarnir,
sem greiddir eru í velferðarbætur, koma úr vasa skattgreiðenda.
Þeir sem beita blekkingum til að fá meira af þeim peningum en
þeim ber samkvæmt lögum eru að stela úr vasa samborgara
sinna. Sama á við um þá sem skjóta undan skatti. Það er sjálfsagt
að taka hart á þeim brotum eins og öðrum þjófnaði.
Afstæðishyggja er varasöm þegar glæpur og refsing eru ann-
ars vegar. Það er ekki ástæða til að refsa ekki fyrir lítinn glæp
þótt einhver komist upp með stærri glæp. Atburðir gærdagsins
sýndu reyndar að stórlaxar viðskiptalífsins, sem grunaðir eru
um afbrot, eru ekki utan seilingar laganna arms.
Rétt er að hafa í huga að í samfélagi, þar sem siðferðileg
afstaða fólks er sú að það sé í lagi að stela litlum peningum, er
veruleg hætta á að fólki fari líka að finnast í lagi að stela miklum
peningum.
Full ástæða er til að taka hart á bótasvikum
í almannatryggingakerfinu.
Stolið úr
vasa náungans