Fréttablaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 12
12 7. maí 2010 FÖSTUDAGUR Suðurgata 10 I sími 517 0723 I reykjavik@vg.is I www.vg.is Vi ns tri hr ey fin gi n - g ræ nt fr am bo ð vil l b ei ta sé r f yr ir ró ttæ ku m þjóðfélagsumbótum almenningi til hagsbóta, hefja vernd náttúru og umhverfis til vegs á Íslandi og treysta byggð um allt land. // sjá m eira á w w w .vg.is/stefna/ Vinstri græn í Reykjavík kalla félagsmenn og kjörna fulltrúa til fundar um rannsóknarskýrsluna kl. 11-15 sunnudaginn 9. maí að Vesturgötu 7, Rvk. Umræður fara fram með þjóðfundarsniði og boðið verður upp á súpu um miðbik fundarins. Skráningu lýkur föstudaginn 7. maí kl. 18.00. Nánari upplýsingar á www.vgr.is. Umræðufundur um rannsóknarskýrsluna HEIMILI OG SKÓLI ÓSKAR EFTIR TILNEFN- INGUM TIL FORELDRA- VERÐLAUNANNA 2010 Sími Sími HEIMILI OG SKÓLI ÓSKAR EFTIR TILNEFNINGUM TIL FORELDRAVERÐLAUNA 2010 Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra þriðjdaginn 1. júní 2010 kl. 15.00 - að www.heimiliogskoli.is. - 10. maí 2010. Útlit er fyrir að ekki verði staðið við samkomulag sem gert var við Má Guðmunds- son um laun. Lára V. Júlíus- dóttir, formaður bankaráðs Seðlabankans, hefur sagt að henni hafi verið falið að efna samkomulagið. Á hinn bóginn hefur hún hvorki viljað upplýsa hver gerði samkomulagið við Má né hver fól henni að efna það. Þú hefur ekki viljað segja hver gaf Má Guðmundssyni fyrirheit um að laun hans yrðu þau sömu og for- vera hans. Hvers vegna ekki? „Ég kýs að tjá mig ekki um ástæður þess.“ Finnst þér þjóðin ekki eiga heimtingu á að vita hver gaf þetta fyrirheit? „Ekki frá mér.“ Hver bar þér þau boð að borga bæri Má sömu laun og forveri hans hafði? „Þegar gengið var frá því að hann kæmi til starfa þá gerði hann áskilnað um þetta atriði og því var vitað af því þegar hann hóf störf. Það var gengið frá þessu í júní eða júlí, hann kom til starfa í ágúst, en það var ekki fyrr en í febrúar að niðurstaða kom í kjararáði. Í framhaldi af því var nauðsynlegt að taka afstöðu til þess hvernig túlka eigi breyt- ingu 28. greinar Seðlabankalag- anna og finna út hvernig ætti að meðhöndla málið.“ Forsætisráðherra hefur hvað eftir annað neitað að Má hafi verið gefið eitthvert fyrirheit. Hvernig ber að skilja málið í því ljósi? „Ég kýs að skilja það þannig að ekki sé vilji til að fylgja þeim fyr- irheitum eftir í ljósi ástandsins. Hvað finnst þér um að Má hafi verið gefið fyrirheit um tiltekin laun? „Ef ég á að vera hreinskilin þá finnst mér eðlilegt að hann hafi gert þennan fyrirvara miðað við það launaumhverfi sem hann kom úr. Það verður að skoða málið í því ljósi. Hann er að koma úr starfi sem er margfalt betur launað heldur en það starf sem hann er að taka við. Og það er ósköp eðlilegt að menn fari yfir slíkar breyting- ar bæði með sjálfum sér og sinni fjölskyldu. Það verður líka að líta til þess að andrúmsloftið í samfélaginu er annað nú en það var fyrir ári. Það eru rúmar þrjár vikur liðnar frá því að rannsóknarskýrslan kom út og skýrslan er uppfull af dæmum um alls konar sukk og svínarí. Að sjálfsögðu tengjum við svona fréttir ekki öðru en sukki og svín- arí og það er ósköp eðlilegt. Það er líka ósköp eðlilegt að fólk sé reitt.“ Finnst þér laun upp á tæpar þrettán hundruð þúsund of lág fyrir seðlabankastjóra? „Það fer eftir samhenginu. Miðað við laun alls þorra fólks eru þetta mjög há laun. Ef við berum þau hins vegar saman við laun annarra bankastjóra hér á landi þá eru laun seðlabanka- stjóra annaðhvort of lág eða laun annarra bankastjóra of há. Við getum líka sett þetta í alþjóðlegt samhengi og reiknað þetta út í evrum eða dollurum eða litið til þess að millistjórnendur í bönkun- um voru gjarnan með á milli sex og sjö milljónir í mánaðarlaun. Ég held að flestir myndu telja þessi laun mjög góð en ég er ansi hrædd um að þeir einstakling- ar sem hér eiga í hlut geti fengið mun betri laun annars staðar. Við þurfum að skoða málið í því sam- hengi og spyrja hvort við eigum á hættu að missa besta fólkið okkar til útlanda eða til einkageirans.“ Telurðu þá að kjarastefna stjórnvalda sé í raun skaðleg ríkinu? „Ef þú ert að vísa til laganna um að láta kjararáð ákvarða laun 22 embættismanna þá lít ég ekki á þau sem kjarastefnu stjórnvalda heldur sértæka aðgerð sem bein- ist gegn tilteknum einstaklingum. Ég held að kjarastefna stjórnvalda þurfi að vera miklu víðtækari og að hana verði að kalla fram með öðru en valdboði. Ég hef efasemd- ir um að hægt sé að kalla fram svona breytingar með valdboði.“ Í ljósi ákvörðunar kjararáðs þarf þá bankaráðið eða eftir atvikum seðlabankastjóri að lækka laun annarra stjórnenda í Seðlabank- anum til að eðlilegt jafnvægi sé á milli launa manna eftir því hvar þeir eru í valdapýramídanum? „Það kemur fram í lögum hvernig laun eru ákveðin innan bankans. Langflestir eru á samn- ingsbundnum kjörum og í þeim kjarasamningum er tekið fram að þau megi ekki lækka. Stór hluti starfsmanna er því varinn af þeim samningum. Nokkrir æðstu emb- ættismenn bankans taka laun í hlutfalli við laun seðlabankastjóra eða samkvæmt ákvörðun hans og það er þá hans að ráða fram úr þeim málum. Að sjálfsögðu hefur þetta áhrif á allt kerfið enda er þessum lögum ætlað að hafa slík áhrif. Mönnum er ætlað að þrýsta niður kaupinu í sinni stofnun.“ Er bankastjórinn ekki lengur launahæsti starfsmaður bank- ans? „Ég bara veit það ekki.“ Þú lagðir tillöguna fram á bankaráðsfundi í síðustu viku og þar spunnust um hana umræður. Telurðu að það hafi verið meiri- hluti fyrir henni innan ráðsins? „Ég vil í raun ekki velta því fyrir mér. Ég lít þannig á að bankaráðið eigi að rækja störf sín sameiginlega frekar en að í því séu meirihluti og minnihluti. Mér þykir vænt um að þar geti farið fram hreinskiptar umræð- ur án þess að fólk bindi sig um of á klafa flokkanna. Þótt fulltrúar í bankaráðinu séu kosnir af Alþingi eru þeir þar sem einstaklingar sem þingið velur til að gegna þessum störfum.“ Ertu búin að ákveða endanlega að draga tillöguna um kjarabætur Más til baka? „Mér sýnist einsýnt að ég geri það en það verður ekki fyrr en í lok maí þegar bankaráðið kemur næst saman. Enginn veit svosem ævina fyrr en öll er og ef einhver lausn kemur fram eða ný sýn þá mun ég fagna því.“ Gæti komið til greina að þú legðir fram nýja tillögu um ein- hverjar kjarabætur til handa seðlabankastjóra? „Ég held að það sé farsælast fyrir alla að setja málið í bið og lofa því að þroskast. Annað get ég ekki sagt um það.“ Óttastu að Már Guðmundsson kunni að láta af störfum í bank- anum út af þessu máli? „Það er erfitt að segja en ég held þó að það komi ekki til þess. Hitt vil ég samt segja að það þarf ekki margar svona uppákomur til að skapa tortryggni og pirring og þess vegna ber að forðast svona lagað. Ég er vinnuréttarlögfræð- ingur og hef starfað sem slíkur í tæp 30 ár. Ég veit hversu við- kvæm kjaramál eru og þekki tog- streituna sem getur komið upp vegna launa.“ Hvernig meturðu þína stöðu eftir þetta mál og samband þitt við forsætisráðherra sem valdi þig til formennsku í bankaráðinu? „Ég hef alltaf verið mikill aðdá- andi Jóhönnu Sigurðardóttur, ég var aðstoðarmaður hennar um tíma, og mér þykir hún afar skel- egg og staðföst. Ég lít á þetta eins og hverja aðra uppákomu í sam- skiptum tveggja einstaklinga sem eru að vinna vinnuna sína. Hvað mig áhrærir kemst ég auðveldlega yfir þetta.“ Í ljósi þess að fyrirheitið var gefið og málið virðist hafa verið undirbúið um nokkurt skeið lítur út fyrir að þú sért skilin eftir á köldum klaka. Finnst þér það allt í lagi? „Ég lít ekki svo á að ég hafi verið skilin eftir á köldum klaka, og barma mér ekki. Í lögmennsk- unni er ég vön því að taka því sem að höndum ber. Sum mál vinnast, önnur ekki. En svona er lífið, allir takast þar á við miserfið verkefni. Stundum gengur vel og stundum ekki. Það vill bara þannig til að þetta mál er á allra vörum. Ég geri ráð fyrir að við komumst í gegn- um þennan skafl eins og aðra.“ Eðlilegt af Má að gera fyrirvara um laun miðað við aðstæðurnar FRÉTTAVIÐTAL: Lára V. Júlíusdóttir formaður bankaráðs Seðlabankans BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON bjorn@frettabladid.is Auglýsingasími Allt sem þú þarft… FORMAÐUR BANKARÁÐSINS Lára V. Júlíusdóttir var aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur við upphaf ráðherraferils hennar árið 1987. Hún kveðst vera mikill aðdáandi Jóhönnu og telur að launamál seðlabankastjórans spilli ekki sambandi þeirra. F R ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I Lára V. Júlíusdóttir, formaður bankaráðs Seðlabankans, lagði fram tillögu í bankaráðinu í síðustu viku um að laun Más Guðmundssonar yrðu hækk- uð um 400 þúsund krónur á mánuði. Morgunblaðið upplýsti um málið á mánudag. Tillagan var lögð fram í ljósi samkomulags sem gert var við Má í aðdraganda skipunar hans í embætti. Lára hefur ekki viljað upplýsa hver gerði samkomulagið við Má. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur alfarið neitað að hafa gert samkomulagið og að slíkt samkomulag hafi yfir höfuð verið gert. Laun seðlabankastjóra voru lækkuð með ákvörðun kjararáðs í febrúar. Byggði sú ákvörðun á sérstökum lögum um kjör 22 embættismanna og forstjóra opinberra fyrirtækja. Ákvað kjararáð laun seðlabankastjóra tæplega þrettán hundruð þúsund. Forveri Más í embætti var með um sextán hundr- uð þúsund krónur á mánuði. Til stóð að hækka laun Más um 400.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.