Fréttablaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 48
28 7. maí 2010 FÖSTUDAGUR
Á þriðjudag var málverk eftir Picasso frá 1932 selt í
New York á hæsta verði sem um getur fyrir einstakt
verk. Málverkið, sem ber heitið Nakin, græn lauf
og brjóst, var slegið á 106 milljónir dollara eða 13,6
milljarða kr. á uppboði hjá Christie´s og var kaup-
andinn óþekktur en bauð gegnum síma. Tókust átta
bjóðendur á um verkið í níu mínútur.
Picasso málaði verkið árið 1932 en það hefur
verið í eigu hjónanna Frances og Sidney Brody,
þekktra listaverkasafnara í Los Angeles, frá sjötta
áratug síðustu aldar. Það hafði aðeins einu sinni
verið sýnt opinberlega frá þeim tíma eða árið 1961.
Fyrra metverð fyrir listaverk á uppboði átti brons-
styttan L’Homme qui marche I (Gangandi maður I)
eftir Alberto Giacometti en það var selt í febrúar sl.
fyrir 104,3 milljónir dollara.
Hluti af söluverðinu fer til styrktar Huntington-
bókasafninu – listadeild og Grasagarðinum í San
Marino í Kaliforníu en Brody sat þar í stjórn. Þriðja
hæsta verð sem fengist hefur á uppboði var líka
eftir Picasso: 104,2 milljónir dala fyrir Dreng með
flautu sem var selt á uppboði Sotheby´s árið 2004.
Hæsta verð slegið á uppboði
MYNDLIST Málverkið dýra í sýningarsal Christie´s í New York.
MYND AP
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Föstudagur 07. maí 2010
➜ Tónleikar
16.00 Kór Félags eldri borgara í
Reykjavík og Hverafuglar frá Hveragerði
verða með tónleika í Grensáskirkju
við Háaleitisbraut. Á efnisskránni verða
ættjarðarlög í bland við önnur íslensk
og erlend lög.
21.00 Í Salnum við Hamraborg í Kópa-
vogi verða haldnir tónleikar til heiðurs
Sigfúsi Halldórssyni. Meðal þeirra sem
koma fram eru Stefán Hilmarsson, Hera
Björk Þórhallsdóttir og Egill Ólafsson.
22.00 Rokkabillýband Reykjavíkur
heldur tónleika á Rósenberg við Klapp-
arstíg.
22.00 Hljómsveitin Múgsefjun heldur
tónleika á Næsta bar við Ingólfsstræti.
➜ Síðustu forvöð
Útskriftarsýningu nemenda Listaháskóla
Íslands sem nú stendur yfir í Listasafni
Reykjavíkur við Tryggvagötu lýkur á
sunnudag. Opið daglega kl. 10-28. Eng-
inn aðgangseyrir.
Sýningunni Í barna-
stæðum í
Hafnarborg við
Strandgötu
í Hafnarfirði
lýkur á sunnu-
dag. Sýningin
er opin fös.-
sun. kl. 12-17.
➜ Opnanir
17.00 Útskriftanemendur úr Mynd-
listaskólanum í Reykjavík opna sýn-
ingu á verkum úr leir og tengdu efni í
Kraum við Aðalstræti 10. Einnig verður
opnuð önnur sýning á sama tíma að
Veltusundi 1 við Ingólfstorg þar sem
nemendur sýna verk úr postulíni.
➜ Fundir
20.00 Aðalfundur Félags fjölmiðla-
kvenna, FFK, fer fram á Sólon við
Bankastræti (2. hæð). Hefðbundin
aðalfundarstörf og opinn félagsfundur
þar sem rætt verður um jafnréttismál á
fjölmiðlum.
➜ Listahátíð
Listahátíðin List án landamæra 2010
stendur nú yfir þar sem fatlaðir og ófatl-
aðir sameina krafta sína á sviði lista og
menningar. Frítt er á alla viðburði hátíð-
arinnar. Nánari upplýsingar á www.
listanlandamaera.blog.is.
17.00 Myndlistarsýning opnar í Hoff-
mannsgalleríi, hjá ReykjavíkurAkademí-
unni í JL-húsinu við Hringbraut þar sem
sýnd verða verk sjö listamanna.
➜ Fyrirlestrar
12.00 Marion Lerner flytur erindið
Sjálfsmynd þjóðar við upphaf fjölda-
ferðamennsku á Íslandi. Fyrirlesturinn
fer fram hjá ReykjavíkurAkademíunni að
Hringbraut 121 (4. hæð). Nánari upp-
lýsingar á www.inor.is.
➜ Sýningar
Í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu
15, hefur verið opnuð sýning tileinkuð
Sigurði A. Magnússyni, rithöf-
undi, gagnrýnanda, þýðanda
og baráttumanni. Nánari
upplýsingar á www.thjod-
menning.is. Opið alla
daga kl. 11-17.
➜ Leikrit
20.00 Nemendaleikhúsið
sýnir leikritið Stræti eftir Jim
Cartwright. Sýningar fara fram í Smiðj-
unni við Sölvhólsgötu. Nánari upplýs-
ingar á www.lhi.is og www.midi.is.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is.
Jóhannesarvaka Katlaskálds verð-
ur haldin í Þjóðmenningarhús-
inu á sunnudag kl. 16 en tilefnið
er útkoma úrvals ljóða þessa ást-
sæla skálds sem Silja Aðalsteins-
dóttir hefur dregið saman úr hans
fjölbreytta lífsstarfi. Dagskráin
fer fram í Bókasal Þjóðmenning-
arhússins við Hverfisgötu og er
öllum opin.
Jóhannes úr Kötlum lifði mikla
umbrotatíma í sögu og bókmennt-
um heimsins og ef velja ætti eitt
skáld sem fulltrúa 20. aldarinnar á
Íslandi yrði það næsta óhjákvæmi-
lega hann. Ekkert íslenskt skáld
sýnir eins vel þróun ljóðlistarinn-
ar hér á landi og þessi fjölhæfi og
afkastamikli höfundur. Hann stóð
klæddur í klæðnaði að ímynduð-
um stíl fornmanna uppfullur af
ungmennafélagsanda á alþingis-
hátíðinni 1930 og hélt þrumandi
ræður fyrir þjóðfrelsisbaráttu
landa þriðja heimsins upp úr 1970
svo enginn gleymir sem heyrði og
var þústaður af Heimdellingum á
eftir.
Dagskráin hefst kl. 16 en þar
verður höfundarverki Jóhannesar
gerð skil í tali og tónum. Fram koma
meðal annarra Arnar Jónsson, Olga
Guðrún Árnadóttir, Silja Aðal-
steinsdóttir, Vigdís Hrefna Páls-
dóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir og
Þorsteinn frá Hamri.
Það er útgefandi ljóðasafnsins,
JPV, sem stendur fyrir vökunni en
en þetta er fyrsta útgáfan á úrvali
ljóða hans. Ljóðasafn hans frá átt-
unda áratugnum er ófáanlegt og
stakar bækur hans líka flestar.
Enn er þó stöðug sala fyrir hver
jól á kvæðakveri hans Jólin koma.
- pbb
Vaka um Jóhannes
BÓKMENNTIR Jóhannes úr Kötlum.
MYND JPV
Gengið hefur verið frá samn-
ingum við þýska útgáfurisann
Schott Music um útgáfu á bók-
inni Maxímús Músíkús heim-
sækir hljómsveitina eftir Hall-
fríði Ólafsdóttur og Þórarin Má
Baldursson. Bókin sú, sem kom
út hérlendis 2008, sló eftirminni-
lega í gegn og á dögunum kom út
sjálfstætt framhald hennar, Max-
ímús Músíkús trítlar í tónlistar-
skólann. Fyrri bókin hefur þegar
komið út í Kóreu og Færeyjum en
í haust bætist Þýskaland í hópinn.
Schott var ekki eitt um hituna í
þetta sinn en hafði betur í upp-
boðsstríði um músina tónelsku.
Schott Music er stærsta útgáfu-
fyrirtæki sinnar tegundar á meg-
inlandi Evrópu og meðal virtustu
útgáfufélaga í heimi er sérhæfa
sig í útgáfu tengdri tónlist.
Fyrirtækið er yfir 200 ára gam-
alt, er með starfsemi í tíu löndum
en það dreifir vörum sínum allan
heim. Aukinheldur hefur félagið
afar góð tengsl við tónleikahald-
ara og hljómsveitir víða um jarðir
sem er dýrmætt fyrir Maxímús-
ar-verkefnið þar sem unnið er að
því að fleiri setji upp Maxímús-
ar-tónleika líkt og Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands hefur gert með svo
góðum árangri hér heima.
Tónleikadagskráin um Maxa
hefur þegar verið bókuð í einu af
virtustu tónleikahúsum verald-
ar, Concertgebouw-tónleikahöll-
inni í Amsterdam en þar mun
Sinfóníuhljómsveit Hollands
flytja efnisskrána og ferðast
svo víðar með hana um landið.
Maxi verður síðan einnig á ferð-
inni hinum megin á hnettinum
í haust þar sem Sinfóníuhljóm-
sveit Melbourne heldur þrettán
Maxa-tónleika í Ástralíu. Nýver-
ið var gengið frá samningi við
ástralska forlagið Alto Books
um útgáfu fyrri bókarinnar þar
í landi en hún mun koma út þar í
haust. Útgáfufélög víða um heim
hafa nú bækurnar til skoðunar
svo ljóst má vera að ferðalögum
Maxa linnir lítt á næstunni. Er
það ánægjulegt á þessum síðustu
og verstu að gunnfáni íslenskr-
ar útrásar er ekki fallinn heldur
borinn uppi af mús sem þvælist
inn á tónleikapalla. - pbb
Maxímús Músíkús í útrásarham
TÓNLIST Maxímús Músíkús, hugverk þeirra Hallfríðar Ólafsdóttur og Þórarins Más
Baldvinssonar, er að leggja undir sig heiminn. MYND/ÞÓRARINN MÁR BALDURSSON/JPV
Takmarkaður
sýningafjöldi
Miðasala er hafin!
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Kiljur o.fl. 28.4.–
4.5.10
FRUMÚTGÁ
FA
Í KILJU