Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.05.2010, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 07.05.2010, Qupperneq 48
28 7. maí 2010 FÖSTUDAGUR Á þriðjudag var málverk eftir Picasso frá 1932 selt í New York á hæsta verði sem um getur fyrir einstakt verk. Málverkið, sem ber heitið Nakin, græn lauf og brjóst, var slegið á 106 milljónir dollara eða 13,6 milljarða kr. á uppboði hjá Christie´s og var kaup- andinn óþekktur en bauð gegnum síma. Tókust átta bjóðendur á um verkið í níu mínútur. Picasso málaði verkið árið 1932 en það hefur verið í eigu hjónanna Frances og Sidney Brody, þekktra listaverkasafnara í Los Angeles, frá sjötta áratug síðustu aldar. Það hafði aðeins einu sinni verið sýnt opinberlega frá þeim tíma eða árið 1961. Fyrra metverð fyrir listaverk á uppboði átti brons- styttan L’Homme qui marche I (Gangandi maður I) eftir Alberto Giacometti en það var selt í febrúar sl. fyrir 104,3 milljónir dollara. Hluti af söluverðinu fer til styrktar Huntington- bókasafninu – listadeild og Grasagarðinum í San Marino í Kaliforníu en Brody sat þar í stjórn. Þriðja hæsta verð sem fengist hefur á uppboði var líka eftir Picasso: 104,2 milljónir dala fyrir Dreng með flautu sem var selt á uppboði Sotheby´s árið 2004. Hæsta verð slegið á uppboði MYNDLIST Málverkið dýra í sýningarsal Christie´s í New York. MYND AP HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 07. maí 2010 ➜ Tónleikar 16.00 Kór Félags eldri borgara í Reykjavík og Hverafuglar frá Hveragerði verða með tónleika í Grensáskirkju við Háaleitisbraut. Á efnisskránni verða ættjarðarlög í bland við önnur íslensk og erlend lög. 21.00 Í Salnum við Hamraborg í Kópa- vogi verða haldnir tónleikar til heiðurs Sigfúsi Halldórssyni. Meðal þeirra sem koma fram eru Stefán Hilmarsson, Hera Björk Þórhallsdóttir og Egill Ólafsson. 22.00 Rokkabillýband Reykjavíkur heldur tónleika á Rósenberg við Klapp- arstíg. 22.00 Hljómsveitin Múgsefjun heldur tónleika á Næsta bar við Ingólfsstræti. ➜ Síðustu forvöð Útskriftarsýningu nemenda Listaháskóla Íslands sem nú stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu lýkur á sunnudag. Opið daglega kl. 10-28. Eng- inn aðgangseyrir. Sýningunni Í barna- stæðum í Hafnarborg við Strandgötu í Hafnarfirði lýkur á sunnu- dag. Sýningin er opin fös.- sun. kl. 12-17. ➜ Opnanir 17.00 Útskriftanemendur úr Mynd- listaskólanum í Reykjavík opna sýn- ingu á verkum úr leir og tengdu efni í Kraum við Aðalstræti 10. Einnig verður opnuð önnur sýning á sama tíma að Veltusundi 1 við Ingólfstorg þar sem nemendur sýna verk úr postulíni. ➜ Fundir 20.00 Aðalfundur Félags fjölmiðla- kvenna, FFK, fer fram á Sólon við Bankastræti (2. hæð). Hefðbundin aðalfundarstörf og opinn félagsfundur þar sem rætt verður um jafnréttismál á fjölmiðlum. ➜ Listahátíð Listahátíðin List án landamæra 2010 stendur nú yfir þar sem fatlaðir og ófatl- aðir sameina krafta sína á sviði lista og menningar. Frítt er á alla viðburði hátíð- arinnar. Nánari upplýsingar á www. listanlandamaera.blog.is. 17.00 Myndlistarsýning opnar í Hoff- mannsgalleríi, hjá ReykjavíkurAkademí- unni í JL-húsinu við Hringbraut þar sem sýnd verða verk sjö listamanna. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Marion Lerner flytur erindið Sjálfsmynd þjóðar við upphaf fjölda- ferðamennsku á Íslandi. Fyrirlesturinn fer fram hjá ReykjavíkurAkademíunni að Hringbraut 121 (4. hæð). Nánari upp- lýsingar á www.inor.is. ➜ Sýningar Í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu 15, hefur verið opnuð sýning tileinkuð Sigurði A. Magnússyni, rithöf- undi, gagnrýnanda, þýðanda og baráttumanni. Nánari upplýsingar á www.thjod- menning.is. Opið alla daga kl. 11-17. ➜ Leikrit 20.00 Nemendaleikhúsið sýnir leikritið Stræti eftir Jim Cartwright. Sýningar fara fram í Smiðj- unni við Sölvhólsgötu. Nánari upplýs- ingar á www.lhi.is og www.midi.is. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Jóhannesarvaka Katlaskálds verð- ur haldin í Þjóðmenningarhús- inu á sunnudag kl. 16 en tilefnið er útkoma úrvals ljóða þessa ást- sæla skálds sem Silja Aðalsteins- dóttir hefur dregið saman úr hans fjölbreytta lífsstarfi. Dagskráin fer fram í Bókasal Þjóðmenning- arhússins við Hverfisgötu og er öllum opin. Jóhannes úr Kötlum lifði mikla umbrotatíma í sögu og bókmennt- um heimsins og ef velja ætti eitt skáld sem fulltrúa 20. aldarinnar á Íslandi yrði það næsta óhjákvæmi- lega hann. Ekkert íslenskt skáld sýnir eins vel þróun ljóðlistarinn- ar hér á landi og þessi fjölhæfi og afkastamikli höfundur. Hann stóð klæddur í klæðnaði að ímynduð- um stíl fornmanna uppfullur af ungmennafélagsanda á alþingis- hátíðinni 1930 og hélt þrumandi ræður fyrir þjóðfrelsisbaráttu landa þriðja heimsins upp úr 1970 svo enginn gleymir sem heyrði og var þústaður af Heimdellingum á eftir. Dagskráin hefst kl. 16 en þar verður höfundarverki Jóhannesar gerð skil í tali og tónum. Fram koma meðal annarra Arnar Jónsson, Olga Guðrún Árnadóttir, Silja Aðal- steinsdóttir, Vigdís Hrefna Páls- dóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir og Þorsteinn frá Hamri. Það er útgefandi ljóðasafnsins, JPV, sem stendur fyrir vökunni en en þetta er fyrsta útgáfan á úrvali ljóða hans. Ljóðasafn hans frá átt- unda áratugnum er ófáanlegt og stakar bækur hans líka flestar. Enn er þó stöðug sala fyrir hver jól á kvæðakveri hans Jólin koma. - pbb Vaka um Jóhannes BÓKMENNTIR Jóhannes úr Kötlum. MYND JPV Gengið hefur verið frá samn- ingum við þýska útgáfurisann Schott Music um útgáfu á bók- inni Maxímús Músíkús heim- sækir hljómsveitina eftir Hall- fríði Ólafsdóttur og Þórarin Má Baldursson. Bókin sú, sem kom út hérlendis 2008, sló eftirminni- lega í gegn og á dögunum kom út sjálfstætt framhald hennar, Max- ímús Músíkús trítlar í tónlistar- skólann. Fyrri bókin hefur þegar komið út í Kóreu og Færeyjum en í haust bætist Þýskaland í hópinn. Schott var ekki eitt um hituna í þetta sinn en hafði betur í upp- boðsstríði um músina tónelsku. Schott Music er stærsta útgáfu- fyrirtæki sinnar tegundar á meg- inlandi Evrópu og meðal virtustu útgáfufélaga í heimi er sérhæfa sig í útgáfu tengdri tónlist. Fyrirtækið er yfir 200 ára gam- alt, er með starfsemi í tíu löndum en það dreifir vörum sínum allan heim. Aukinheldur hefur félagið afar góð tengsl við tónleikahald- ara og hljómsveitir víða um jarðir sem er dýrmætt fyrir Maxímús- ar-verkefnið þar sem unnið er að því að fleiri setji upp Maxímús- ar-tónleika líkt og Sinfóníuhljóm- sveit Íslands hefur gert með svo góðum árangri hér heima. Tónleikadagskráin um Maxa hefur þegar verið bókuð í einu af virtustu tónleikahúsum verald- ar, Concertgebouw-tónleikahöll- inni í Amsterdam en þar mun Sinfóníuhljómsveit Hollands flytja efnisskrána og ferðast svo víðar með hana um landið. Maxi verður síðan einnig á ferð- inni hinum megin á hnettinum í haust þar sem Sinfóníuhljóm- sveit Melbourne heldur þrettán Maxa-tónleika í Ástralíu. Nýver- ið var gengið frá samningi við ástralska forlagið Alto Books um útgáfu fyrri bókarinnar þar í landi en hún mun koma út þar í haust. Útgáfufélög víða um heim hafa nú bækurnar til skoðunar svo ljóst má vera að ferðalögum Maxa linnir lítt á næstunni. Er það ánægjulegt á þessum síðustu og verstu að gunnfáni íslenskr- ar útrásar er ekki fallinn heldur borinn uppi af mús sem þvælist inn á tónleikapalla. - pbb Maxímús Músíkús í útrásarham TÓNLIST Maxímús Músíkús, hugverk þeirra Hallfríðar Ólafsdóttur og Þórarins Más Baldvinssonar, er að leggja undir sig heiminn. MYND/ÞÓRARINN MÁR BALDURSSON/JPV Takmarkaður sýningafjöldi Miðasala er hafin! Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Kiljur o.fl. 28.4.– 4.5.10 FRUMÚTGÁ FA Í KILJU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.