Fréttablaðið - 15.05.2010, Page 19
Kjóstu eigin hagsmuni
... ekki hagsmuni fjórflokksins í Reykjavík
Kosningamiðstöðin opnar í dag
laugardag kl. 14.00
STEFNUMÁL Reykjavíkurframboðsins
REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ vill verja hagsmuni
borgarbúa, auka hagsæld, bæta þjónustu og
skipulag. Allt þetta viljum við gera ÁN lántöku sem á
að greiða með skattahækkununum og ÁN beinnar
hækkunar skatta og gjalda.
REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ er framboð sem berst fyrir Reykvíkinga.
Við erum óháð og munum beita okkur að fullu fyrir heimabyggð.
Hættum að fórna hagsmunum borgarbúa sem skiptimynt í valdabrölti
fjórflokksins á landsvísu. Þessar kosningar á krepputíma snúast um
velferð og lífsgæði.
www.reykjavikurframbodid.is
Glæsibær – Álfheimum – Sími 566 7000 – Fax 588 9229
1. REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ ætlar að taka til baka allar skerðingar á
þjónustu, velferð og framkvæmdum sem fjórflokkurinn hefur staðið fyrir
á undanförnum misserum.
2. Borgin fái 7 milljarða á ári, næstu 4 árin, í aukið ráðstöfunarfé með því að
nýta eignina í Vatnsmýrinni. Þetta er um 12% aukning á ráðstöfunarfé í
reikningum borgarinnar á árinu 2009.
3. Með auknu ráðstöfunarfé verður ráðist gegn atvinnuleysi með nýsköpun,
auknum framkvæmdum og viðhaldsstörfum. Með þessu fylgja sjálfvirkt
tengdar greinar í verslun og allri annarri þjónustu.
4. REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ mun klára Sæmundarskóla og Norðlingaskóla
vegna fjölskyldna sem eiga sjálfsagða kröfu á skólaaðgengi fyrir börnin sín.
5. Stöðvuð verði óhagkvæm útþensla byggðar og borgin byggð innávið.
6. Endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur, með miðborgarbyggð í Vatnsmýri,
ljúki 2010.
7. Samgöngukerfi borgarinnar verði bætt og slysagildrum útrýmt.
8. REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ vill koma á þriðja stjórnsýslustiginu í formi
hverfaráða með eigin völd og mjög aukin fjárráð til staðbundinna verkefna.
Boðið verður upp á kosningakaffi og meðlæti á staðnum.
Fólki gefst kostur á að hitta frambjóðendur og afla sér
upplýsinga á málefnaborðum um það hvers vegna þau
ættu að kjósa REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ í staðinn fyrir
fjórflokkana sem stýrt hafa þeim hagsmunasirkus sem
verið hefur í gangi undanfarin ár í borginni og á landsvísu.
-glæsileg kosningamiðstöð í Glæsibæ
Stöðvum hagsmunagæslu fjórflokksins
Reykjavíkurframboðið ætlar að draga úr valdi og hagsmuna-
tengslum fjórflokksinns og auka lýðræði í borginni með því
að færa völd frá borgarstjórn og borgarráði, til fólksins.
Bætum skipulagið
Reykjavíkurframboðið ætlar að bæta skipulag í borginni
með þéttingu byggðar og með því að draga verulega úr
óhagræði í samgöngum og umferð.
Verndum velferðarkerfið
Reykjavíkurframboðið vill verjast niðurskurði í velferðar-
kerfinu og koma í veg fyrir hækkun skatta. Lausnin liggur
í verðmætu landi Vatnsmýrarinnar upp á 70 milljarða.