Fréttablaðið - 15.05.2010, Side 24

Fréttablaðið - 15.05.2010, Side 24
24 15. maí 2010 LAUGARDAGUR Svört rigning á Hvolsvelli Í fyrsta sinn frá því að gos hófst í Eyjafjallajökli fyrir mánuði féll í gær aska á Hvolsvelli og nágrenni. Pjetur Sigurðsson ljósmyndari fylgdist með íbúum sem tóku öskunni af æðruleysi . SLÖKKVILIÐIÐ HREINSAR Ekki dugði minna en brunaslanga þegar Félagsheimilið Hvoll var hreinsað í gær. Upplýsingamiðstöðin á Hvolsvelli er til húsa í Hvoli. VERKAR SKÓLABÍLINN Ásmundur Þórisson skólabílstjóri verkar skólabílinn í rólegheitum við heimili sitt að Norðurgarði á Hvolsvelli enda féll skólahald niður og þar með aksturinn. SUNDLAUGIN RYKSUGUÐ Hrafnkell Stefánsson, forstöðumaður Sundlaugarinnar á Hvolsvelli, gerir tilraun til að hreinsa laugina eftir öskufallið. VIÐ ÞJÓÐVEG 1 Aska lá yfir öllu þegar þrír ungir Hvolsvellingar lögðu leið sína fram hjá söluskálanum Hlíðarenda á Hvolsvelli. Einn piltanna er með grímu fyrir vitin enda rykmengun mikil.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.