Fréttablaðið - 15.05.2010, Síða 28

Fréttablaðið - 15.05.2010, Síða 28
28 15. maí 2010 LAUGARDAGUR White Center (Yellow, Pink and Lav- ender on Rose) Listamaður: Mark Rothko. Slegið á: 72,8 milljónir dollara (13,9 milljarðar kr.) árið 2007. Hins rússnesk- fæddi Rothko kláraði verkið árið 1950 og þótt það sé eitt af höfuð- verkum abstrakt- stefnunnar gekkst listamaðurinn sjálfur aldrei við henni og reyndi raunar margoft að hafna henni. Það var David Rock- efeller, barnabarn olíujöfursins John D. Rockefeller, sem seldi verkið til konungsfjölskyldunnar í Katar á Sotheby´s uppboði árið 2007. Au Moulin de la Galette Listamaður: Aguste Renoir. Slegið á: 78,1 milljón dollara (15 milljarðar kr.) árið 1990. Verk Renoir frá 1876 er talið vera eitt helsta verk impressj- ónismans. Verkið á að sýna mannlífið og stemninguna í Montmartre- hverfinu í París. Svo vill til að japanski auðjöf- urinn Saito átti bæði Dr. Gachet-verk Van Gogh og Galett-verk Renoir og ætlaði einmitt líka að láta brenna Renoir-verkið sitt í leiðinni með sér og Dr. Gachet. Sem fyrr segir er talið ólíklegt að hann hafi látið verða af því. Morðin á hinum saklausu LIstamaður: Peter Paul Rubens. Slegið á: 76,7 milljónir dollara (14,7 milljarðar kr.) árið 2002. Verkið er bein tilvísun í Matteusar-guðspjallið og er talið hafa verið málað á árunum 1611-1612. Verkið var reyndar ranglega eignað lærisveini Rubens árið 1767 og það var ekki fyrr en 2001 að verkið var aftur sagt vera hluti af meistaraverkum Rubens. Það var síðan selt hæstbjóðanda sem búsettur var í Kanada og er því nú til sýnis á Ontario-listasafninu í Toronto. Triptych 1976 Listamaður: Francis Bacon. Slegið á: 86,2 milljónir dollara (11,32 milljarða kr.) árið 2008. Þetta verk Bacons er talið það mikilvægasta af hans ferli og jafnvel eitt þýðingarmesta verk eftirstríðsáranna. Bacon notast við grískar goðsagnir í verkinu og blandar þeim saman við eigin reynslu. Rússneski auðkýfingurinn og eigandi Chelsea, Roman Abramovich, var kaupandinn að verkinu sem hann sló sér á uppboði hjá Sotheby´s. Fram að því hafði verkið verið í eigu vínræktunarfjölskyldunnar Moueix sem framleiðir Chât- eau Pétrus-vínin frægu. Adele Bloch-Bauer I Listamaður: Gustav Klimt. Slegið á: 87,9 milljónir dollara (11,54 milljarða kr.) árið 2006. Gustav Klimt lagði loka- hönd á verkið árið 1907, eftir þriggja ára vinnu. Iðnjöfurinn austurríski, Ferdinand Bloch-Bauer, pantaði verkið og sýnir það konu Bloch-Bauer, Adele. Adele hafði tekið það loforð af manni sínum að verkið yrði gefið austurrísku þjóðinni að þeim látnum. Örlög verksins urðu hins vegar þau að eftir málaferli ættingjanna var það úrskurðað í þeirra augu sem síðar seldu það hæstbjóðanda. Dora Maar au chat Listamaður: Pablo Picasso. Slegið á: 95.2 milljónir dollara (12,5 milljarða kr.) árið 2006. Ástkonur Picasso urðu honum oft innblástur og myndina af Dóru málaði Picasso árið 1941. Ekki er vitað með vissu hver kaupandinn var og miklar vanga- veltur hafa sprottið eftir kaupin hver var að verki, sérstaklega í ljósi þess að sá hinn sami og festi kaup á Dóru keypti á sama uppboði einnig verk eftir Monet og Chagall. Kenning sem margir hallast er að georgíski kaupsýslu- maðurinn Boris Ivanishvili hafi staðið að baki gjörningnum, enda seldi hann banka vikuna áður en uppboðið fór fram og átti á þeim tímapunkti því nægan pening. Garcon a la Pipe Listamaður: Pablo Picasso. Slegið á: 104,2 milljónir dollara (13,69 milljarða kr.) í maí 2004. Verk Picasso hafa alltaf verið eftirsótt af listunnendum og þetta verk Picasso frá árinu 1905 sem sýnir strák frá París með pípu er engin undantekn- ing á því. Þó varð Picasso-sérfræðing- urinn Pepe Karmel eiginlega hvumsa yfir verðinu. „Þetta sýnir bara hversu aðskilinn markaðurinn er frá hinum sönnu gildum listarinnar,“ sagði Karmel í samtali við Washington Post. Margir listfræðingar hafa þar orðið sammála Karmel og segja himinhátt verðið hafa fengist fyrir nafn lista- mannsins, fremur en að verkið sé afburðalist. L’Homme Qui Marche I Listamaður: Alberto Giacometti. Slegið á: 104.3 milljónir dollara (13,7 milljarða kr.) í febrúar 2010. Þetta verk sviss- neska höggmynda- listamannsins er eitt þekktasta tákn sam- tímalistar síðustu aldar. Verkið, brons- stytta af manni í raunstærð, varð til þegar Giacometti var beðinn um að taka þátt í sameig- inlegu verkefni fyrir skýjaklúfinn Chase Manhattan Plaza og var það fyrst sýnt á Feneyja-tvíæringn- um árið 1961. Nu au plateau de sculpteur Listamaður: Pablo Picasso. Slegið á: 106,4 milljónir dollara (13,9 milljarða kr.) í maí 2010. Verkið, sem málað var árið 1932, hafði aðeins einu sinni komið fyrir almenningssjónir áður en það var sýnt á uppboð- inu í New York 4. maí síðastliðinn. Nafn kaupandans hefur ekki verið gert opinbert en hann bauð í það í gegnum síma. Verkið var í eigu listaverkasafnaranna Frances og Sidney Brody í Los Angeles þar til það var selt. Nu au plateau de sculpteur sýnir Marie-Thérèse Walter, eina af fjölmörgum ástkonum málarans. Listaverk seld fyrir metfé á uppboðum Listaheimurinn gaf heimskreppunni langt nef fyrir tveimur vikum þegar málverk eftir Pablo Picasso var slegið fyrir metupphæð, hærri en áður hefur fengist fyrir nokkurt listaverk á uppboði. Júlía Margrét Alexandersdóttir tók saman tíu hæstu lokatilboð listaverkauppboða. 01 02 03 04 05 06 07 Portrett af Dr. Gachet Listamaður: Vincent Van Gogh. Slegið á: 82,5 millj- ónir dollara (10.83 milljarða kr.) árið 1990. Verkið, frá árinu 1890, sýnir lækninn Gachet sem annaðist Van Gogh í lokalotu veikinda hans. Margir listfræðingar meta verkið sem besta portrett sem Van Gogh gerði. Þess má geta að ekki er vitað hvar málverkið er né hver á það en sá sem keypti það á uppboðinu árið 1990 var japanski auðkýfingurinn Ryoei Saito. Hann lést hins vegar árið 1996 og hafði gefið út þá yfirlýsingu að hann hygðist láta brenna sig með listaverk- inu þegar hann dæi. Lögfræðingar Saito upplýstu að hann hafði ekki gert það. 08 09 10
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.