Fréttablaðið - 15.05.2010, Page 34

Fréttablaðið - 15.05.2010, Page 34
4 FERÐALÖG HVAÐ KOM ÞÉR MEST Á ÓVART VIÐ BORGINA ÞÍNA? Það sem kom mér mest á óvart er einfald- lega hversu mannbætandi það er að búa í Kaupmannahöfn. Takt- urinn í borginni er þægilegur og afslappaður og lífið hérna er ein stór kennslustund í þolinmæði og nægjusemi. Gildismatið er annað en maður á að venjast frá Íslandi. Lífsgæðakapphlaup er ekki áber- andi enda lífsgæðin frekar metin í upplifunum en hlutum. HVER ER UPPÁHALDSVEITINGA- STAÐURINN ÞINN? Þeir eru tveir. Annars vegar er það Sticks’n Sushi á Nansensgade sem gerir alveg geggjað sushi. Hins vegar er það svo Atlasbar á Larsbjørns- stræde sem gerir alveg dásam- lega lífræna rétti. Það ættu allir að prófa grænmetis burrito-ið þeirra. HVERT ER BEST AÐ FARA TIL AÐ KAUPA FÖT? Það er rosalega skemmtilegt að rölta um Pisser- enden sem er lítið svæði í kringum Studiestræde í miðbænum. Það eru alls konar skemmtilegar litlar búðir þar og hægt að finna allt mögulegt, hvort sem fólk er að leita að brúðarkjól frá fimmta áratugnum, latex korseletti eða hjólabrettaskóm. FULLKOMINN STAÐUR FYRIR KAFFIBOLLA? Café Luna í Kristj- ánshöfn er hið fullkomna kaffihús. Þeir eru ekki aðeins með svaka- lega gott kaffi heldur besta bröns í heimi um helgar. Vegetarian Weekend Brunch er ævintýri fyrir alla grænmetissælkera. HVAR ER SKEMMTILEGAST AÐ DJAMMA? Ég fer yfirleitt á Dunkel á Vester Voldgade, rétt við Ráðhústorgið, sem er skemmtistaður í anda Priksins og Kaffibarsins. Þeir eru oft með mjög góð klúbbakvöld, þar sem boðið er upp á eðal-danstónlist. Ef maður hins vegar er bara á röltinu, þá finna allir eitthvað við sitt hæfi í Kødbyen sem er orðinn þungamiðja skemmtanalífsins í Kaupmannahöfn með alls konar klúbba og bari, þar á meðal hinn íslenska Jolene. HVERJU MÁ MAÐUR ALLS EKKI MISSA AF Í JÚNÍ? Distortion street festival er tónlistarhátíð í byrjun júní sem dreifist um alla borgina. Það eru alls konar uppákomur og sniðug partý tengd henni. Svo verð ég að nefna útskriftarsýningu Arkitektaskólans en það eru marg- ir svakalega hæfileikaríkir íslenskir arkitektar að fara að útskrifast. HEIMAMAÐURINN  Kaupmannahöfn SÓLEY KALDAL NEMI Þ etta undurfagra hótel er hannað af arkitektinum Frank Gehry sem einn- ig hannaði Guggenheim- safnið í Bilbao. Byggingin er eins og listaverk og skartar silfurlituð- um og fjólubláum „málmöldum“ og er staðsett í miðri Marques de Riscal-vínekrunni á Spáni en hún gefur af sér eitt frægasta vín hér- aðsins. Herbergin á hótelinu eru einnig afar svöl með viðarpanel og marmara á gólfum og svo er hægt að baða sig í sólinni uppi á þaki þar sem einnig er að finna bar. Auðvitað er kjörið að drekka rauðvín allan liðlangan daginn, en það er meira að segja hægt að leyfa líkamanum að njóta góðs af andoxunarefnum rauðvíns með því að fara í svokallað „Vino therapie“ spa á hótelinu en þar eru allar húð- snyrtivörur framleiddar úr vín- berjum og meira að segja hægt að baða sig í víni. Veitingastaður hótelsins er frá- bær en þar eldar Michelin-stjörnu- kokkurinn Francis Paniegu Baskamat. Svo er auðvitað bráð- nauðsynlegt að skreppa í vínsmökk- unarferð um héraðið og til borgar- innar Elciego sem er konfekt fyrir öll skynfærin. Skál! - amb www.starwoodhotels.com RAUÐVÍN, DEKUR & AVANT-GARDE ARKITEKTÚR Marqués de Riscal-hótelið í Rioja-héraðinu er hannað af Frank Gehry. Litrík hönnun Barinn á Marques de Riscal, líkt og önnur herbergi hótelsins, er einstaklega fallega innréttaður í heitum suðrænum litum. FERÐAMÁLASKÓLINN ICELAND SCHOOL OF TOURISM FERÐAMÁLASKÓLINN ICELAND SCHOOL OF TOURISM Umsóknarfrestur til 31. maí Opening hours: 6:45-20:00 weekdays, 8:00-18:00 weekends Fun for the whole family Free admittance for kids

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.