Fréttablaðið - 15.05.2010, Side 36

Fréttablaðið - 15.05.2010, Side 36
6 FERÐALÖG S t. Pétursborg er stór- merkileg. Þótt hún virð- ist vestræn á marga vegu kemur fljótt í ljós að það býr margt að baki þessarar merki- legu borgar. Borgin er ekki nema 300 ára gömul en á þeim skamma tíma hefur hún gengið í gegnum miklar raunir, allt frá því að Pétur mikli byggði hana sem glugga Rússlands að Evrópu, þar til kommúnisminn féll árið 1991 og allt til dagsins í dag. Fólkið hér er áhugavert. Það er ekki sérlega gefið fyrir þjón- ustulund og flestir halda sér út af fyrir sig. Ég tók eftir því frá fyrsta degi að fólk er ekkert sérstaklega hjálpsamt. Síðar var mér gert ljóst að þetta ríkir sterkt í þjóðarsálinni vegna áhrifa Stalíns. Þegar hann var við völd var ekki óalgengt að ef fólk skipti sér af einhverju eða var hreinlega fyrir gat gerst að það yrði kært fyrir landráð eða hreinlega tekið af lífi. Hálfmállaus vegna vanþekk- ingar minnar á rússnesku rölti ég gegnum götur ballettakademíunnar að styttu Katrínu miklu sem horfir tignarlega í áttina að Nevskí sem er aðalgata Pétursborgar. Hinn 9. maí síðastliðinn var haldin þar heljarinnar skrúðganga til að fagna lokum seinni heimsstyrjaldarinn- ar. Það gefur augaleið að mikið var um fagnaðarlæti sérstaklega þegar verið var að hylla þá sem lifðu af ÞAR SEM TSARINN Perlan í austri, Pétursborg, er merkileg fyrir ríkulega sögu og stórfenglegan arkitektúr. V stödd í borginni og fangaði fegurð hennar fyrir Ferðalög. Litríkir turnar Hér er blóðkirkjan í allri sinni dýrð. Virðulegur byggingarstíll Drungalegur himinn á maímorgni í Pétursborg. Horft yfir ána Útsýni yfir Vetrarhöllina. PÓSTKORT FRÁ PÉTURSBORG Skrúðganga á Nevskí Endaloka síðari heimsstyrjaldarinnar minnst. 17.–22.08. HELSINKI OG TALLINN Verð á mann frá: 140.840,- Innifalið í verði er flug, flugvalla- skattar, gisting í tveggjamanna herbergjum, morgunverður, skoðun- arferð um Helskinki, sigling til og frá Tallinn og skoðunarferð þar, skoðunarferð til Porvoo og íslenzk fararstjórn. Fararstjóri er Emil Örn Kristjánsson Verð miðast við gengi og forsendur 23. marz 2010 og 30 manna hóp. Leitið nánari upplýsinga og kynnið ykkur fleiri ferðir á okkar vegum á heimasíðu okkar www.ferdir.is Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar ehf. Sími 511 1515 www.ferdir.is outgoing@gjtravel.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.