Fréttablaðið - 15.05.2010, Síða 41

Fréttablaðið - 15.05.2010, Síða 41
LAUGARDAGUR 15. maí 2010 5 Kjóll 6.990 kr. einnig l í svörtu, silfur og dröppuðu Nýjar vörur á góðu verði Kjóll 3.990 kr. Kjóll 3.990 kr. Ermar 2.590 kr. Töskur 6.990 kr. Opið frá 11-18.00 í Smáralind „Hugur minn dvelur gjarnan hjá dýrum því mér finnst gefandi að liðsinna þeim og sjálf hef ég átt mörg gæludýr um dagana, ekki síst hunda, sem eru mínir bestu vinir,“ segir Helga Kristjánsdóttir, húsfreyja á Mel í Þykkvabæ, þar sem hún rekur gæludýragæsluna Lucky í indælli sveit skammt frá sunnlenskum fjörum. Hún segir gæludýragæslu gaml- an draum sem nú hafi ræst, en áður hefur hún tekið að sér hunda sem átt hafa erfitt vegna vanrækslu. „Ég ákvað að nefna gæludýra- gæsluna Lucky eftir hundinum mínum sáluga. Nafnið þýðir hepp- inn, og bæði vorum við sannarlega heppin að finna hvort annað. Hann hélt á vit feðra sinna á jólum fyrir tveimur árum og þar sá ég á eftir mínum besta vini um dagana. Þá hafði ég átt hann í áratylft, eða allt frá því ég fann hann á hundahótel- inu Leirum þangað sem hann hafði komið vanræktur og fundist yfir- gefinn úti í móa,“ segir Helga sem býr með þremur hundum en gætir einnig málleysingja annarra til lengri eða skemmri tíma. „Ég sérhæfi mig í hundum en tek einnig að mér fugla, ketti og önnur dýr sem ekki eiga samastað þegar eigandinn skreppur í ferða- lag eða vantar tímabundið sama- stað fyrir vin sinn. Þá sækjum við og sendum ef eigendur eru ekki í aðstöðu til að ferðast með dýrin til okkar,“ segir Helga sem verður vitni að miklum mun á gæludýrum eftir dvöl á Mel, en það sýni sig að þeim sé hollt að komast á sveita- heimili með tilheyrandi hreyfingu í náttúrunni um leið og þau njóta samvista við manneskjuna. „Þetta er óskaplega heimilisleg gæsla og þannig vil ég hafa hana. Frelsið ræður ríkjum og ég fer með hundana í fjöruferðir, kvöld- göngur og jeppaferðir. Þá er heim- ilislífið hefðbundið með góðu fæði og atlæti. Ég loka hundana aldrei í búrum, en leyfi þeim þess í stað að vera í kringum mig og horfa með mér á sjónvarpið,“ segir Helga sem keypti draumajörðina Mel árið 2005 en bjó áður í höfuð- staðnum. „Ég er Reykvíkingur, en ein af þeim sem tollir aldrei í bænum. Mamma var ráðskona í sveit og þegar ég fór að fá smjörþef af sveitinni vildi ég bara vera þar. Með aldrinum hefur svo þrá eftir sveitinni aukist, því mér leiðist ys og þys en vil hafa nóg fyrir stafni, eins og gengur í sveitum,“ segir Helga sem sinnir einnig myndlist og ritlist í sveitasælunni, en hún vinnur að bók með hundasögum sem hún á margar góðar. „Dýrin eru glöð og róleg eftir sveitadvölina og hundar sem vana- lega hlýða ekki innkalli eru farnir að hlýða eftir útrás í sveitinni. Ég skila svo hundunum hreinum og kembdum því við erum mikið að sulla í vatni og njóta náttúrunnar. Þá fer ég með smádýr út undir bert loft í hlýju veðri og hef fugla þar sem fólk labbar um svo þeir séu ekki alltaf einir,“ segir Helga sem í framtíðinni hyggst einnig bjóða hestum beit og gæslu á grösugum engjum Mels. thordis@frettabladid.is Með heppnina með sér Gæludýr verða oft útundan þegar eigendur þeirra bregða undir sig faraldsfæti um helgar en ekki tjóir að skilja þau eftir yfirgefin dögum eða vikum saman. Nú býðst þeim freistandi dvöl í íslenskri sumarsveit. Opnuð verður samsýning 23 ljósmyndara í Gallerí Fold við Rauðarárstíg í dag klukkan 15. Yrkisefni þeirra eru náttúruhamfarirnar og eldgosin á Fimm- vörðuhálsi og í Eyjafjallajökli. Á sýningunni eru margar þekktar ljósmynd- ir sem birst hafa í stærstu fjölmiðlum um heim allan auk annarra sem koma nú fyrir sjónir almennings í fyrsta skipti. Sýningin nefnist Úr iðrum jarðar. Ljósmyndararnir koma úr ýmsum áttum og nálgast myndefni sitt með ólík- um hætti en sameinast í áhuga sínum á náttúru landsins og hinum mann- lega þætti sem birtist í baráttu fólks við náttúruöflin. Sýningin stendur í allt sumar og munu nýjar myndir berast ef breytingar verða á gosinu eða fleiri gos hefjast. Úr iðrum jarðar TUTTUGU OG ÞRÍR LJÓSMYNDARAR VERÐA MEÐ SAMSÝNINGU Í GALLERÍ FOLD. Mögnuð stund. Tuttugu og þrír ljósmyndarar sýna myndir af náttúruhamförum og eldgosi í Gallerí Fold á morgun. MYND/SKARPHÉÐINN ÞRÁINSSON Helga með Dimmu, Snata og Lassie heima á Mel. Til marks um gott atlæti málleys- ingjanna hjá Helgu er tíkin Dimma sem landsmenn muna eftir að fannst grafin eftir illa meðferð. Helga tók tíkina að sér, sem nú hefur fundið innri ró og gleði á ný. M YN D /JÓ N B EN ED IK TSSO N
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.