Fréttablaðið - 15.05.2010, Page 42

Fréttablaðið - 15.05.2010, Page 42
ÁRBORG SUÐURLAND Í ÖLLU SÍNU VELDI er heiti á ljósmyndasýningu félagsmanna Bliks á Hótel Selfossi í dag frá klukkan 13 til 18 á morgun frá 11 til 18. „Upphaflega byggði flugklúbbur Selfoss þetta skýli fyrir 35 árum úr drasli. Þegar ég fór á eftirlaun var skýlið að niðurlotum komið og ég ákvað að kaupa það og gera upp,“ segir Einar Elíasson sem hefur síðastliðin fjögur til fimm ár unnið að uppbyggingu flug- skýlis nr. 1 á Selfossflugvelli. Þar hefur hann komið upp vísi að safni sem hann ætlar að opna almenn- ingi um helgina. Opið verður milli klukkan 14 og 18 á laugardag og sunnudag. Í flugskýlinu geymir hann meðal annars þrjá fornbíla sem hann á sjálfur og tvær flugvél- ar, aðra í sinni eigu og hina í eigu Jóns Guðbrandssonar dýralæknis. „Síðan ákváðum við að hafa ekki bert kvenfólk á veggjum eins og gjarnan er gert í karlaathvörfum heldur hafa í staðinn myndir af körlum,“ segir Einar glaðlega en á veggjum flugskýlisins eru hátt í tvö hundruð andlitsmyndir af körl- um, vinum Einars og kunningjum og landsfrægum mönnum í bland. „Þetta er flottar myndir og vekja talsverða athygli og kátínu,“ upp- lýsir Einar en um helgina verður einnig myndasýning með um 500 karlmannsandlitum. Einar hefur auk þess safnað að sér ýmsum minjum um Kaldaðar- nesflugvöll sem er einn sá elsti á landinu. „Bretar byggðu hér flug- völl fyrir sjötíu árum en þeir komu hingað austur fyrir fjall daginn eftir að þeir komu til Reykjavík- ur. Þeir óku strax niður á Kaldað- arnes og spurðu hvar flugvöllur- inn væri. Þá kannaðist enginn við slíkt. Hins vegar höfðu flugvélar lent á bökkum Ölfusár en fyrsta flugferð frá Reykjavík og út á land var á Kaldaðarnesbakka árið 1919,“ upplýsir Einar. Völlur Bret- anna eyðilagðist að hans sögn í flóði árið 1943 og var þá starfsem- in flutt til Keflavíkur. Eftir stóðu þó leifar af þeim 500 byggingum sem 3.000 manna herlið Breta not- aði. Einar hefur verið iðinn við að safna þessum stríðsáraminjum í fyrirhugað Kaldaðarnessafn. Einar opnar nú um helg- ina aðgang að flugskýlinu fyrir almenning. Ekki vill hann kalla það safn heldur Ekki safn. „Ég varð að finna eitthvað nafn og þar sem þetta er ekki orðið safn, en gæti orðið það með tímanum, fannst mér þetta tilvalið nafn,“ segir Einar sem setur sér engin tímamörk um hvenær safnið verð- ur fullbúið. solveig@frettabladid.is Ekki safn en vísir að því Einar Elíasson festi fyrir nokkrum árum kaup á niðurníddu flugskýli við Selfoss. Með tímanum hefur hann gert það upp og komið fyrir vísi að safni. Þetta Ekki safn verður opið almenningi um helgina. Einar Elíasson við einn af fornbílum sínum. Á bak við hann gefur að líta hluta af þeim körlum sem prýða veggi flugskýlisins. MYND/KRISTJÁN BERGSTEINSSON Þessi bolli var handmálaður í Japan árið 1933 fyrir heldrafólk á Íslandi, sem drakk rjómakaffi á hátíðisdögum. Sparistellið fór um Kóreu, með Síberíu- hraðlestinni til Moskvu og gegnum Þýskaland á uppgangsárum Hitlers til Íslands. En þú getur séð það núna í Húsinu á Eyrarbakka. Opið alla daga frá 15. maí til 15. sept. milli kl 11 - 18. Á öðrum tímum eftir samkomulagi. sími 483 1504 | husid@husid.com | www.husid.com Eistlandi á frábæru verði í beinu flugi 12.–20. júlí Miðaldaborg frá 11. öld á frábæru verði 34.990 kr., flug og skattur. Ein fallegasta borg Evrópu og á minjaskrá Unesco. Hótel per mann 4.700 kr. Í Eistland má finna sólar- strendur, kastala, hallir, friðsæl sveitaþorp, fjölbreytt menningar og listalíf. Þá er þar úrval veitingahúsa og skemmtistaða. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Þriðjudaga Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.