Fréttablaðið - 15.05.2010, Page 50

Fréttablaðið - 15.05.2010, Page 50
 15. maí 2010 LAUGARDAGUR8 Vistbyggðarráð auglýsir eftir framkvæmdastjóra Við leitum eftir drífandi einstaklingi til að starfa með stjórn Vistbyggðarráðs að fjölbreyttum og spennandi verkefnum. Vistbyggðarráð er samstarfsvettvangur 32 fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga sem vilja stefna að vistvænum starfsháttum við skipulag, hönnun, byggingu og rekstur mannvirkja á Íslandi. Við erum einbeitt í að marka leiðina að sjálfbærri þróun íslenskra mannvirkja. Verksvið: • Sinna daglegum rekstri félagsins. • Koma starfsemi Vistbyggðarráðs á framfæri. • Skipuleggja og halda utanum viðburði og vinnuhópa á vegum félagsins. • Sinna fjáröfl un fyrir félagið og leita fjármögnunar fyrir sérstök verkefni. Hæfniskröfur: • Jákvæðni, samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum • Þekking á umhverfi smálum, skipulagi eða byggingastarfsemi er kostur. • Reynsla og árangur í verkefnastjórnun er æskileg. • Háskólamenntun sem nýtist í starfi . • Kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli æskileg. • Sjálfstæð, öguð og skipulögð vinnubrög. • Reynsla af kynningar- og markaðsmálum nýtist vel. Viðkomandi þarf að geta hafi ð störf sem allra fyrst. Starfi ð er hálft stöðugildi. Umsóknir berist formanni stjórnar, Kristveigu Sigurðardóttur (kristveig@almenna.is) Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál stjórnar Vistbyggðarráðs. Umsóknarfrestur er til og með 21. maí n.k. VISTBYGGÐARRÁÐ Klúbburinn Geysir óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Starfi ð byggir m.a. á frumkvæði, samvinnu við klúbbfélaga, starfsfólk og stjórn, stefnumótun og samstarfi við klúbba erlendis. Starfssvið í samvinnu við starfsfólk og félaga felst m.a. í: • Yfi rumsjón með daglegum rekstri klúbbsins • Umsjón með fjármálum • Starfsmannamálum • Stefnumótun • Umsjón með kynningarmálum Menntunar og hæfniskröfur: • Krafi st er háskólamenntunar auk víðtækrar reynslu af stjórnunarstörfum • Reynsla og þekking á málefnum geðsjúkra í félags- og heilbrigðiskerfi nu æskileg • Jákvæðni, víðsýni og skipulögð vinnubrögð • Kunnátta í ensku og einu Norðurlandamáli nauðsynleg • Færni í mannlegum samskiptum. Æskilegt er að viðkomandi einstaklingur geti hafi ð störf í lok júní. Umsóknarfrestur er til 28. maí næstkomandi og skal umsóknum skilað íafgreiðslu blaðsins merktar ”Klúbburinn Geysir eða þær sendar á rafrænu formi á netfangið: kgeysir@kgeysir.is Nánari upplýsingar gefur Kristinn Stefán Einarsson, sími 867 4694 Klúbburinn Geysir er fyrir fólk sem á eða hefur átt við geðræn veikindi að stríða. Klúbburinn starfar eftir alþjóðlegri hugmyndafræði Fountain House, sem byggir á markvissri uppbyggingu á hæfi leikum og getu einstaklingsins. www.kgeysir.is - www.iccd.org STAÐA FRAMKVÆMDASTJÓRA Við bjóðum glæsilegt vinnuumhverfi , góða starfsþjálfun, lífl eg, fjölbreytt og skemmtileg störf. Áhugasamir geta sótt um á www.ILVA.is eða sent umsóknir á netfangið ilva@ilva.is einfaldlega betri kostur Hlutastörf um helgar Sölufólk í verslun Við leitum að smekkvísu og þjónustulipru sölufólki í hlutastörf um helgar. Viðkomandi þarf að hafa næmt auga fyrir straumum og stefnum sem og framsetningu húsgagna- og húsbúnaðar. Umsækjandi þarf að hafa náð 25 ára aldri. Viltu vera með? Verslun ILVA á Korputorgi var opnuð í október 2008 og hefur reynst kærkomin viðbót á íslenskum húsgagna- og heimilisvörumarkaði. Við erum stolt af verslun okkar, vöruúrvali og starfsfólki og höfum lagt metnað okkar í að viðskiptavinum sé þjónað á sem bestan hátt hvað varðar vörur, verð og gæði. S n æ f e l l s b æ r L a u s a r s t ö ð u r í Snæfellsbæ fyrir áhugasamt fólk! Frá og með næsta skólaári verða lausar stöður grunn- og leikskólakennara í Snæfellsbæ. Leikskólar: Í Snæfellsbæ eru tveir leikskólar, einn á Hellisandi og annar í Ólafsvík. Leikskólar Snæfelssbæjar vinna að þróunarverk- efninu um átthagafræði í samstarfi við grunnskólann og tónlistarskóla bæjarins. Leikskólinn Krílakot í Ólafsvík leitar að deildarstjóra og leikskólakennara. Við erum þriggja deilda skóli. Leikskólinn Kríuból á Hellisandi leitar að aðstoðarleikskólastjóra, deildarstjóra og leikskólakennara. Kríuból er tveggja deilda leikskóli. Hægt er að fara á heimasíðu skólanna og kynna sér starfi ð okkar frekar. http//www. krilakot.snb.is og kriubol.snb.is. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Ingigerði Stefánsdóttur í síma 433-6925 og 433-6926 eða senda tölvupóst á krilakot@snb.is og kriubol@snb.is Grunnskóli: Grunnskóli Snæfellsbæjar var stofnaður árið 2004 og er í dag staðsettur á þremur stöðum, í Ólafsvík, á Hellissandi og á Lýsuhóli í Staðarsveit. Meðal viðfangsefna er tölvuumsjón og tölvukennsla, almenn kennsla og umsjón á yngsta stigi á miðstigi vegna fæðingar- orlofs til 1. apríl 2011, nýsköpun og smíði, textílmennt og myndmennt. Aðrir möguleikar eru fyrir hendi. Lögð er áhersla á einstaklingsmiðað nám og að efl a sjálfstæði nemenda, samvinnu og árangursrík vinnubrögð með áherslu á vellíðan nemenda og virðingu þeirra fyrir sjálfum sér og öðrum. Allar starfsstöðvar skólans eru Grænfánaskólar og unnið er að þróunarverkefni í átthagafræði sem miðar að því að auka verulega kennslu tengda náttúru, aðstæðum og sögu heimabyggðarinnar. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Magnús Þór Jónsson, skólastjóra, í símum 4339900 og 8949903 eða með tölvupósti í maggi@gsnb.is Snæfellsbær er ungt sveitarfélag sem vefur sig utan um Snæfellsjökul: Staðarsveit, Búðir, Breiðuvík, Arnarstapi, Hellnar, Hellissandur, Rif, Ólafsvík og Fróðárhreppur. Í góðu veðri eru þéttbýliskjarnarnir Hellissandur og Ólafsvík í aðeins tveggja tíma akstursfjarlægð frá Reykjavík – og veðrið er að sjálfsögðu alltaf gott undir Jökli! Hér býr gott fólk sem er alltaf tilbúið til að bjóða nýja Snæfellsbæinga velkomna. Í Snæfellsbæ er sérstaklega fallegt umhverfi þar sem Snæfellsjökull ber hæst, enda býður bæjarfélagið upp á alla fl óru landsins þegar kemur að landslagi, fugla- og dýralífi . Útivist og íþróttir er hægt að stunda hvenær sem er ársins, skíði og snjóbretti, göngu- ferðir, golf, hestamennsku, sund og margt fl eira. Nýtt glæsilegt íþróttahús er í Ólafsvík og öfl ugur framhaldsskóli er í 35 kílómetra fjarlægð og eru daglegar áætlunarferðir tengdar honum. Öfl ugt tónlistarlíf er í sveitarfélaginu og félagastarfsemi með miklum blóma. Nú er að grípa tækifærið og ganga til liðs við metnaðarfullan hóp sem leggur áherslu á að gera gott skólastarf í Snæfellsbæ enn betra. Öllum umsóknum verður svarað. Hafðu samband, þú tapar engu en gætir grætt mikið! Skjalastjóri Alþingis. Skrifstofa Alþingis auglýsir eftir skjalastjóra. Starfsvið hans nær til allra sviða skrifstofunnar. Verkefni: • Dagleg umsjón með skjalastjórn skrifstofunnar. • Innleiðing nýs skjalastjórnarkerfi s. • Leiðbeiningar fyrir starfsmenn um verklag við skjalavörslu og skjalastjórn. • Önnur verkefni sem tengjast skjalastjórn skrifstofunnar. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf. Sérhæfi ng eða reynsla af skjalastjórn og rafrænum skjalastjórnarkerfum. • Góð íslenskukunnátta ásamt kunnáttu í ensku og einu Norðurlandamáli. • Færni og lipurð í mannlegum samskiptum. • Góðir skipulagshæfi leikar. • Frumkvæði og geta til að vinna sjálfstætt. • Stjórnunarreynsla er kostur. Staðan er laus nú þegar. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags starfsmanna Alþingis. Frekari upplýsingar veitir Þorsteinn Magnússon aðstoðar- skrifstofustjóri (stjórnsýsla) í síma 5630500. Umsóknir ásamt greinargóðum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu berast skrifstofu Alþingis, Kirkjustræti 10, 150 Reykjavík, merktar „skjalastjóri“, eigi síðar en 4. júní nk. Umsóknir má einnig senda með tölvupósti á netfangið starfsmannahald@althingi.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Menntaskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir kennurum til starfa haustið 2010 // Stærðfræði 100% starf // Spænska 50% starf Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist Ársæli Guðmundssyni, skólameistara, Borgarbraut 54, 310 Borgarnes, eða á netfangið: arsaell@menntaborg.is fyrir laugardaginn 29. maí 2010. Laun skv. kjarasamningi KÍ og Menntaskóla Borgarfjarðar. Nánari upplýsingar veitir Ársæll Guðmundsson, skólameistari í síma 895 2256. Skólameistari

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.