Fréttablaðið - 15.05.2010, Síða 63
FERÐALÖG 9
Við leitum að góðu fólki
Á vefnum getur þú með einföldum hætti flett í gegnum og skoðað atvinnuauglýsingar
Fréttablaðsins. Þú kaupir atvinnuauglýsingu í Fréttablaðinu - öflugasta auglýsingamiðli
ALLT ATVINNA fylgir helgarblaði Fréttablaðsins... og birtist á í viku
...ég sá það á visir.is
landsins og hún birtist frítt í heila viku á einum stærsta vefmiðli landsins –
og Fréttablaðið kynna nýjan og öflugan atvinnu- og raðauglýsingavef
KAFFI-
NING
AHÖFN
sælt.“ Markmið Laundromat Cafe er
að vera sér á báti, þar sem hagsýni
mætir huggulegheitum. Gestir geta
spilað, lesið bækur og tímarit, unnið
eða sinnt náminu.
Friðrik segir áherslumun vera
á stöðunum tveimur, þrátt fyrir
að vera undir sama vörumerki.
Á Nörrebro sækja mest leikar-
ar, námsmenn og tónlistarfólk en
meira er um fjölskyldufólk á Öster-
bro, þar sem er stórt og vinsælt
leiksvæði fyrir börnin. Á þessu ári
hefur verið 14 prósenta aukning í
rekstri staðanna og segist Friðrik
stefna á að opna þriðja kaffihúsið
í Kaupmannahöfn um leið og hús-
næði finnst.
Á næstu dögum fær Friðrik
danska sjónvarpsleikkonu til sín í
starfsþjálfun á Laundromat. Danska
ríkissjónvarpið er um það bil að
hefja tökur á nýjum sjónvarpsþætti
sem nefnist Lykke og er skrifuð af
höfundum vinsælu glæpaþáttanna
Kroniken. En aðalpersóna þátt-
anna mun starfa á The Laundromat
Café. „Hún verður að læra hvernig
teskeiðarnar eiga að snúa og hvern-
ig á að stilla saltinu upp eins og við
viljum hafa það hérna,“ segir Frið-
rik. „En þetta er auðvitað ótrúlegur
heiður og gríðarlegur markaðsleg-
ur ávinningur fyrir okkur.“
The Laundromat Cafe stendur
við Elmgade 15 á Nörrebro og við
Århusgade 38 á Österbro í Kaup-
mannahöfn.
M
YNDIR / HALLUR KARLSSON
HÁLENDISHANDBÓKIN KOMIN ÚT Í ÞRIÐJA SINN
Hálendishandbókin eftir Pál Ásgeir Ásgeirsson er nú komin út í þriðja sinn, en hún kom fyrst út árið 2001.
Í þessari nýju útgáfu eru ýmsar upplýsingar uppfærðar til samræmis við breytingar sem orðið hafa frá
útgáfu síðustu bókar, auk nýrra ljósmynda og lýsinga á nýjum áfangastöðum.
Höfundurinn Páll Ásgeir Ásgeirsson hefur skrifað fjölda leiðsögubóka fyrir ökumenn og göngumenn um
óbyggðir og hálendi Íslands auk þess að vera þekktur leiðsögumaður í ferðum Ferðafélags Íslands um
þekktar og óþekktar slóðir í íslenskri náttúru.
Fjölmargir ljósmyndarar eiga myndir í bókinni en flestar eru þó eftir Pál Ásgeir og Rósu Sigrúnu Jónsdóttur,
eiginkonu hans og ferðafélaga. Kortagerð var í höndum Ólafs Valssonar en útgáfufyrirtækið Heimur gefur út
sem fyrr.