Fréttablaðið - 15.05.2010, Side 66

Fréttablaðið - 15.05.2010, Side 66
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög MAÍ 2010 NOKKRIR ÁHUGAVERÐIR STAÐIR Í SUÐUR-AFRÍKU UTAN FÓTBOLTAVALLANNA Þótt efnahagskreppan hafi vísast bundið enda á drauma margra Íslendinga um að skella sér til Suður-Afríku í sumar í tilefni af heimsmeistarakeppninni í knatt- spyrnu er líka öruggt mál að alltaf eru einhverjir sem sjá sér fært að láta drauminn rætast. Suður-Afr- íka býður þó ekki einungis upp á fótbolta í hæsta gæðaflokki í sumar heldur er þar að finna gnótt af hlutum og stöðum sem ættu að vekja athygli ferðalanga. Kruger-þjóðgarðurinn Náttúrufegurð- inni í Suður-Afr- íku er við brugðið og trauðla fæst betra sýnishorn af henni en í hinum rúmlega aldagamla Kru- ger-þjóðgarði, sem settur var á fót til að vernda villt dýralíf á Lowveld-svæðinu. Garðurinn er um 20.000 ferkíló- metrar að stærð og þar er boðið upp á flestar tegundir af safarí- ferðum. Fílar, ljón, nashyrningar, hlébarðar og vísundar eru aðeins örfá dæmi um það sem gefur að líta í þessum stærsta þjóðgarði landsins. Höfðaborg Margir telja Höfðaborg með fegurstu borgum heims og þar er yfirdrifið nóg af áhugaverð- um stöðum fyrir ferðamenn að heimsækja og skoða. Ummerki um góða og slæma hluti í sögu landsins eru þar á hverju strái og einn af vinsælustu ferðamanna- stöðunum er Robben-eyja, þar sem Nelson Mandela, fyrsta lýðræðislega kjörnum forseta Suður-Afríku, var haldið föngnum í hámarksgæslu í áraraðir. Strand- irnar þar þykja gríðarlega tilkomu- miklar og ferðamenn flykkjast unnvörpum á Góðrarvonarhöfða, sem er suð-vestasti hluti Afríku og býr yfir mikilli náttúrufegurð. A u g lý si n g a sí m i Allt sem þú þarft…

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.