Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.05.2010, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 15.05.2010, Qupperneq 70
34 15. maí 2010 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is JÓHANN HAFSTEIN (1915-1980) FÆDDIST ÞENNAN DAG. „Þjóðfélagið verður oss kærast þegar vér unum vel sjálfu þjóðfélagskerfinu.“ Jóhann var meðal annars for- maður Sjálfstæðisflokksins, alþingismaður, bankastjóri Útvegsbankans og iðnað- ar- og dómsmálaráðherra og síðar forsætisráðherra. Járnbrautarfélag seldi stóra landspildu í Nevadaeyðimörkinni til áhættufjárfesta þennan dag árið 1905 fyrir 265 þúsund dollara og borgin Las Vegas var opinberlega stofnuð. Fyrsta byggðin á svæðinu komst samt á fót árið 1854 fyrir tilstuðlan mormónakirkj- unnar, en fór í eyði þremur árum seinna. Lögleiðing fjárhættuspils 1931 og bygging Hoov- er-stíflunnar 1931-1935 gerðu það að verkum að borgin óx með leifturhraða á síðustu öld. Í Las Vegas eru fleiri hótel en í nokkurri annarri borg enda er hún einn af vinsælustu ferðamannastöðum heims, ekki síst vegna spilavíta og blómlegs næturlífs. ÞETTA GERÐIST: 15. MAÍ 1905 Borgin Las Vegas stofnuð Tíðarandinn skín í gegn á Breiðholtsmyndum Ljósmynda- safns Reykjavíkur frá sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar sem opnuð verður sýning á í Gerðubergi á morgun klukkan 14. Þar sjást bæði framkvæmdir og fullbúin hús en ekki síst börn að leik og fólk að störfum. Sýningin ber heitið Breiðholt – Í upphafi og verður á 2. hæð Gerðubergs. Á 1. hæðinni er svo Breiðholt – Í augnablikinu, ljósmynda- sýning Friðgeirs Helgasonar í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík 2010. Þar eru myndir frá síðustu árum, Bónus að næturlagi, einmana rennibraut eða innkaupakerrur sem skildar hafa verið eftir á víðavangi. Á opnuninni mun Frið- geir bjóða gestum upp á Gumbó, sem er dæmigerður réttur frá New Orleans en þar vann hann lengi sem kokkur á bestu veitingahúsum borgarinnar. „Hugmyndin hjá okkur var sú að stilla sýningunum upp saman vegna þess að Breiðholtið hefur breyst svo mikið á þeim áratugum sem liðnir eru frá því að það reis,“ segir Hólmfríður Ólafsdóttir, verkefnastjóri Gerðubergs. Hún tekur fram að breytingar eigi reyndar almennt við um íslenskt samfélag og það sjáist greinilega við að bera saman þessar tvær sýningar. Á gömlu myndunum séu til dæmis svo mörg börn úti við, ýmist í pollagöllum eða bara á ullarfötum og gúmmískóm, skítug upp fyrir haus en hamingjusöm. „Nú eiga allir krakkar flotta galla en fara helst aldrei út.“ Hólmfríður segir mikla gleði ríkjandi á myndunum frá frumbýlingsárunum í Breiðholti. Prúðbúið fólk að taka skóflu stungur og bjartsýnina í fyrirrúmi. „Margar af mynd- um Friðgeirs eru auðvitað fallegar líka,“ segir hún. „En þær eru margar teknar að kvöldlagi þegar enginn er á ferli svo þær virka dálítið eyðilegar. Samt er Breiðholtið enn mjög fjölmennt hverfi.“ Flestar persónur á gömlu myndunum eru nafnlausar og Hólmfríður á von á að margir sem ólust upp í holtinu eigi eftir að líta inn til að gá hvort þeir sjái ekki sjálfa sig eða einhvern sem þeir þekki. Sýningin stendur frá 16. maí til 30. júní 2010 og er opin virka daga frá 11 til 17 og um helgar frá 13 til 16 en lokað er um helgar í júní. gun@frettabladid.is TVÆR SÝNINGAR UM BREIÐHOLTIÐ: OPNAÐAR Á MORGUN Í GERÐUBERGI Í ullarfötum og gúmmískóm EIN AF GÖMLU MYNDUNUM Þótt konan virðist vera að tala í GSM- síma þá passar það ekki því þeir voru ekki komnir til sögunnar þegar Breiðholtið var í uppbyggingu. Neskirkja mun óma af söng upp úr klukkan 14 í dag því þá hefjast þar vortónleikar kvennakórsins Senjórítanna þar. Í honum eru konur sem komnar eru yfir sextugt. Margar kvennanna eru búnar að syngja saman í 15 ár, frá því að kórinn var stofnaður og eru sumar komnar á nír- æðisaldur en söngurinn held- ur þeim ungum í anda. Senjórítur syngja SENJÓRÍTURNAR Vortónleikarnir eru í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Innilegar þakkir fyrir hlýjar kveðjur vegna andláts eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Guðna Jóhannesar Stefánssonar Hámundarstöðum II Vopnafirði. Aðstandendur. 85 ára afmæli Osvald Kratsch verður 85 ára þ. 16. maí 2010. Í tilefni afmælisins býður hann vinum og vandamönnum að þigg ja veitingar í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123, Reykjavík, sunnudaginn 16. maí 2010 kl. 14.00-17.00. Allar g jafi r eru afþakkaðar, en styrkja má Skátamiðstöðina v/Árbæ ef vill. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ólafur Hólm Einarsson lést á Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn 6. maí. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 19. maí kl. 13. Þeir sem vildu minnast hans, vinsamlega láti líknarsjóð stúku nr. 7, Þorkels mána, njóta þess. Stella Hólm McFarlane Gavin McFarlane Einar Hólm Ólafsson Vilborg Árný Einarsdóttir Birgir Hólm Ólafsson Ósk Jóhanna Sigurjónsdóttir afabörn og langafabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Sigríður Guðmundsdóttir áður Fjarðargötu 17, Hafnarfirði, andaðist fimmtudaginn 13. maí að Hrafnistu Hafnarfirði. Útförin fer fram þriðjudaginn 18. maí kl. 11.00 frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Björn B. Líndal Guðmundur Ingi Björnsson Ingibjörg Bertha Björnsdóttir Guðmundur Petersen Árni Már Björnsson Ásrún Jónsdóttir Sigurbjörn Björnsson Unnur Petra Sigurjónsdóttir Vilborg Anna Björnsdóttir Sigurður Flosason barnabörn og barnabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Láru Jóhannesdóttur Ferjubakka III, Borgarhreppi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi fyrir góða umönnun. Sumarliði Páll Vilhjálmsson Vilhjálmur Einar Sumarliðason Hjálmfríður Jóhannsdóttir Eva Ingibjörg Sumarliðadóttir Jóhannes Torfi Sumarliðason Anna María Sigfúsdóttir Þórdís Málfríður Sumarliðadóttir Jóhann Marvinsson Pétur Ísleifur Sumarliðason Guðrún Kristjánsdóttir Ólöf Sesselja Sumarliðadóttir Sigurbergur Dagfinnur Pálsson Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir Albert Ólafsson Ágúst Páll Sumarliðason Hafdís Gunnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Markús Kristmundur Stefánsson frá Arnarnúpi í Keldudal við Dýrafjörð til heimilis að Fitjasmára 6 í Kópavogi, lést á líknardeild Landakotsspítala 8. maí síðastliðinn. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 17. maí kl. 13.00. Hulda Jónsdóttir Kristjana Markúsdóttir Jón Albert Sighvatsson Ingibjörg E. Markúsdóttir Helgi Kristjánsson Elín Erna Markúsdóttir Páll Gíslason Auður Ásdís Markúsdóttir Viðar Einarsson Stefán Markússon Guðlaug Arnórsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og aðrir vandamenn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hulda Sigríður Guðmundsdóttir Hjúkrunarheimilinu Eir, áður Efstasundi 92, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi á uppstigningardag, fimmtudaginn 13. maí. Útför hennar fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 21. maí kl. 13. Guðmundur Páll Ásgeirsson Anna Sjöfn Sigurðardóttir Margrét Ásgeirsdóttir Magnús Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, Benny Hrafn Magnússon Kópavogsbraut 66, lést þriðjudaginn 11. maí. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 20. maí kl. 13. Björn Hrafnsson Sólveig B. Jónsdóttir María Hrafnsdóttir Jón Valur Frostason Þóra Hrafnsdóttir barnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.