Fréttablaðið - 15.05.2010, Side 72

Fréttablaðið - 15.05.2010, Side 72
36 15. maí 2010 LAUGARDAGUR BAKÞANKAR Davíðs Þórs Jónssonar ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Hlustaðu á mig, Jan-Ottó! Þú ert 36 ára gamall! Menntaður smiður! Þú ert ekki sundbolti! Ekki sundbolti! Júúú! Ég elska náttúruna! Jahá! Það hlýtur að vera þess vegna sem þú eyðir öllum þínum tíma fyrir framan sjónvarpið. Ég elska náttúrulífsþætti. PABBI! HANNES GERÐI ÞAÐ FYRIR FRAMAN MIG AFTUR! LÁTTU HANN HÆTTA! ÞETTA ER ÓGEÐSLEGT OG LYKTAR ILLA! Allt í lagi, ég tala við hann. Hættu að borða hákarl fyrir framan systur þína. Hvaða bölvuðu öskur eru þetta eiginlega?! Þótt þú hafir skilað einum litlum nýrnasteini!! Þegar ég var strákur háðu gott og illt hat-ramma baráttu um yfirráðin í lífi mínu. Þessi öfl tóku þá jafnan á sig mynd skemmti- legs og leiðinlegs, en ég upplifði þessi átök sem glímu góðs og ills. Oft var skemmtilegt en stundum réð hið leiðinlega eitt ríkjum. Til dæmis voru handavinnu- og leikfimitím- ar ein samfelld sigurganga hins illa. Í MENNTASKÓLA var smíði ekki lengur skyldunámsgrein, en þá tóku bara saga og stærðfræði við hlutverki málaliða myrkra- aflanna í lífi mínu. Einkum mistókst stagli sögulegra staðreynda um löngu dautt kónga- og keisarapakk, sem kom mér minna en ekki neitt við, gjörsamlega að kveikja í mér nokkurn minnsta neista af áhuga. Því miður get ég ekki bætt aftan við þessa setningu orðunum „hvern- ig sem ég reyndi“, því satt best að segja þá reyndi ég ekki. Þetta var einfaldlega leiðinlegt og því ekki til neins að reyna að finnast það skemmti- legt, það var jafnlangsótt hugmynd og að hægt væri að ákveða að finnast hið illa gott. ÞESSA sá auðvitað stað í einkunnunum mínum. Til dæmis tókst mér bæði að falla í stærðfræði 203 og tvisvar sinnum í sögu 112, í seinna skiptið eftir að hafa skrifað langa rit- gerð á prófi um baráttu Olivers Cromwells við Maríu Stúart. Þau voru reyndar ekki uppi á sömu öld. Í NÁMI mínu í guðfræði hef ég kynnst mörgum skemmtilegum námsgreinum, t.d. ritskýringu áhugaverðra ritningarstaða, hugmyndafræðilegri samtímasögu Nýja og Gamla testamentisins og trúarlegri tján- ingu allt frá Assýríu og Babýlon til Lúth- ers, Schleiermachers, Bultmanns og Bon- hoeff ers. Þess vegna kemur það mér alltaf dálítið á óvart þegar skólasystkin mín taka sig til og skrifa lokaritgerðir í kirkjufræði eða litúrgíu. Sjálfum finnst mér hlaðborð guðfræðinnar geyma svo margt miklu safa- ríkara en það. EN ÉG hef líka kynnst því að maður hefur dálítið um það að segja sjálfur hvað er skemmtilegt. Jafnvel þjóðkirkjuhugtak- ið í skrifum Karls Sigurbjörnssonar verð- ur mun áhugaverðara rannsóknarefni ef maður nálgast það ekki með þá fyrirfram- gefnu hugmynd að þetta verði ábyggilega sú mest svæfandi pæling sem maður hafi nokkru sinni lagst í. Lífið er nefnilega of stutt til að maður geti leyft sér að nálgast viðfangsefni þess sem eitthvað sem maður verði að afplána til að því ljúki. Og með því móti opnar maður líka fyrir þann möguleika að maður verði í raun einhvers vísari. Lærdómur og leiðindi Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Tryggðu þér miða á eina af rómuðustu sýningum Vesturports Takmarkaður sýningafjöldi Miðasala er hafin!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.