Fréttablaðið - 15.05.2010, Page 78

Fréttablaðið - 15.05.2010, Page 78
42 15. maí 2010 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is OKKUR LANGAR Í … DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA SARA MCMAHON www.jonogoskar.is Laugavegur 61 / Smáralind / Kringlan Stjarna 14 kt. gull kr.10.900,- Stjarna úr silfri, næla kr. 4.900,- Rós 14 kt. gull kr. 12.900,- Stúdentastjarnan og -rósin 2010 fallegar stúdentsgjafir sem fást hjá okkur IPAA RR \ TBW A •SÍA •100954 > HÆST LAUNUÐU FYRIRSÆTURNAR Forbes birti nýlega lista yfir best launuðu fyrirsætur heims og þar tróna flestallar sömu stúlkurnar á toppnum og undanfarin ár. Síðasta ár var sérstak- lega hagstætt fyrirsætunum Gisele Bundchen, Heidi Klum og Kate Moss sem eru allar mæður, og þrjár af hæst launuðu fyrirsætum heims eru nýbúnar að eignast börn. Þess má geta að hin 38 ára gamla Claudia Schiffer sat nýlega fyrir allsnakin á forsíðu Vogue komin átta mánuði á leið. Haustlína hinnar bresku Vivienne Westwood kom nokkuð á óvart og var ein hennar sterkasta undanfarin misseri. Fötin voru brjáluð blanda af ömmulegum skóm og pilsum við alls kyns peysur og sjöl og sjúskaða ballkjóla. Útkoman minnti á breskar hefðardömur sem höfðu lent í allsvakalegu partíi, jafnvel í reifi hjá sígaunum úti á akri. Klassísku bresku áhrifin voru augljós í fallega sniðnum reiðjökkum og buxum og gamaldags síðkjól- um en engu að síður gætti væns skammts af pönki og sýru. Til að kóróna áhrifin voru fyrirsætur málaðar með klesstum svörtu eyeliner og eldrauðum varalit og sumar fengu meira að segja að skarta yfirvaraskeggi. Sérlega töff lína frá bresku pönkdrottn- ingunni. - amb WESTWOOD LEIKUR MEÐ BRESKAR HEFÐIR: SKEMMTILEG ÓREIÐA GAMALDAGS Fallegar buxur og reiðjakki sem minnir á tíma Játvarð- ar Englands- konungs. BLÖNDUÐ ÁHRIF Fín- legar buxur og gamal- dags slá við rokkaðan bol og klút. MYNSTUR OG PRJÓN Fallegur hnésíður kjóll með prjónuðum ermum við vængjaða skó. PELS Síður ball- kjóll með tjulli við uppreimaða skó og mikinn pels. SLÆÐUR Þessi blanda minnti jafnvel á sígauna- konur fyrri alda. ALLS KYNS MYNSTUR Kokkteill sem samanstendur af bleikum mynstruðum síðkjól, síðu prjónasjali, mynstruðum sokkabuxum, hlébarðaskóm og barðahatti. Samkvæmt dagatalinu er sumarið löngu komið og því ætti fólk að hafa pakkað niður vetrarflíkunum og dustað rykið af sumarklæðnaði sínum. Sumarið er komið og maður finnur angan af vorinu í hvert sinn sem maður stígur út og ósköp er gott að finna ylinn frá sól- inni á vanga sínum á ný eftir veturinn. Því miður er ég þó þannig af Guði gerð að ég þoli ekki við í miklum hita. Ég verð auðveld- lega pirruð, missi getuna til að hugsa rökrétt auk þess sem ég verð sérstak- lega löt og vil síður þurfa að hreyfa mig, sem er miður, því sumarið er tíminn. Annar stórkostlegur galli er að ég klæð- ist helst svörtum eða dökklitum flíkum, þó auðvitað leynist inn á milli einstaka blómakjóll í fata- skápnum. Fataskáp- ur minn er því ávallt jafn illa undirbúinn fyrir sumarkomuna, svona svartlitur og þunglyndislegur. Ég hef því ákveð- ið að í sumar skuli ég finna mér léttan, sumarlegan og klassískan kjól sem ég get að sumri loknu stungið inn í skápinn og dregið fram aftur að ári liðnu þegar sól fer að hækka. Með þessu ætti ég að geta komið í veg fyrir ósumarlegan klæðnað minn í framtíðinni. Ef marka má hin fjölmörgu tískublogg sem finnast á alheimsvefnum virðast röndóttir bolir og víðar buxur ætla að tolla áfram í tískunni í sumar. Auk þess verða skræpóttar flíkur í anda M.I.A og Rihönnu í tónlistarmyndbandinu við lagið Rude Boy geysivinsælar ásamt gólfs- íðum kjólum og pilsum í anda tíunda áratugarins. Það er því úr nógu að velja þegar halda skal í bæinn í leit að hinu fullkomna sumardressi, vandinn sem ég stend frammi fyrir núna er að ákveða hvaða stíll skuli vera minn í sumar. Verða það rendur, skræpóttur mittisbolur eða fal- legt skósítt pils? Vandi er um slíkt að spá! Alklæðnaður fyrir sumarið … nýja matta meikið frá Chanel sem gefur púðurkennda postulínsáferð á andlitið sem helst allan daginn en er samt létt og náttúruleg. … þessi ofursvölu sólgleraugu frá Alexander McQueen eru fullkomin og láta mann líta út eins og meðlim The Jesus and Mary Chain. … Það er eitthvað Chanel-legt og fallegt við þessa einföldu og sumarlegu peysu frá Malene Birger.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.