Fréttablaðið - 15.05.2010, Síða 82

Fréttablaðið - 15.05.2010, Síða 82
46 15. maí 2010 LAUGARDAGUR Páll Óskar, Jói Fel, Jón Ársæll, Sveppi og fleiri frægir sýndu á sér nýjar hliðar í þættinum Steindinn okkar í gærkvöldi. Steindi hefur fengið góðar viðtökur og segir lítið mál að fá fólk til að taka þátt í gríninu. „Páll Óskar og Jói voru strax til í þetta og mjög hressir. Þeir gerðu líka allt sem við báðum þá um að gera, þeim fannst þetta ekkert skrýtið, enda sturlaðir menn eins og atriðið sýnir,“ segir grínistinn Steindi Jr. Lokaatriðið í Steindanum okkar í gær vakti mikla athygli, en þar börðust t.d Páll Óskar og Jói Fel, en sá síðarnefndi notaði sérbökuð vínarbrauð sem vopn. „Við vorum heppnir að Jói var nýbúinn að dæma sveinspróf, þannig að hann kom bara með poka af nýbökuðu með sér.“ Spurður hvort hann lendi í erf- iðleikum með að fá fræga fólk- ið til að taka þátt í gríninu, segir Steindi að það sé þvert á móti mjög auðvelt. „Það er alltaf meira vesen að fá vini sína í að gera eitt- hvað,“ segir hann. Fréttablaðið greindi frá því að fyrsti þáttur Steinda hafi slegið gullkálfunum Sveppa og Audda við í áhorfi á meðal áskrifenda Stöðvar 2. Þeir hafa báðir farið með hlutverk í Steindanum okkar og Steindi forðast þórðargleði þegar þetta er borið undir hann. „Þetta er náttúrlega engin keppni – við erum á sömu stöðinni,“ segir Steindi og kveðst ánægður með góðar viðtökur. atlifannar@frettabladid.is Erfiðara að plata vinina til að leika en fræga fólkið HNÍFABARDAGI Páll Óskar og Jói Fel berjast upp á líf og dauða í þættinum Steindinn okkar. Jói notaði að sjálf- sögðu sérbakað vínarbrauð sem vopn, en Páll varðist fimlega með hnífi. Steindi segir talsvert erfiðara að fá vini sína til að taka þátt í gríninu, en þekktu einstaklingarnir eru yfirleitt strax til í tuskið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Fjölmiðlar hið vestra halda áfram að velta sér upp úr sam- bandsslitum Óskarsverðlauna- hafans Halle Berry og fyrrum sambýlismanns hennar, Gabriels Aubry. Nýjustu fregnir herma að Aubry hafi þegar fundið sér nýja kærustu og ku sú starfa sem fyr- irsæta líkt og hann. „Að vita það að Gabriel hafi komist svo fljótt yfir sambandsslitin og sé farinn að hitta aðra konu gerir Halle mjög öfundsjúka. Gabriel dvaldi mikið í heimalandi sínu, Kan- ada, á meðan þau voru saman og Halle óttaðist oft að hann væri farinn að hitta aðra konu,“ var haft eftir heimildarmanni. Öfundsjúk ÖFUNDSJÚK Halle Berry óttaðist að sambýlismaður sinn yfirgæfi hana fyrir aðra konu. NORDICPHOTOS/GETTY Hönnunarsamkeppni um hönnun barmmerkis Fyrir Skottur félag um Kvennafrídaginn á vegum Hönnunarmiðstöðvarinnar. Merkið á að selja til styrktar baráttu gegn kynbundnu ofbeldi og mansali. Merkið þarf að höfða bæði til karla og kvenna. Verðlaunahafinn hlýtur 250.000 kr. í verðlaun. Skila skal hugmyndum fyrir mánudaginn 14. júní 2010. Úrslit samkeppninnar verður tilkynnt laugar-daginn 19. júní 2010. Sýning á völdum innsendingum fer fram á sama tíma. Skottur félag um 24. október munu eiga einkarétt á notkun merkisins sem verður fyrir valinu. Sjá nánar á honnunarmidstod.is og kvennafri.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.