Fréttablaðið - 15.05.2010, Side 83

Fréttablaðið - 15.05.2010, Side 83
LAUGARDAGUR 15. maí 2010 47 Blindu hjónin Amadou & Mariam héldu vel heppnaða tónleika í Laugardalshöll á miðvikudag ásamt hljóm- sveit sinni. Um var að ræða opnunartónleika Listahátíð- ar í Reykjavík sem stend- ur yfir til 5. júní. Amadou & Mariam, sem koma frá Malí, hafa vakið heimsat- hygli fyrir einstakan og líf- legan tónlistarbræðing og var góður rómur gerður að frammistöðu þeirra í Höll- inni. Sýndu þau að það er engin tilviljun að þau hafa spilað fyrir Barack Obama, Bandaríkjaforseta, og með flytjendum á borð við Cold- play, Damon Albarn og Manu Chao. Skemmtilegur bræðingur Hjónin frá Malí skemmtu áhorfendum Laugardalshallarinnar með hressilegum tón- listarkokkteil. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Jón Gunnar, Alexander, Rakel Sif og Eygló skemmtu sér vel í Höllinni. Ólafur og Fríða voru brosmild og hress á tónleikunum. Tómas Ken og Þóra S. Magnúsdóttir voru á meðal gesta. Helga Bryndís og Edda Hrönn hlýddu á líflegan tónlistarbræðinginn. Hrefna og Elín létu sig ekki vanta í Laugadalshöllina. Ljósmyndarinn Aldís Pálsdóttir opnar sýninguna Suðurgata 27 á kaffihúsinu Skrúðgarðinum á Akranesi í dag, en hún starfaði meðal annars fyrir danska tísku- ljósmyndarann Steen Evald, sem er jafnframt hirðljósmyndari dönsku konungsfjölskyldunnar. „Það er eitt verk sem ég gerði sérstaklega fyrir þessa sýningu sem samanstendur af mörgum litlum myndum sem ég tók á Akranesi. Ég mun einnig sýna nokkrar ævintýratískuljósmynd- ir sem mér þykir mjög vænt um og einnig verður á staðn- um barnahorn sem ég fyllti af ýmsum skemmtilegum mynd- um,“ útskýrir Aldís. Aldís lærði ljósmyndun í Dan- mörku og eftir útskrift var hún ráðin til starfa til hins virta ljós- myndara Steen Evald. „Ég var aðallega að taka tískuljósmynd- ir á meðan ég starfaði á stofunni en samhliða því var ég að vinna í eigin verkefnum. Við fjölskyldan ákváðum að flytja heim síðasta sumar og síðan þá hef ég alfar- ið verið að vinna sjálfstætt. Það gengur ágætlega, ég hef nóg af verkefnum, sama þó ég setji mér þau sjálf eða sé að vinna fyrir aðra. Þannig að það er nóg í píp- unum,“ segir Aldís og hlær. Aðspurð segist hún hafa gaman af því að taka ljósmyndir af fólki og skipti þá engu hvort ljósmyndirnar séu tískutengdar eður ei. „Mér finnst bara gaman að taka myndir og þá sérstak- lega af fólki, sama hvort þær séu tískutengdar eða ekki. En ætli ævintýramyndir heilli mig ekki mest og lýsi mér best sem lista- manni,“ segir Aldís að lokum. Sýning hennar opnar klukkan 16 í dag. - sm Gaman að mynda fólk MYNDAR FÓLK Ljósmyndarinn Aldís Pálsdóttir opnar sýningu á kaffihúsinu Skrúð- garðurinn í dag. Til sýnis verður stórt myndverk sem hún gerði sérstaklega fyrir sýninguna. MYND/ALDÍS PÁLSDÓTTIR Rockwood Premier 2317G Verð: 2.998.000kr Verð: 2.798.000kr Rockwood 191XR OFF ROAD Verð: 2.698.000kr Rockwood Premier 1904 Ríkulegur staðalbúnaður í Rockwood fellihýsum Opnunartími: Mán - Föst. kl: 10-18 Laugad kl: 12-16 • Galvaníseruð grind • Evrópskar þrýstibremsur • Upphitaðar 12 cm springdýnur • Tjakkar með sandskeifum á öllum hornum • Góð fjöðrun, fjaðrir sem henta vel á íslenskum vegum • Útdraganleg trappa við inngang • Breitt nefhjól (uppblásið gúmmídekk) • Handbremsa og varadekk m/hlíf • 50 mm kúlutengi • 220v tengill (blár skv. reglugerð) • Útvarp með geislaspilara, hátalarar inni og úti • Radial dekk / 13” álfelgur • Vatnsh. öndunardúkur í svefnrými • Dometic kæliskápur XL 2,5 cubic • SMEV ryðfrí gaseldavél m/rafstarti • 2 gaskútar • Gasviðvörunarkerfi • Öflug Truma combi 4 miðstöð m/heitu vatni • Stór loftlúga m/þriggja hraða viftu • Skyggni (markísa) • Skyggðir gluggar • Flugnanet f. gluggum og hurð • Gardínur f. gluggum og svefnrými • 2ja feta geymsluhólf • Stórt farangurshólf • Voldugir öryggisarmar fyrir þak og tjald • 3 x 12 volta loftljós og 1 x útiljós • 1 x færanlegt lesljós með viftu • 110 amp rafgeymir • Heitt og kalt vatn, tengt • Rafmagnsvatnsdæla • 86 lítra vatnstankur • Klósett með hengi Fossháls 5-7 110 Reykjavík Sími 551 5600 Fax 551 5601 utilegumadurinn.is Rockwood fellihýsi fyrir Íslenskar aðstæður Torfæru útgáfan frá Rockwood fyrir þá sem vilja komast lengra. m/ útdraganlegri hlið. • upphækkað á 15” dekkjum • sér styrkt grind og sterkari hjólabúnaður. verður haldinn mánudaginn 31. maí í Grjótnesi Skrifstofu EFÍA Hlíðarsmára 8 Kópavogi kl. 17:00. Stjórn Eftirlaunasjóðs FÍA. Ársfundur Eftirlaunasjóðs FÍA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.