Fréttablaðið - 15.05.2010, Síða 88
52 15. maí 2010 LAUGARDAGUR
FÓTBOLTI Landsliðskonan Guðrún
Sóley Gunnarsdóttir hefur ekki
enn jafnað sig eftir tvö höfuð-
högg sem hún fékk síðasta sumar
– fyrst í leik gegn Frakklandi á EM
í Finnlandi og svo með félagi sínu,
Djurgården, í Svíþjóð.
Tæpir níu mánuðir eru síðan
Guðrún Sóley fékk fyrra höfuð-
höggið sem hún er enn að jafna
sig á í dag. Það var í fyrri hálf-
leik í fyrsta leik Íslands í Finn-
landi. Hún kláraði ekki bara leik-
inn, heldur alla aðra leiki Íslands
á mótinu. Þegar tímabilið hófst svo
aftur í Svíþjóð þrýstu forráðamenn
Djurgården á hana um að spila með
liðinu á lokaspretti tímabilsins og
gaf læknir félagsins grænt ljós á
það. En Guðrún Sóley fékk aftur
í þriðja leik sínum eftir EM þungt
höfuðhögg og heilahristing sem
hafði alvarlegar afleiðingar.
„Þetta versnaði nokkuð eftir
síðara höggið,“ segir Guðrún
Sóley við Fréttablaðið. „Ég var
með hausverk í 3-4 mán-
uði og var vissulega orðin
skelkuð um heilsufar-
ið mitt. Ég var orðin
stressuð á því að þetta
myndi ekki fara. En ég
er orðin betri í dag og
hætt að fá hausverk á
hverjum degi. Ég fæ
enn hausverk af og til
en ég er orðin bjartsýn
á að ég nái mér.“
„En ég hafði aldrei á
ævinni fengið hausverk
áður en ég fékk höggið í
leiknum gegn Frökkum.
Eftir það byrjaði ég bæði
að fá stöðuga hausverki sem og
mígreniköst,“ segir Guðrún Sóley.
Læknar hennar segja að hún þjáist
af því sem kallað er á ensku „post-
concussion syndrome“.
„Það sem gerðist er að ég fékk
mar á heila sem getur verið lengi
að jafna sig. Læknarnir geta í raun
ekkert sagt um lengd bataferlisins
en það getur verið allt frá nokkrum
mánuðum til nokkurra ára. Þetta
eru því mjög óvenjuleg meiðsli
fyrir íþróttamann að því leyti.“
Þrátt fyrir að ástand hennar sé
skárra nú hefur hún ekkert getað
sinnt knattspyrnunni. „Ég get enn
ekki hlaupið án þess að fá hausverk
– og maður þarf víst að hlaupa eitt-
hvað í fótbolta,“ segir hún í léttum
dúr. „Það eina sem ég get gert er
bara að bíða róleg. Ég vona auð-
vitað að ég komist aftur í boltann
en ætla þó ekki að taka neina
áhættu og flýta mér of fljótt
af stað.“
Samningur hennar við
Djurgården rann út í haust
og samdi hún við félagið á
nýjum forsendum. „Ég fæ í
raun algerlega að stjórna
ferðinni sjálf nú og þarf
ekki að hlusta á neina aðra
lækna en mína eigin,“
segir hún. „Það þýðir
að ég er reyndar
á lægri launum en
þau hækka þegar
ég byrja að spila
aftur,” sagði hún en
Guðrún hefur unnið í
sænska seðlabankanum
samhliða boltanum.
eirikur@frettabladid.is
Var farin að óttast um heilsufarið
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir er enn frá knattspyrnuiðkun vegna höfuðmeiðsla sem hún varð fyrir í fyrra.
Hún var með höfuðverk í marga mánuði en hefur skánað heilmikið. „Fékk aldrei hausverki áður,“ segir hún.
GUÐRÚN SÓLEY Hennar er sárt saknað úr íslenska landsliðshópnum en hér er hún í
leik gegn Þýskalandi á EM í Finnlandi. NORDIC PHOTOS/AFP
Í janúar síðastliðnum neyddist Guðrún Sóley til að hafna draumatilboði frá
liði í bandarísku atvinnumannadeildinni – Chicago Red Stars vegna höfuð-
meiðsla sinna.
„Ég var enn með hausverk þegar kom að því að taka lokaákvörðun og
því treysti ég mér engan veginn til að fara út. Það var eftir á að hyggja rétt
ákvörðun enda er tímabilið hafið þar núna og ég get enn ekkert spilað. En
þetta var vissulega frábært tækifæri og sem betur fer hafði þjálfari liðsins
skilning á þessu. Hún hafði sjálf hlotið sömu meiðsli sem leikmaður og við
ætlum aftur að vera í sambandi fyrir næsta ár,“ segir hún.
Hafnaði draumatilboði frá Bandaríkjunum
FÓTBOLTI Breiðholtsliðin ÍR og
Leiknir, eru einu liðin með
fullt hús stiga eftir fyrstu tvær
umferðir 1. deildar karla í fót-
bolta, eftir sigur í leikjum sínum.
Víkingur, KA og HK unnu einn-
ig sína leiki í fyrstu umferð en
náðu ekki að fylgja þeim sigrum
eftir í gær.
Hilmar Árni Halldórs-
son tryggði Leikni 1-0 sigur á
Þór Akureyri og Björn Viðar
Ásbjörnsson skoraði bæði mörk
ÍR-inga í 2-1 sigri í Njarðvík.
Oddur Björnsson og Haraldur
Björnsson tryggðu Þrótti 1-0 úti-
sigur á HK. Oddur skoraði sigur-
markið á 65. mínútu og Haraldur
Björnsson varði víti frá HK-
manninum Ásgrími Albertssyni á
71. mínútu. - óój
1. deild karla í fótbolta í gær:
Breiðholtið
með fullt hús
Í STRANGRI GÆSLU Þróttarar vörðust vel
í gær og unnu HK 1-0. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Úrslit í 1. deild karla í gær:
KA-Grótta 1-1
Haukur Hinriksson - Magnús Bernhard Gíslason.
HK-Þróttur 0-1
0-1 Oddur Björnsson (65.)
Leiknir R.-Þór Ak. 1-0
Hilmar Árni Halldórsson
Fjölnir-Víkingur 2-2
Viðar Guðjónsson, Pétur Georg Markan - Dofri
Snorrason, Þorvaldur Sveinsson
Njarðvík-ÍR 1-2
Ísleifur Guðmundss. - Björn Viðar Ásbjörnss. 2