Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.05.2010, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 25.05.2010, Qupperneq 22
 25. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR4 „Við bræðurnir höfum alltaf verið nánir, en líffæragjöfin hefur tengt okkur enn traustari böndum. Nú er hann enda kominn með hluta af mér í skrokkinn, en þarf að bryðja slatta af töflum til að þola mig, vegna þess því líkaminn reynir ævina út að hafna aðskotahlutum á borð við líffæri annarra,“ segir austfirski vélvirkinn og fjölskyldu- faðirinn Haukur Guðjónsson sem nú er óðum að braggast eftir að hafa gefið Ásmundi bróður sínum nýra í mars. Þá hafði Ásmundur barist við nýrnabilun um árabil en undir það síðasta voru nýru hans nánast hætt að starfa. „Ég hef alltaf verið hlynntur líf- færagjöf og er ennþá harðari stuðn- ingsmaður þeirra núna. Menn verða að skoða hug sinn rækilega í þeim efnum og láta sína nánustu vita af óskum sínum, því á Íslandi er það alfarið í höndum aðstandenda hvort líffæri eru gefin eftir andlát, burt- séð frá því hvort hinn látni hafi skilið eftir sig líffæragjafakort,“ segir Haukur og bætir við að eng- inn gefi öðrum lifandi nýra nema sínum nánustu. „Við erum fjögur systkinin og ég var álitinn heppilegasti nýrnagjaf- inn í hópnum. Til að geta gefið nýra þarf maður að vera heill heilsu og í réttum vefjaflokki fyrir nýrnaþeg- ann. Þá er betra fyrir ónæmiskerfi nýrnaþegans að skyldleiki sé með gjafanum,“ segir Haukur sem hafði rétt mánaðar fyrirvara til að gefa endanlega ákvörðun um að gefa bróður sínum nýra, en fyrst var hugmyndin viðruð við hann fyrir tveimur árum. „Ég var því búinn að melta þetta lengi og ræða við fjölskyld- una, sem öll studdi mig að gefa nýrað. Það er mikils virði að gefa líffæri því í því felst lífgjöf. Í til- viki Ásmundar snerist líf hans um að verja dögunum í kviðskiljun en þegar nýrnabilun herjar á líkam- ann stefnir líf manns hægt og bít- andi í átt að endalokunum,“ segir Haukur. Hann lagðist undir hníf- inn hjá Eiríki Jónssyni og Jóhanni Jónssyni skurðlækni sem starfar í Bandaríkjunum en framkvæmir nýrnatöku úr lifandi gjafa tvisvar á ári hérlendis. Þess má geta að nýra er um 150 grömm. Aðgerðin er stærri hjá nýrnagjafa en nýrnaþega, en alls var Haukur fimm daga á sjúkra- húsi og í sjö vikur frá vinnu á eftir. „Hjá mér þurfti að fara inn í kvið- arholið á gamla mátann og inn fyrir lífhimnu til að sækja vinstra nýrað. Aðgerðin er gerð með skurði á síð- unni, en er vanalega gerð í gegn- um göt nú á dögum. Ég þurfti að fara í gömlu aðgerðina þar sem ég reyndist vera með tvær slag- æðar í stað einnar að nýranu, sem er sjaldgæfara og krefst mikillar nákvæmnisvinnu undir hnífnum,“ segir Haukur sem starfar sem vél- virki hjá Fjarðaráli á Reyðarfirði, þar sem hann hefur mætt ríkum skilningi og velvild vegna nýrna- gjafarinnar. „Að missa nýra takmarkar líf nýrnagjafans ekki á nokkurn hátt, en víst er að maður passar líf sitt betur þegar maður hefur gengið í gengum þessa reynslu og veit um hvað málið snýst ef eitthvað klikk- ar. Það eina sem ég verð að passa er að fórna ekki hinu nýranu með því að stunda hörkuíþróttir eins og knattspyrnu eða motocross þar sem illa gæti farið ef ég fengi högg í síðuna. Ég lifi því eins og áður, en fyrsta kastið stækkar nýrað til að verða öflugra og erum við bræð- ur nú með sömu skiljun, sem er 125 í gildi kreatíns en var 950 hjá Ásmundi áður en hann fékk nýja nýrað,“ segir Haukur, himinglað- ur að bróðir sinn sé á góðum bata- vegi. „Nýja nýrað svínvirkar, en eftir langvarandi veikindi þarf Ásmund- ur að styrkja sig og fara með gát. Það sem upp úr stendur eftir þessa lífsreynslu er að Ásmundur sé að komast til heilsu. Ég hafði áhyggj- ur af honum og vont að horfa upp einhvern sér nákominn rétt standa í lappirnar vegna vanheilsu. Nú á hann von til þess að ná góðri heilsu á ný og lifa miklu betra lífi.“ Þess má geta að líffæragjöf bjargar mannslífum og bætir lífs- gæði, en ávallt er mikil vöntun á líffærum. Sjá nánar á www.land- laeknir.is/Pages/1499 og nyra.is/ index.html. thordis@frettabladid.is Gaf bróður sínum nýra Engin gjöf er óeigingjarnari eða dýrmætari en lífgjöf. Það fékk vélvirkinn Haukur Guðjónsson að kynnast þegar hann hiklaust lagðist undir hnífinn til að afhenda bróður sínum nýra til betri heilsu og lífsbjargar. Haukur Guðjónsson segir starf sitt sem vélvirki hjá Fjarðaráli líkjast starfi flugstjóra sem situr við stýribúnað og stjórnar þaðan, sem henti honum vel nú þegar hann fer sér hægt af stað eftir nýrnagjöf til bróður síns. Hér er hann í sinni fyrstu bátsferð eftir aðgerðina og andar glaður að sér fersku sjávarlofti. MYND/ÚR EINKASAFNI 20% afsláttur af öllum BASLER-vörum út maí! Skipholti 29b • S. 551 0770 VEITINGASTAÐUR - VERSLUN - TAKEAWAY Suðurlandsbraut 12 - Sími 557 5880 - www.kruska.is Opið alla virka daga frá 11:00 til 20:00 Tilboðið gildir til 7. júní. Matseðill okkar er endurnýjaður vikulega og er aðgengilegur á heimasíðu okkar, www.kruska.is VORDAGAR HJÁ KRÚSKU 2 FYRIR 1 2 fyrir 1 af rétti dagsins eftir kl. 14. Ertu með eitthvað gott á prjónunum? Sjálfboðaliðar í Kópavogsdeild Rauða krossins prjóna og sauma ungbarnaföt fyrir börn í neyð. Hópurinn, sem kallast Föt sem framlag , mun hittast næst og prjóna í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11, 2. hæð, miðvikudaginn 26.maí kl. 15-18. Á staðnum verða prjónar, garn og gott fólk sem hittist reglulega og lætur gott af sér leiða. Velkomið er að taka með sér eigið prjónadót. Þeir sem vilja gefa garn í verkefnið vinsamlega hafið samband. Kaffi á könn- unni og með því. Allar nánari upplýsingar í síma 554 6626 . Sjálfboðamiðstöð Hamraborg 11 opið virka daga kl. 10-16 sími 554 6626 kopavogur@redcross.is redcross.is/kopavogur Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.