Fréttablaðið - 25.05.2010, Page 29

Fréttablaðið - 25.05.2010, Page 29
FASTEIGNIR.IS 25. MAÍ 201021. TBL. Fasteignamarkaðurinn hefur til sölu fallegt einbýlishús á þremur hæðum við Lynghaga. H úsið er 243,5 fm á þremur hæðum með aukaíbúð í kjallara. Það stendur á 645 fm gróinni og ræktaðri lóð. Komið er inn í flísalagða for- stofu með skápum. Gestasnyrting er með flísum á gólfi og glugga. Hol er parketlagt. Eldhús er með ljósri viðarinnréttingu með flís- um á milli skápa. Góð borðaðstaða er í eldhúsi. Í húsinu eru bjartar samliggjandi stofur með teppi og parket á gólfi. Útgengt er á suður- svalir úr stofu. Gengið er upp fallegan stiga á efri hæð. Þar er baðherbergi með flísum á gólfi og hluta veggja. Inn- rétting er hvít. Hjónaherbergi er rúmgott með fataherbergi innaf og dúk á gólfi. Útgengt er á svalir úr hjónaherbergi. Tvö parketlögð barnaherbergi eru á hæðinni með skápum. Rúmgott geymsluris er yfir efri hæðinni. Í kjallara er stúdíóíbúð. Þar er baðherbergi með sturtu og tengi fyrir þvottavél. Eldhús er með hvítri eldri innréttingu. Stofan/ herbergið er parketlögð. Einnig er í kjallara geymslu- skápur undir stiga. Geymsla með hillum og glugga. Þvottahús með sturtuaðstöðu. Innaf þvottahúsi er lagnaherbergi. Við inngang í kjall- ara er köld útigeymsla. Einbýli með aukaíbúð Húsið stendur á gróinni lóð í Vesturbænum. heimili@heimili.is Sími 530 6500

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.