Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.05.2010, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 25.05.2010, Qupperneq 62
34 25. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR „Þetta var auðvelt. Við rennd- um í þetta nokkrum sinnum og fundum rétta grúvið. Svo var bara sungið yfir þetta,“ segir Kiddi í Hjálmum. Hljómsveitin hefur tekið upp nýja útgáfu af hinu vin- sæla lagi Grafíkur, Húsið og ég, ásamt fyrrum söngvara Grafíkur, Helga Björnssyni. Lagið verður að finna á vænt- anlegri safnplötu frá Kimi Records þar sem mismun- andi hljómsveitir leiða saman hesta sína. „Við hittum Helga á Aldrei fór ég suður-hátíð- inni. Hann kom upp á svið og við tókum langa og góða útgáfu af laginu. Svo ræddum við saman um að taka það upp einhvern tímann,“ segir K iddi , sem starfar einnig sem upptöku- stjóri. „Um daginn kom Helgi síðan með SS Sól í stúdíóið að taka upp tvö ný lög. Um nótt- ina, eftir að ég var búinn að taka þau upp, ákváðum við að standa við það sem við sögðum.“ Í nýju útgáfunni syngur Helgi öll erindin á meðan Hjálmar syngja viðlagið um að þeim finnist rigningin góð. Leysa þeir af hólmi barnakórinn sem var í upprunalegu útgáfunni. Hjálmar sendu frá sér plötuna IV fyrir síðustu jól sem fékk mjög góðar viðtökur. Þessa dagana er sveitin að prófa sig áfram með nýjar upptökur og í júlí spilar hún síðan á tveimur tónlistarhátíðum í Noregi. - fb 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. hreinsiefni, 6. skammstöfun, 8. klæðalaus, 9. garðshorn, 11. tveir eins, 12. gengi, 14. opinber gjöld, 16. drykkur, 17. af, 18. hrópa, 20. pfn., 21. skrifa. LÓÐRÉTT 1. viðartegund, 3. í röð, 4. ávaxtatré, 5. dýrahljóð, 7. holdýr, 10. kvenkyns hundur, 13. kóf, 15. rótartauga, 16. skír, 19. bardagi. LAUSN LÁRÉTT: 2. sápu, 6. eh, 8. ber, 9. kot, 11. rr, 12. klíku, 14. skatt, 16. te, 17. frá, 18. æpa, 20. ég, 21. rita. LÓÐRÉTT: 1. tekk, 3. áb, 4. perutré, 5. urr, 7. holsepi, 10. tík, 13. kaf, 15. tága, 16. tær, 19. at. „Mér finnst þessi kjóll í heildina betur heppnaður heldur en kjóll- inn í fyrra,“ segir Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönn- unardeildar Listaháskóla Íslands. Fréttablaðið leitaði eftir áliti hennar á kjólnum sem Hera Björk hyggst klæðast í Eurovision- keppninni í kvöld en hann er hannaður af Birtu Björnsdóttur. Linda bætir því við að kjóllinn í ár og kjóllinn í fyrra séu engu síður svipaðir. Eins og frægt er orðið áttu Linda og Birta í hörð- um orðaskiptum eftir úrslitaþátt Eurovision-keppninnar hér á landi þar sem fagstjórinn gagn- rýndi kjóla kynnanna, þeirra Ragnhildar Steinunnar og Evu Maríu Jónsdóttur, harðlega. Linda er hins vegar nokkuð sátt við þennan kjól. Hún segir að sér þyki hann töluvert mikið betri en bingó-vængjakjóllinn sem söng- konan hafi klæðst þegar lagið sigraði hér á landi. „Hugmyndin er klassísk, það er ekkert nýtt þar á ferð. Við höfum öll séð svipaða kjóla en þá má gera vel eða illa. Formið á kjólnum er nokkuð vel heppnað. Kjóllinn mótar Heru en hún ekki kjólinn,“ segir Linda og bætir því við að liturinn á kjólnum sé góður. „Hann fer vel við henn- ar litarhaft og hár og er þroskað- ur og án tilgerðar. Þá meina ég að hann er í samræmi við söng- konuna og hennar persónuleika.“ Linda segir að ermarnar séu einnig nokkuð vel heppnaðar, það komi vel út að hafa þær þröngar að ofan en víðari að neðan án þess að vera útvíðar. „Þetta grennir handleggina.“ Linda segir erfitt að dæma efnið út frá myndunum. „Ég vona bara að þetta sé silki en ekki pólý- ester. Það sést best á því hversu þungt pilsið er og hvernig það LINDA BJÖRG: KJÓLL BIRTU FER VEL VIÐ LITARHAFT HERU Eurovision-kjóllinn mótar Heru en hún ekki kjólinn NOKKUÐ SÁTT Linda Björg Árnadóttir er almennt sátt við kjól Heru Bjarkar sem hún hyggst klæðast í Euro-vision. Hún segir hann klassískan og betri en þann sem Jóhanna Guðrún var í í fyrra. Hópur manna sem kallar sig Massadjamm vakti gríð- arlega athygli fyrir mikla leikgleði og fagnaðarlæti á 35. Öldungamóti Blaksambands Íslands sem fram fór í Mosfellsbæ fyrir rúmri viku þrátt fyrir að vinna aðeins einn leik á öllu mótinu. „Við erum stór vinahópur sem kynntist í Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ á sínum tíma og hefur haldið hópinn síðan. Í vinahópnum eru nokkrir sem spiluðu blak á sínum yngri árum og þóttu mjög efni- legir en svo eldast menn og þeir fóru að tala um að stofna blakfélag til að keppa í öldungadeildinni undir heitinu Massablak. Við hinir fylgdum þeim á öldunga- mót sem haldið var á Ísafirði og þótti svo gaman að við hóuðum saman fleiri félaga og bjuggum til annað lið sem fékk heitið Massadjamm,“ segir Valgeir Berg- mann, einn meðlimur hópsins. Hann segir aðalatrið- ið hjá hópnum ekki að bera sigur úr býtum heldur að hafa gaman af. „Við töpuðum flestum leikjunum en aldrei leikgleðinni. Fagnaðarlætin eru oft svo mikil að stundum eru sigurliðin ekki viss um hvort þau hafi í raun unnið. Við komum fyrst og fremst til að skemmta okkur og ég held að við höfum verið það lið sem skemmti sér hvað lengst á kvöldin. Við mættum samt á alla leikina okkar næsta morgun, sumir þá ennþá nokkuð hressir. “ Um 125 lið tóku þátt í Öldungamótinu í ár og segir Valgeir að meðlimir Massadjamms hafa hvatt öll liðin til dáða meðan á mótinu stóð. „Við munduðum gettó- blasterinn og héldum með öllum þeim sem þurftu á stuðningi að halda. Flestir voru ánægðir með fram- takið en það var þó ein kona sem bað okkur um að lækka í tónlistinni. En við reynum að styðja alla og þess vegna held ég að það sé ekki hægt að kalla okkur blakdólga í þeim skilningi,“ segir Valgeir. - sm Massadjamm á blakmóti MASSA GLAÐIR Valgeir Bergmann, með stóru svörtu hárkolluna, segir hópinn með eindæmum leikglaðan. MYND/ÚR EINKASAFNI Hjálmar og Helgi Björns fundu grúvið KIDDI Í HJÁLMUM Hljómsveitin Hjálmar hefur tekið upp lagið Húsið og ég með Helga Björnssyni. HELGI BJÖRNSSON Helgi söng Húsið og ég í nýrri útgáfu. Poppkóngurinn Páll Óskar Hjálmtýsson heldur að sjálfsögðu árlegt Eurovision- partí sitt á Nasa eftir keppnina á laugardaginn. Páll hefur fengið til ýmsa góða gesti til að troða upp og ber þar helst að nefna Jóhönnu Guðrúnu, sem mun flytja lagið Is it True. Aðdáendur hennar og keppninnar bíða vafa- laust spenntir eftir flutningnum þar sem hún hefur undanfarið verið iðnari við að stíga á svið og taka fræga dúetta með Ingó Veðurguði, en að flytja lagið sem lenti í öðru sæti í Rússlandi. Vefspilavítinu Betsson er ekkert óviðkomandi og nú er hægt að veðja á úrslit sveitar- stjórnar- kosning- anna í nokkrum kjördæmum. Samkvæmt Betsson eru líkurnar fjórar á móti einum að Jón Gnarr verði næsti borgar- stjóri Reykjavíkur, en aðeins meiri líkur eru taldar á því að Dagur B. Eggertsson eða Hanna Birna Kristjánsdóttir hreppi hnossið eða þrír á móti einum. Í sveitarfélaginu Árborg eru tveir fyrrverandi þingmenn taldir líklegir bæjarstjórar. Eða kannski ólíklegir bæjarstjórar. Betsson leyfir nefni- lega notendum að veðja á hvort Bjarni Harðarson eða Björgvin G. Sigurðsson stýri Árborg næstu fjög- ur árin – en líkurnar eru þeim ekki í hag: 20 á móti einum á hvorn. - afb FRÉTTIR AF FÓLKI hreyfist.“ Linda segir einnig erf- itt að dæma í blómaskreytinguna sem sé á toppi kjólsins. „Miðað við það sem ég sé hefði verið hægt að gera hana betur og miða þá við að hún þarf að sjást vel úr fjarlægð.“ Linda er ósáttust við faldinn. Frágangurinn á honum sé ekki nægjanlega góður. „Ég held að það hefði verið góð hugmynd að hafa hann alveg síðan þannig að ekki sæist í skóna, það hefði látið hana líta út fyrir að vera bæði hávaxnari og grennri,“ segir Linda. freyrgigja@frettabladid.is Ný 4. vikna krakkajóganámskeið hefst 26. maí hjá Jóga Stúdíó Stórhöfða 17. 2–5 ára » mánudagar klukkan 16:30–17:00 6–10 ára » miðvikudagar klukkan 16:30–17:00 Skráning í síma 772 1025 og 695 8464 Verð aðeins 5.000 kr. Krakkajóga Nánari upplýsingar á jogastudio.orgStórhöfði 17 (gengið inn um Veggsport) SJÓNVARPSÞÁTTURINN „Ég er að fylgjast með Project Runway sem sýndir eru á Stöð 2 en Heidi Klum og Tim Gunn stjórna þar tískuhönnunar- keppni. Þetta eru mjög frum- legir þættir og alltaf gaman að fylgjast með skapandi fólki.“ Auður Nanna Baldvinsdóttir hagfræð- ingur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.