Fréttablaðið - 22.06.2010, Qupperneq 2
2 22. júní 2010 ÞRIÐJUDAGUR
LÖGREGLUMÁL Lögregluyfirvöld og tollgæsla hafa nú
stigið fyrsta skrefið í ræktun eigin fíkniefnaleitar-
hunda hér á landi. Til þessa hafa hundar úr viður-
kenndum ræktunum verið fluttir frá útlöndum með
verulegum tilkostnaði. Þeir hafa verið þjálfaðir hér
á landi.
Það er embætti ríkislögreglustjóra, í samvinnu
við lögreglustjórann á Suðurnesjum og Tollgæsluna,
sem stendur að þessari ræktun. Hún felst í því að
fíkniefnaleitarhundarnir Ella og Nelson voru par-
aðir saman í apríl. Hundarnir eru báðir af labrador-
kyni og hafa verið í þjónustu lögreglu og tollgæslu í
mörg ár.
Árangurinn af pöruninni er sjö hvolpar sem nú
eru orðnir liðlega átta vikna gamlir. Á næstu dögum
verður hvolpunum komið fyrir á heimilum þar sem
þeir fá hefðbundið uppeldi. Yfirþjálfarar lögreglu
og tollgæslu fylgjast með hvolpunum með reglu-
bundnum hætti en þegar þeir hafa náð tilskyldum
aldri og þroska tekur við krefjandi þjálfun þar sem
gert er ráð fyrir að þeir hæfustu verði komnir í
þjónustu embættanna innan tveggja ára.
Lögregla og tollgæsla nota hunda sér til aðstoð-
ar við löggæslustörf, þar sem þeir koma að góðum
notum. - jss
FJÓRIR AF SJÖ Þeirra bíður nú hefðbundið uppeldi en fylgst
verður gaumgæfilega með þeim til að athuga hvað í þeim býr.
Lögregluyfirvöld og tollgæslan pöruðu tvo fíkniefnaleitarhunda:
Sjö hvolpar til fíkniefnaleitar
FÓLK „Þetta hefur verið draumur hjá
mér í mörg ár,“ segir María Sigurð-
ardóttir, afmælisbarn og kaffihúsa-
eigandi á Hvammstanga. Eiginmað-
ur Maríu, Örn Gíslason, gaf henni
kaffihúsið í afmælisgjöf þegar hún
varð fimmtíu og tveggja ára og fékk
það nafnið Hlaðan. Eins og nafnið
gefur til kynna er kaffihúsið hýst
í gamalli hlöðu en húsið var byggt
árið 1928.
„Ég átti hugmyndina að kaffihús-
inu,“ segir María. „En það hvarflaði
aldrei að mér að ég myndi verða ein
í þessu.“
Eiginmaður Maríu gaf henni
afmælisgjöfina þegar stóð til að
undirrita leyfið fyrir kaffihúsið.
„Hann sagði mér bara að skrifa
undir þetta ein og tilkynnti hann
mér að það væri ég sem ætti þetta.
Ég bjóst engan veginn við því,“
segir María sem er himinlifandi
með þessa sérstöku afmælisgjöf.
Hlaðan er mikið fjölskyldufyrir-
tæki, en María afgreiðir þar, eldar
og sér um rekstur. Tvö barnabörn
hennar aðstoða hana við ýmis
störf og móðir hennar, Torfhild-
ur Sveinsdóttir, áttatíu og tveggja
ára, saumaði svunturnar og málaði
öll myndverk á veggjunum. Kom
hún einnig með hugmynd að svo-
kölluðum blómapottalömpum sem
eru heimagerð ljós og notuð inni
á kaffihúsinu. Sonur Maríu sá um
að leggja og tengja allt rafmagn á
staðnum og maðurinn hennar sá að
miklu leyti um smíðavinnuna.
María segist ekki vera búin að
ákveða fastan opnunartíma, en hún
ætli að vera frjálsleg í þeim efnum
og leyfa því að fara eftir því hvað
verði mikið að gera. Þó segir hún að
reksturinn hafi gengið vonum fram-
ar síðan hún opnaði 16. júní. „Það
er búið að vera alveg brjálað,“ segir
María. „Það er nánast búið að vera
fullt út úr dyrum síðan ég hélt opn-
unarhátíðina.“ María bauð öllum í
sýslunni til veislu þegar Hlaðan var
opnuð í fyrsta sinn og bauð upp á
kaffi, kökur, heimabakað brauð og
ýmislegt annað góðgæti. Hún bakar
allt brauð sjálf sem hún ber fram á
kaffihúsinu og leggur mikla áherslu
á heimagerðan mat. Í hádeginu er
til að mynda súpa dagsins og nýbak-
að brauð á boðstólum og er það mjög
vinsælt meðal matargesta.
Margrét segir að þótt gjöf-
in hafi komið sér á óvart, sé
hún þó vön stórum og stæðileg-
um afmælisgjöfum frá mannin-
um sínum. „Hann hefur þrisvar
gefið mér bíl,“ segir hún. „Það
hlýtur bara að verða flugvél næst.“
sunna@frettabladid.is
Fékk kaffihús að gjöf
á afmælisdaginn
María Sigurðardóttir á Hvammstanga fékk kaffihús í afmælisgjöf frá mannin-
um sínum, Erni Gíslasyni, þegar hún varð fimmtíu og tveggja ára. Kaffihúsið
var búið að vera draumur Maríu lengi og var hún alsæl með þessa óvæntu gjöf.
ÞJÓNA TIL BORÐS Jóhanna Þórðardóttir,
María Sigurðardóttir og Fanney Sandra
Albertsdóttir, með svuntur sem móðir
Maríu saumaði.
BORÐAÐ ÚTI Gestir snæða úti í sólinni á verönd hlöðunnar.
Kristín, þurfið þið þá ekki
lengur að læðast með veggj-
um?
„Nei, vonandi hættir fólk að mála
skrattann á vegginn.“
Kristín Þorláksdóttir er í hópi ungra
veggjalistamanna sem fengu á dögunum
styrk frá samtökunum Evrópa unga
fólksins til að ferðast um landið og kynna
veggjalist. Hún vill með kynningarstarfinu
afmá fordóma í garð veggjalistar.
SJÁVARÚTVEGUR Anthony Liverpool, varafor-
maður Alþjóðahvalveiðiráðsins, frestaði
opnum fundum á ársfundi ráðsins í tvo
daga, nokkrum mínútum eftir að fundur-
inn var settur í Marokkó í gær. Þess í stað
funduðu aðildarríkin í lokuðum rýmum til
að reyna að ná samkomulagi.
Þetta fyrirkomulag hefur verið harð-
lega gagnrýnt og vísuðu sumir fundar-
gesta til viðræðna um kjarnorkuáætlun
Norður-Kóreu; þær hefðu verið haldnar
fyrir opnum tjöldum og varla væru hval-
veiðar viðkvæmara mál. Liverpool, sem
stýrir fundinum í fjarveru formannsins,
stóð fastur við sinn keip.
Deilan snýst um hvort gefa eigi út hval-
veiðikvóta fyrir ríki á borð við Ísland,
Noreg og Japan, gegn því að sett verði tíu
ára bann á viðskipti með hvalafurðir á
milli ríkja. Til að flækja málin enn frekar
hefur Suður-Kórea sóst eftir að fá einnig
að veiða hvali.
Tómas H. Heiðar, fulltrúi Íslands í ráð-
inu, sagði í samtali við BBC að hann hefði
verið bjartsýnn þegar hann kom til ráð-
stefnunnar. Nú væri hins vegar ljóst að
sum ríki vildu ekkert gefa eftir. Ísland
myndi aldrei skrifa undir samning sem
ekki hefði í för með sér tilslakanir gagn-
vart hvalveiðum.
Samkvæmt áætlun á fundinum í Marokkó
að ljúka á föstudag. - kóp
Mikill ágreiningur aðildarþjóða Alþjóðahvalveiðiráðsins á fundi í Marokkó:
Opnum fundum frestað og reynt að semja
ÓSAMMÁLA Fulltrúar Nýja-Sjálands, þeir Murray McCully utanríkis-
ráðherra og Geoffrey Palmer ræða við Yasue Funayama, sjávarút-
vegsráðherra Japan, áður en opnum viðræðum var frestað í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VIÐSKIPTI Enska biskupakirkjan
ætlar að eiga áfram hlutabréf í
olíufyrirtækinu BP þrátt fyrir
olíuleka í Mexíkóflóa sem er
talinn til mestu umhverfisslysa
sögunnar. Breska dagblaðið
Daily Mail sagði í gær kirkjuna
ætla að selja hlutinn.
Kirkjan stýrir lífeyrissjóði
þjóðkirkjupresta og á hlutabréf í
BP fyrir jafnvirði sautján millj-
arða króna.
Kirkjan hefur lýst því yfir að
hún viðhafi siðferðileg hluta-
bréfaviðskipti. Hún seldi hlut
sinn í indverska námafyrirtæk-
inu Vedanta í febrúar þegar upp
komst að fyrirtækið braut á rétt-
indum starfsfólks. - jab
Kirkjan selur ekki BP-hlutinn:
Styður aðeins
ábyrg fyrirtæki
MÓTMÆLA BP Ellefu manns létu lífið
þegar eldur kom upp í olíuborpalli BP
með þeim afleiðingum að hann sökk í
síðasta mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
LÖGREGLUMÁL Efnahagsbrota-
deild Ríkislögreglustjóra rann-
sakar nú meinta misnotkun MP
banka á undanþágu á gjaldeyr-
ishöftum, samkvæmt heimildum
Stöðvar 2.
Viðskiptin sem verið er að
skoða áttu sér stað á fyrri hluta
síðasta árs og námu rúmum átta-
tíu milljónum króna. Bankinn
hafi ranglega skráð skuldabréf
á breskt dótturfélag til þess að
geta nýtt heimild til að skipta
vöxtunum á aflandsmarkaði.
Erlendir aðilar hafa heimild
til að skipta vöxtum á skulda-
bréfum í erlendum gjaldeyri.
Gunnar Karl Guðmundsson,
forstjóri bankans, sagðist ekki
kannast við að málið væri í sér-
stakri rannsókn í gær. - þeb
Efnahagsbrotadeild lögreglu:
Grunar MP um
misnotkun
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað-
fest úrskurð héraðsdóms, um að
fella úr gildi ákvörðun sýslu-
manns um
kyrrsetningu
eigna Skarp-
héðins Bergs
Steinarssonar,
þar sem laga-
legar heimild-
ir skorti.
Skattrann-
sóknarstjóri
fór fram á það
í síðasta mán-
uði að eignir hans og þriggja
annarra fyrrverandi forsvars-
manna FL Group yrðu kyrrsett-
ar. Mennirnir eru grunaðir um
refsiverða háttsemi í tengslum
við brot félagsins á lögum um
virðisaukaskatt.
Héraðsdómur Reykjavík-
ur komst að þeirri niðurstöðu
að lagaskilyrði hafi skort fyrir
kyrrsetningunni. - þeb
Hæstiréttur staðfestir úrskurð:
Kyrrsetning
felld úr gildi
SKARPHÉÐINN
BERG STEINARSSON
VERSLUN Olíufélögin Olís og
Skeljungur hækkuðu bæði verð
á bensíni um tíma í gær. Olís dró
svo hækkun sína til baka um miðj-
an dag.
Olís hækkaði eldsneytisverð-
ið um 20 krónur í gærmorgun, og
bar því við að verðið væri komið
langt undir það sem þyrfti til að
standa undir eðlilegri verðmynd-
un. Í kjölfarið hækkaði Skeljungur
eldsneytisverð sitt um tólf krónur.
Olís dró svo hækkunina til baka
og sagði það aðeins gert vegna
samkeppninnar. - þeb
Eldsneytisverðið breytilegt:
Hækkaði og
lækkaði í gær
SPURNING DAGSINS