Fréttablaðið - 22.06.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 22.06.2010, Blaðsíða 42
26 22. júní 2010 ÞRIÐJUDAGUR FÓTBOLTI Portúgal hrökk heldur betur í gang á HM í Suður-Afríku þegar það rótburstaði Norður- Kóreu 7-0 í gær. Eftir markalaust jafntefli gegn Fílabeinsströndinni í fyrstu umferðinni var sigurinn nauðsynlegur. Liðið er nú svo gott sem komið áfram en það þarf að tapa stórt fyrir Brasilíu og Fílabeinsströnd- in að vinna Norður-Kóreu stórt til að það komist ekki áfram. Staðan í hálfleik var þó aðeins 1- 0 eftir mark frá Raul Meireles en allar flóðgáttir opnuðust svo í síð- ari hálfleik. Simao skoraði annað markið, þá Hugo Almeida, síðan Tiago sem skoraði einnig síðasta markið, Liedson og Cristiano Ron- aldo. Sá síðastnefndi hafði heppn- ina með sér þegar hann skoraði en hann hafði reyndar átt fremur rólegan leik. Ronaldo hafði ekki skorað í landsleik í tvö ár en markið hans í gær var skondið. Hann fékk bolt- ann í bakið án þess að hafa hug- mynd um það, þaðan skoppaði boltinn á hausinn á honum áður en Ronaldo ýtti honum yfir lín- una. Ronaldo lagði upp fyrra mark Tiago og átti flott skot í slána. Hann var gagnrýndur mikið fyrir fyrsta leikinn í riðlinum þar sem hann sást nánast ekkert. Carlos Queiroz þjálfari var í skýjunum með sigurinn, alla leið í sjöunda himni. „Þetta var frábær frammistaða. Mörkin voru góð og viðhorf leikmanna gott,“ sagði þjálfarinn en Portúgalar sóttu án afláts þrátt fyrir góða forystu. „Við þurftum að eiga svona leik, hann var vel spilaður að okkar hálfu og drífur okkur áfram. Sjálfstraustið okkar er enn meira núna. Þetta eru flott úrslit en það er annar leikur eftir og við höfum ekki unnið neitt ennþá,“ sagði Queiroz. Þjálfari Norður-Kóreu, Kim Jong-hun tók sökina á sig. „Við féllum algjörlega saman og stöðv- uðum ekki sóknir þeirra. Sem þjálfari tek ég á mig ábyrgðina, ég spilaði ekki rétta taktík og vegna þess fengum við á okkur mörg mörk. Portúgal sýndi meiri grimmd og ákveðni eftir því sem leið á leikinn og von okkar um að jafna leikinn leiddi til þess að leik- ur okkar féll algjörlega saman. Sóknarleikur okkar og vörnin virkuðu alls ekki saman,“ sagði Jong-hun. Portúgal hefur aldrei skor- að jafn mörg mörk í leik á HM. Fyrra metið var fimm mörk, ein- mitt í leik gegn Norður-Kóreu árið 1966. Þá var Norður-Kórea yfir 3- 0 áður en Eusebio skoraði fjögur mörk í 5-3 sigri. - hþh Portúgal slátraði Norður-Kóreu með sjö mörkum gegn engu og setti met: Sex mörk í seinni hálfleik MÓDEL Ronaldo skoraði loksins eftir tvö ár án marks í landsleik. Hann gat ekki stillt sig um að setja sig í módelstellingar í leiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP G-RIÐILL Portúgal - Norður-Kórea 7-0 1-0 Raul Meireles (29.), 2-0 Simao (53.), 3-0 Hugo Almeida (56.), 4-0 Tiago (60.), 5-0 Liedson (81.), 6-0 Cristiano Ronaldo (87.), 7-0 Tiago (89.) STAÐAN Brasilía 2 2 0 0 5-2 6 Portúgal 2 1 1 0 7-0 4 Fílabeinsstr. 2 0 1 1 1-3 1 Norður-Kórea 2 0 0 2 1-9 0 LOKAUMFERÐIN Portúgal-Brasilía föstudag kl. 14.00 N-Kórea - Fílabeinsstr. föstudag kl. 14.00 H-RIÐILL Chile - Sviss 1-0 1-0 Mark Gonzalez (75.). Rautt: Valon Behrami, Sviss (30.). Spánn - Hondúras 2-0 1-0 David Villa (17.), 2-0 David Villa (51.). STAÐAN Chile 2 2 0 0 2-0 6 Spánn 2 1 0 1 2-1 3 Sviss 2 1 0 1 1-1 3 Hondúras 2 0 0 2 0-3 0 LOKAUMFERÐIN Chile - Spánn föstudag kl. 18.30 Sviss - Hondúras föstudag kl. 18.30 LEIKIR DAGSINS A-riðill: Mexíkó - Úrúgvæ kl. 14.00 A-riðill: Frakkland - Suður-Afríka kl. 14.00 B-riðill: Nígería - Suður-Kórea kl. 18.30 B-riðill: Grikkland - Argentína kl. 18.30 ÚRSLIT Allir helstu HM leikirnir í beinni á karoeke sportbar Frakkastíg 8. Skemmtilegar uppákomur á milli leikja og Stór á 450 kr. Egils gull og Kareoke sportbar - alvöru HM stemmning ! Egils Gull og Kareoke Sportbar kynna: FÓTBOLTI Raymond Domenech, þjálfari franska landsliðsins, gagnrýndi í gær leikmenn fyrir að neita að æfa á sunnudag. Það gerðu þeir til að mótmæla því að Nicol- as Anelka var rekinn heim vegna agabrots. Domenech sagði á blaðamanna- fundi í gær að það hefði verið eink- ar heimskulegt af leikmönnum að sleppa æfingu í miðri heimsmeist- arakeppni. „Ég reyndi að sannfæra þá um að það sem þeir voru að gera væri afar heimskulegt,“ sagði Domen- ech í gær. Anelka var rekinn heim fyrir að rífast við Domenech í hálf- leik þegar Frakkland tapaði fyrir Mexíkó í síðustu viku. Frakkar mæta Suður-Afríku í dag og þurfa að vinna þann leik og treysta á hag- stæð úrslit í leik Úrúgvæ og Mex- íkó til að komast áfram í 16-liða úrslitin. Domenech vildi ekki útiloka að leikmenn myndu neita að spila í dag og þá gæti verið að fyrirliðabandið verði tekið af Patrice Evra. „Ég hef ekki enn valið byrjunar- liðið, við skulum sjá til á morgun,“ sagði Domenech í gær. Evra var hundóánægður með ákvörðunina um að senda Anelka heim en Dom- enech studdi hana. „Refsingin átti rétt á sér. Það getur enginn hagað sér á þennan hátt, hvorki í búningsklefanum né annars staðar.“ Domenech sagði að nú væri nóg komið og leikmenn þyrftu að svara fyrir sig inni á vellinum. „Við höfum eytt mikilli orku í þetta. Það eru engin orð sem útskýra þetta. Ég vona að það sem gerist inni á vellinum verði aðalatriðið, ekki það sem gerist utan vallar.“ - esá Dramatíkin í kringum franska landsliðið heldur áfram á HM í Suður-Afríku: Heimskulegt af leikmönnum að sleppa æfingu DOMENECH Gagnrýndi leikmenn sína á blaðamannafundi í gær. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Svissneska landslið- ið bætti í gær 20 ára gamalt met Ítalíu með því að halda marki sínu hreinu í 558 mínútur í úrslitakeppni HM í knattspyrnu. Sviss tapaði þó fyrir Chile í gær, 1-0, en þegar Chile skoraði hafði Sviss ekki fengið á sig mark nema í vítaspyrnukeppni síðan í Bandaríkjunum árið 1994. Svisslendingar héldu hreinu í fjórum leikjum á HM í Þýska- landi fyrir fjórum árum en töp- uðu svo í 16-liða úrslitum fyrir Úkraínu í vítaspyrnukeppni. - esá Sviss tapaði en bætti met: Hélt hreinu í 558 mínútur FÓTBOLTI Evrópumeistarar Spán- verja eru komnir á beinu brautina á HM en þeir unnu í gær 2-0 sigur á Hondúras í gær. Fyrr um daginn vann Chile 1-0 sigur á Sviss í sama riðli og er nú á toppi riðilsins með fullt hús stiga. David Villa skoraði bæði mörk Spánverja í gær og fékk fjölmörg tækifæri til að fullkomna þrenn- una. Hann fékk meira að segja víti en brenndi af því. Þess fyrir utan sköpuðu Spánverjar sér ótal færi og hefðu með réttu átt að vinna mun stærri sigur. Fyrra mark Torres var eink- ar glæsilegt en lék á tvo varnar- menn og var með þann þriðja í sér þegar hann afgreiddi knöttinn glæsilega í netið úr erfiðri stöðu. Síðara markið skoraði hann með skoti utan teigs en boltinn hafði reyndar viðkomu í varnarmanni Hondúras. Fernando Torres var í byrjun- arliði Spánverja í gær en tókst þó ekki að komast á blað. Cesc Fabre- gas kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik og var nálægt því að skora eftir aðeins sextán sek- úndur en skoti hans var bjargað á marklínu. Sigur Chile á Sviss hefði sömu- leiðis getað orðið stærri en Valon Behrami, leikmaður Sviss, fékk að líta rauða spjaldið strax á 30. mín- útu leiksins fyrir að slá til Arturo Vidal. Þó var um litla snertingu að ræða en Vidal féll í grasið með miklum tilþrifum. Svisslendingum tókst þó að halda hreinu næstu 45 mínúturn- ar eða svo þar til að Mark Gonz- alez skoraði sigurmark Chile á 75. mínútu. Bæði lið fengu færi til að skora eftir þetta en tókst það þó ekki. Alls fóru tíu spjöld á loft í leikn- um í gær sem er það mesta á HM í Suður-Afríku til þessa. Spánn tapaði fyrir Sviss í fyrstu umferð riðlakeppninnar og úrslit gærdagsins þýða að spennan verð- ur mikil í lokaumferð riðilsins á föstudaginn. Þó svo að Chile er á toppi riðilsins nú gæti liðið hafnað í þriðja sæti ef það tapar fyrir Spáni og Sviss vinnur Hondúras. Sviss verður þó helst að vinna Hondúr- as með tveggja marka mun eða treysta á að Chile tapi með minnst tveggja marka mun til að komast áfram með Spánverjunum. eirikur@frettabladid.is Evrópumeistararnir komnir á flug Spánn sýndi sitt rétta andlit í gær er liðið vann 2-0 sigur á Hondúras. Sigurinn hefði þó auðveldlega getað orðið mun stærri en nógu stór til að tryggja að Spánverjum dugir sigur gegn Chile til að komast áfram. TVEGGJA MARKA MAÐUR David Villa fagnar hér með Fernando Torres í leiknum í gær. NORDIC PHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.