Fréttablaðið - 22.06.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.06.2010, Blaðsíða 4
4 22. júní 2010 ÞRIÐJUDAGUR NEYTENDUR Stjórnvöld verða að vinna með hagsmunaaðilum til að koma í veg fyrir mögulega ringul- reið tengdri gengistryggðu bíla- lánunum. Skynsamlegast væri ef þau leggja fram tilmæli um það hvernig fjármögnunarfyrirtækin eiga að meðhöndla og vinna með lánin. Þetta segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjár- málafyrirtækja. Hann segir fleiri sambærileg dómsmál á leiðinni úr réttarsölum á næstu vikum sem geti markað línurnar. Fram að því væri skynsamlegt ef stjórn- völd stigju fram og eyddu óviss- unni. „Það þarf að leysa flækjuna, skera á hnútinn,“ segir hann. Forsvarsmenn fjármálafyrir- tækjanna hafa fundað stíft frá því að Hæstiréttur úrskurðaði fyrir tæpri viku að gengistrygging bílalána í krónum væri óheimil. Það hefur litlum árangri skilað. Þeir vildu ekki ræða opinberlega um gang viðræðna undir nafni en segja málið á viðkvæmu stigi. Einn forsvarsmaður fyrirtækj- anna segir lausn málsins stranda á nokkrum þáttum; ekki sé vitað hvernig eigi að reikna lánin, gera þau upp og við hvað eigi að miða. Þá flæki málið að lánasamning- arnir séu tugir þúsunda talsins og ekki sé vitað hvort gera þurfi nýja samninga við hvern viðskipta- vin. Hann segir hins vegar óráð að hætta að greiða af lánum líkt og Samtök lánþega mæltu fyrir í gær. Slíkt geti komið í bak lán- þega. Nokkurt álag er á starfsfólki fyrirtækjanna og leitar fólk helst upplýs- inga um hugs- anlegar end- urgreiðslur vegna bí la - samninga og hvort afborg- anir af lánum lækki. Á m e ð a n ó v i s s a u m samningana ríkir hafa fjármögn- unarfyrirtækin sett innheimtuað- gerðir í salt og senda þau ekki út greiðsluseðla fyrir lánasamninga í erlendri mynt um næstu mán- aðamót líkt og venja er. Hvorki náðist í Gylfa Magnússon, efna- hags- og viðskiptaráðherra, né Helga Hjörvar, formann efna- hags- og skattanefndar Alþingis, vegna málsins í gær. Ríkisstjórn- in fundar í dag og er gert ráð fyrir að málið verði til umræðu hjá henni. jonab@frettabladid.is Það þarf að leysa flækjuna, skera á hnútinn.“ GUÐJÓN RÚNARSSON FORSVARSMAÐUR FJÁRMÁLAFYRIRTÆKJA EFNAHAGSMÁL Launavísitalan hækkaði um 0,2 prósent frá fyrri mánuði í maí. Verðbólga var þó hærri á sama tímabili þannig að kaupmáttur launa dróst saman um 0,2 prósent á milli mánaða. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 4,0 prósent en þrátt fyrir það hefur kaupmáttur minnkað um 3,3 pró- sent á sama tímabili. - mþl Nýjar tölur frá Hagstofunni: Enn minnkar kaupmáttur LAUNAVÍSITALAN HÆKKAÐI Heldur hefur hægt á minnkun kaupmáttar. VIÐSKIPTI Heimsmarkaðsverð á gulli rauk í hæstu hæðir í gær eftir að kínverski seðla- bankinn sleppti höndum af gjald- miðli landsins um helgina. Verðið stóð hæst í 1.265 dölum á únsu í gærmorg- un og hafði það þá aldrei verið hærra. Verðmið- inn á málminum gyllta hefur stigið hátt upp á síðkastið en fjárfestar hafa frá aldaöðli keypt hann þegar kreppt hefur að á mörkuðum, og titrings gætt á þeim líkt og hefur verið í Evrópu um nokkurra vikna skeið og fáir fjárfestingarkostir í boði. Verðið lækkaði þegar líða tók á daginn í gær og fór þá undir 1.260 dalina. - jab Gullverð í hæstu hæðum: Sló nýtt met BÍLAR Forsvarsmenn fjármögnunarfyrirtækjanna segja uppgjör á gengistryggðum bílalánum flókið mál. Þau séu tugir þúsunda talsins. Ekki er vitað hvort gera þarf nýja samninga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GUÐJÓN RÚNARSSON Stjórnvöld verða að höggva á hnútinn Forsvarsmenn fjármögnunarfyrirtækja segja uppgjör á gengistryggðum lánum í óvissu. Mikilvægt er að stjórnvöld komi með tillögur að leiðum til að koma í veg fyrir ringulreið, segir formaður Samtaka fjármálafyrirtækja. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 25° 20° 22° 19° 22° 20° 19° 19° 21° 23° 24° 30° 34° 20° 22° 20° 17° Á MORGUN 5-10 m/s. FIMMTUDAGUR Hæg norðlæg eða breytileg átt. 12 15 14 13 13 14 9 13 13 14 10 10 5 5 6 5 4 6 3 4 5 4 14 12 10 13 16 12 12 8 810 HELDUR KÖFLÓTT Það fer að rigna sunnan- og suð- vestanlands síð- degis en annars verður yfi rleitt þurrt og skýjað en helst að austast verði bjart með köfl um. Á morgun léttir víða til en þá eru horfur á rigningu suðaustan og aust- an til sem ágerist er líður á daginn. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður UTANRÍKISMÁL David Cameron, forsætisráðherra Breta, seg- ist munu nota aðildarumsókn Íslands að Evrópusamband- inu í samningaviðræðum vegna Icesave. Hann segir að Bretland ætti að vera góðvinur Íslands og styðja umsókn þess að samband- inu, en Íslendingar skuldi Bret- um 2,3 milljarða punda. „Við munum nota umsóknar- ferlið til að tryggja að Ísland standi við skuldbindingar sínar, því við viljum fá þetta fé endur- greitt,“ sagði Cameron. Engar formlegar viðræður hafa átt sér stað milli þjóðanna um málið síðan fyrir þjóðarat- kvæðagreiðsluna 6. mars. Sam- kvæmt heimildum úr fjármála- ráðuneytinu eru engir fundir á dagskrá. - kóp Ekkert að gerast í Icesave: Icesave hamlar aðild að ESB DAVID CAMERON Breski forsætisráðherr- ann segir að Íslendingar verði að standa við skuldbindingar sínar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Tvær konur í embætti presta Arna Ýrr Sigurðardóttir hefur verið sett í embætti prests í Glerárkirkju og Hildur Eir Bolladóttir í Akureyrar- prestakalli. Þær eru báðar fæddar og uppaldar í Eyjafirði og munu hefja störf fyrir mánaðamót. Arna Ýrr vígð- ist sem prestur árið 2000 en Hildur Eir árið 2006. ÞJÓÐKIRKJAN HAMFARIR Hjálparstarf kirkjunnar hefur safnað 19,5 milljónum króna til hjálpar- og uppbyggingarstarfs á Haítí. Að auki hefur utanríkisráðuneytið lagt fram þrettán milljónir króna. Fjármununum verður veitt til Haítí í gegnum ACT Alliance, sem er alþjóðahjálparstarf kirkna og Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að. Alþjóðahjálparstarf kirkna hefur lengi starfað við hjálparstarf á Haítí og þekkir aðstæður þar vel. Meðal helstu verkefna sambandsins um þess- ar mundir er uppbyggingarstarf eftir jarðskjálfta á Haítí en einnig í Kína og Chile. Tæpar tvær milljónir manna misstu heimili sín í jarðskjálftanum í janúar. Fólkið býr nú flest í búðum heimilislausra við erfiðar aðstæður. Um 1.400 búðir eru í höfuðborginni Port-au-Prince og víðar. - þeb Framlög frá Hjálparstarfi kirkjunnar og utanríkisráðuneytið : 32 milljónir sendar til Haítí BÚÐIR HEIMILISLAUSRA 1,9 milljónir manna misstu heimili sín á Haítí í jarðskjálftanum í janúar. DÓMSMÁL Síbrotamaður hefur verið dæmdur í 18 mánaða fang- elsi fyrir mörg þjófnaðarbrot. Hann stal meðal annars á annað hundrað kílóum af frosnu kjöti úr gámi á Höfn á síðasta ári. Maðurinn, sem afplánar nú annan dóm, lét greipar sópa í geymsluhúsnæði og bílum þar sem hann tók meðal annars dyra- bjöllu, tækjabúnað og áfengi ófrjálsri hendi. Maðurinn á að baki brotafer- il og hefur hlotið fjórtán dóma og oft gengist undir viðurlög. - jss Í átján mánaða fangelsi: Stal dyrabjöllu og frosnu kjöti AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 21.06.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 201,7626 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,41 127,01 187,69 188,61 156,54 157,42 21,037 21,161 19,925 20,043 16,454 16,55 1,3836 1,3916 186,41 187,53 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.