Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.06.2010, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 22.06.2010, Qupperneq 14
14 22. júní 2010 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR HANNAÐ AF FAGFÓLKI - Á VERÐI FYRIR ÞIG DÖKKT HÁR Sérhönnuð hárvörulína fyrir Lengir tímann sem liturinn endist í hárinu Samþykkt leiðtogafundar Evrópusam-bandsins 17. júní um að hefja aðildarvið- ræður við Ísland markar tímamót. Við eigum að baki langa vegferð í þátttöku í því sam- starfi Evrópuþjóða sem hófst með gerð Róm- arsamningsins árið 1957. Nú skal lagt í síð- asta áfangann, aðild að ESB. Norðurlöndin leggja þungt lóð á vogar- skálar við öll gildi evrópsks nútímasam- félags. Öll eigum við hlutdeild, ekki hvað síst Íslendingar, í menningarlegri sameign þeirra þjóða sem eru í Evrópusamband- inu og þau vilja efla og varðveita saman. En háleitum markmiðum og sögulegri arf- leifð má minnast á hátíðastundum efnahags- legs alþjóðasamstarfs þegar góðum árangri hefur verið skilað um hagsæld, efnahagsleg- an stöðugleika og næga atvinnu. Hvort þetta eigi við um Evrópusambandið yfirleitt eða með Ísland þar innanborðs, er sitthvað sagt þegar aðildarmálin ber á góma. Í þeim efnum er rétt að hafa hugfast að á hálfri öld vaxandi efnahagslegs samruna hafa framfarir viðkomandi landa verið meiri og stöðugri en áður. Þetta á ekki hvað síst við um minni ríki sem hafa langa reynslu af aðild, eins og er um Lúxembúrg. Það sama var sagt um Grikkland, Spán og aðra þar til óstjórn þeirra í fjármálum sló í bakseglin. En evran reyndist mikill bakhjarl. Ekki varð bankahrun eða kreppa í Finnlandi sem gerðist aðili að Myntbandalaginu og tók upp evruna þegar Íslendingar hefðu betur gert slíkt hið sama. Þá kemur að öðru atriði varð- andi aðildina: með gerð EES-samningsins urðum við að verulegu leyti aðili að ESB. Eftir standa einkum sjávarútvegs- og land- búnaðarmál og það meginatriði að hírast ekki lengur utangarðs í ákvörðunartökum. Sjávarútvegsmál munu ráða úrslitum í samningum okkar. Eigum við Íslendingar þá ekki að spyrja að leikslokum og taka síðan ákvörðun um aðild? Ekki er vert að hlusta á þann hræðsluáróður að við séum ekki færir um að semja um hagsmunamál okkar. Varla hefur það gleymst að við náðum þeim ein- staka árangri að tryggja okkur full yfir- ráð yfir íslenska landgrunninu. Utanríkis- ráðherra og starfslið hans skiluðu góðum árangri í átaki um að fá Ísland samþykkt sem ESB umsækjanda. Þá hefur stjórn- sýslan, ekki hvað síst utanríkisráðuneytið, unnið mikið verk við að undirbúa samninga í vinnuhópum aðalsamninganefndarinn- ar. Og Sjálfstæðir Evrópumenn hafa rök að mæla, að nú reynir á Sjálfstæðisflokkinn að taka á ný fullan þátt í hefðbundinni stefnu flokksins í utanríkismálum og styðja samn- inganefnd Íslands til að ná sem allra bestum árangri. Merk tímamót Evrópumál Einar Benediktsson fyrrverandi sendiherra Vissi það allan tímann Valgerður Sverrisdóttir var viðskipta- ráðherra þegar lög um vexti og verðtryggingu voru samþykkt 2001. Í samtali við Morgunblaðið á laug- ardag sagði Valgerður að það hefði verið hennar skilningur að sú geng- istrygging sem nú hefur verið dæmd ólögleg hafi verið óheimil. „Það er von að spurt sé hvernig þetta gat liðist án athuga- semda allan þennan tíma og aldrei kom fram fyrirspurn á þinginu um þetta svo ég muni. Ég get ekki séð betur en Fjármálaeftirlitið hafi átt að hafa eftirlit með þessu.“ En gerði ekkert Valgerður segist sumsé hafa grunað allan tímann að gengistrygging lána væri ólögleg. Féll það þá ekki undir eftirlitsskyldu hennar að hnippa í Fjármálaeftirlitið og fá það til að ganga í málið? Af hverju gerði hún það ekki? Rofin tengsl Hannes Hólmsteinn Gissurar- son hefur áhyggjur af rofnandi tengslum Íslendinga við sögu sína og menningararfleifð. Lái honum hver sem vill. Í bloggi sínu á Pressunni bendir Hannes á tvö dæmi þar sem fróðir menn, þeir Tryggvi Gíslason og Þráinn Bertels- son, þekktu ekki tilvitnanir úr bókum Jóns Thoroddsen og eignuðu þær öðrum. „Ef tveir kunnir menningar- vitar þekkja íslenskar bókmenntir (og það frá nítjándu öld) ekki betur en þetta, hvað þá um okkur minni spámennina?“ spyr Hannes. Þetta er vel athugað. En Hannes hefði svo sem geta fundið veigameira dæmi, til dæmis ævisögu- ritarann sem var svo illa að sér í texta Nóbels- skáldsins að hann hélt að hann væri eftir sig. bergsteinn@ frettabladid.isT vö dauðaslys á erlendum ferðamönnum hafa orðið hér á landi með stuttu millibili. Slysin vekja fyrst og fremst sorg og óhug en óneitanlega vakna einnig upp spurningar um það hvort og þá hvernig hægt sé að draga úr slíkum slysum og helst koma í veg fyrir þau. Ferðamálastjóri bendir á í frétt hér í blaðinu í gær að verið sé að vinna við þróun gæða- og umhverfisvottunarkerfis fyrir íslenska ferðaþjónustu og að þar verði öryggismál ferðamanna tekin sérstaklega til skoðunar. Því ber að fagna. Jónína Ólafsdóttir landfræð- ingur skrifaði lokaritgerð sína um öryggsimál í sportköfun. að henn- ar mati er þeim mjög ábótavant hér á landi. Hún benti á í viðtali á Vísi.is að hvorki sé að finna upplýsingaskilti né varasúrefni við Silfru sem þó er afar vinsæll staður til sportköfunar. Sömuleiðis benti hún á að eftirliti með fyrirtækjum sem bjóða upp á sportköfun hér á landi sé ábótavant og reglugerðir sem þær starfi eftir séu úreltar. Slys gera ekki boð á undan sér og enginn mannlegur máttur getur útrýmt slysum. Það breytir ekki því að til fjölmargra ráðstafana er hægt að grípa til þess að draga úr þeim og vitað er að forvarnir geta dregið verulega úr fjölda slysa. Það er ákaflega mikilvægt að fræða erlenda ferðamenn sem hing- að koma um þær hættur sem finnast í íslenskri náttúru. Varúðar- skiltum á helstu tungumálum verður að koma upp miklu víðar en nú er og eftirlit verður að auka á þeim stöðum þar sem mesta hættan er fyrir hendi. Loks verður að setja þeim ferðaþjónustufyrirtækjum sem bjóða upp á ævintýralega upplifun sem í eðli sínu er hættuleg, eins og gildir um köfun, sleðaferðir á jöklum og ýmislegt fleira, skýr- an starfsramma sem fylgt er eftir með eftirliti. Þau fyrirtæki sem byggja tekjur sínar á slíkum ferðum verða að geta sýnt fram á að undirbúningur ferðalanga sé fullnægjandi og að fyllstu ábyrgðar sé gætt í slíkum ferðum. Hér á landi verða allt of mörg slys á ferðamönnum, bæði íslensk- um og erlendum. Slysin eru af ólíkum toga sem bendir til að þörf sé á víðtæku og samstilltu átaki til þess að spyrna þarna við fæti. Ferðamálayfirvöld, sveitarfélög, fyrirtæki í ferðaþjónustu og aðrir þeir aðilar sem að móttöku ferðamanna koma verða að taka höndum saman hratt og örugglega. Það er mikið í húfi. Við Íslendingar viljum leggja metnað í að taka vel á móti erlendum ferðamönnum. Við erum stolt af landinu okkar og viljum þess vegna að sem flestir sæki það heim og helst að þeir komi aftur og aftur. Tekjur af ferðamönnum eru afar mikilvægar og til þess hefur verið horft að þær muni aukast á næstu árum. Til að svo megi verða verður að vanda til verka, von um skyndiágóða má aldrei ráða för í ferðaþjónustu heldur yfirvegaður metnaður til þess að gera sem best. Allir sem að ferðaþjónustunni koma verða að vera vakandi fyrir öryggismálum, alltaf og alls staðar. Aðeins þannig verður hér byggð upp vönduð ferðaþjónusta til framtíðar. Tvö dauðaslys á erlendum ferðamönnum með stuttu millibili vekja upp spurningar. Aukið öryggi ferðamanna SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.