Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.06.2010, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 22.06.2010, Qupperneq 19
ÞRIÐJUDAGUR 22. júní 2010 3 Kynning „Með viðhaldsfríum gluggum losna húseigendur við hvers kyns viðhald á gluggum sínum um ókomna tíð, utan þess að smyrja lamir og læsingar af og til, eins og gerist og gengur með alla glugga,“ segir Halldór Hreinsson, eigandi og framkvæmdastjóri Kjarna- glugga, sem undanfarin þrjátíu ár hafa framleitt hágæða viðhalds- fría glugga úr hvítu PVC-U plast- efni frá þýska framleiðandanum Rehau, sem uppfyllir ströngustu gæðakröfur og er undir ISO 9001 gæðastaðli. „Gluggar sem við settum í hús fyrir þrjátíu árum eru enn eins og nýir því U-stafurinn í PVC-U nafni plastsins stendur fyrir þoli gegn útfjólubláu sólarljósi og því gulnar það hvorki né upplitast,“ segir Halldór. Hann segir plastglugga búa yfir mun betri loft- og hljóðeinangrun en timbur- og álgluggar. „Viðhaldsfríir plastgluggar eru marghólfa. Því snertist aldrei kuldabrúin sem myndast þegar kalt er úti og hlýtt inni, en með því fæst mun þéttari einangrun. Fram yfir álglugga héla svo plast- gluggar ekki, en allir plastgluggar eru með tvöfalda þéttikanta í opn- anlegum fögum og jafn þykkt gler í óopnanlegum fögum, sem gefur sömu einangrun. Þessi marghólfa einangrun veldur svo frábærri hljóðeinangrun sem er ekki síst dugandi við háværar umferðar- götur,“ segir Halldór og bætir við að húseigendur séu hægt og bítandi að skipta út gömlum tré- gluggum yfir í viðhaldsfría plast- glugga, en Kjarnagluggar setja einnig glugga í nýbyggingar og sumarhús. „Margir taka út gam- alt gler og gluggapósta en skilja karminn eftir, og þá er settur við- haldsfrír plastgluggi ofan í gamla glerfalsið og timburpóstar notað- ir áfram innandyra. Þetta er hent- ug lausn því væri gluggaverk úr timbri tekið í heilu lagi færi múr af stað með tilheyrandi viðgerð- um. Með þessu getur fólk púss- að og málað sinn gamla timbur- glugga að innanverðu en fengið nýjan glugga utan frá.“ Halldór segir timburglugga óhentuga hérlendis af tveimur ástæðum. „Á Íslandi er veðurfar óhag- stætt timburgluggum því sól rís og sest snöggt, og það veldur mikl- um hitabreytingum á skömmum tíma. Þá þurfa suðurgluggar sér- stakt viðhald vegna vætusamrar sunnanáttar og tilheyrandi hita- breytinga, en þegar búið er að mála og bæsa flosnar efnið upp og viður er þá óvarinn fyrir regni og kulda. Að öðru leyti er óhentugt núorðið að nota viðarglugga hér- lendis því áður var notaður betri viður í gluggana en nú mestmegn- is hraðsprottin tré sem enn eru rök og gljúp,“ segir Halldór sem framleiðir eingöngu hvíta plast- glugga, en hægt er að fá þá í fleiri litum. „Mín skoðun er sú að gluggar eigi að vera hvítir á Íslandi því þeir draga í sig minnstan hita og hafa minnsta hreyfingu gagnvart veðrum. Þá kjósa flestir hvítan lit til að fá mesta birtu inn um glugg- ana sína.“ Sjá www.kjarnagluggar. is. thordis@frettabladid.is Viðhald glugga úr sögunni Á sumrin dytta húseigendur að gluggum sínum og sumir fá sér nýja, enda mikil vinna fólgin í viðhaldi tréverks á glugga. Þá koma viðhaldsfríir plastgluggar sterkir inn, enda sérsniðnir að íslenskri veðráttu. Halldór Hreinsson er framkvæmdastjóri Kjarnaglugga þar sem hægt er að fá glugga með margpunkta læsingu sem gerir illmögulegt að spenna þá upp og bætir mikil- vægum hlekk í öryggiskeðju heimila. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Sumarið er góður tími til þess að skipta um þök. Þá er þurrt og gott veður,“ segir Guðmundur Hannesson, sölu- stjóri hjá Áltaki. „Það er náttúrulega svolítið rask að rífa upp heilt þak og galopna allt húsnæðið sem er jafnvel búið í. Besta tækifærið er að gera það yfir sumarið.“ Áltak var stofnað sumarið 1997 og hefur alla tíð sérhæft sig í vönduðu efni fyrir þök og veggjaklæðningar. Áltak framleiðir hefðbundna báru úr áli og aluzinki sem og stall- að ál í óskalengd en það er nýjung hér á landi. Afhending- artími er tveir dagar. „Við bjóðum upp á mikið litaúrval af þakefni sem er sér- sniðið fyrir hvert hús,“ segir Guðmundur og bætir við að einnig séu í boði hvers kyns aukahlutir. „Sem eru þá kúlu- kjölur, skrúfur og naglar og þakpappi. Einnig bjóðum við upp á sink og kopar fyrir læstar klæðningar.“ Guðmundur segir að álið sé stöðugt að vinna á sem þak- efni. „Það hefur besta endingartímann á þakefnum. Ál er varanlegasta þakefnið og dæmi eru um sextíu ára gömul álþök í fínu lagi hér á landi,“ upplýsir Guðmundur en aluzink-bára er einnig mikið notað þakefni hér á landi. Að sögn Guðmundar er einnig boðið upp á þakglugga. „Í mörgum stærðum sem hafa reynst mjög vel við íslenskar aðstæður,“ segir Guðmundur og skýrir það þannig: „Fyrst og fremst þá leka þeir ekki.“ Ál í óskalengd er nýjung á markaði Fyrirtækið Áltak sérhæfir sig meðal annars í þakefni sem hefur langan endingartíma. Að sögn Guðmundar Hannessonar, sölustjóra hjá Áltaki, er ál einstaklega vandað og varanlegt efni og nefnir dæmi um gömul álþök sem enn eru í góðu ástandi. Guðmundur segir að sumarið sé besti tíminn til þakskipta. MYND/ÁLTAK Áltak býður upp á þakefni sem er sérsniðið fyrir hvert hús. MYND/ÁLTAK Handbók byggingariðnaðarins geymir fróðleik um heimilistæki, heimilishald, heimilisstörf og greinar- góðar upplýsingar um viðhald húsa, húsbygginga- tækni, lagnir, vegagerð og fleira. www.habygg.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.