Fréttablaðið - 22.06.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 22.06.2010, Blaðsíða 25
Til ökumanna Á ferðalagi um landið má víða sjá hjólför eftir utanvegaakstur. Ekki elta förin, haltu þig við vegi og merkta vegslóða. Skoðaðu skemmdir sem aksturinn olli. Örin geta verið lengi að gróa og hjólförin eru ekki bara sjónmengun, heldur geta í sumum tilvikum dregið að sér vatn og valdið skemmdum með jarðvegs- og gróðurrofi. Gakktu frekar eða snúðu við ef þú kemst ekki lengra akandi. Vertu fyrirmynd, saman berum við ábyrgð á að eiga kost á að njóta óspilltrar náttúru um ókomin ár. - ekki valda spjöllum Til ökumanna - búfé meðfram vegum Búfénaður er oft á ferðinni meðfram og á hálendisvegum. Gera þarf ráð fyrir að lömbin séu ekki sömu megin og kindin og geti hlaupið yfir veginn. Hægja þarf vel á ferðinni þegar búfé er í umhverfinu. Á Austurlandi er töluvert um hreindýr og jafnvel meðfram vegum og sérstaklega þegar líður að vetri. Aka þarf alltaf í samræmi við aðstæður og betra að aka ekki of hratt. Til ökumanna - öryggi á jöklum Öryggi í ferðum á jöklum byggir á góðum undirbúningi og vandvirkni við leiðarval. Við leiðarval á jöklum er ekki hægt að ganga út frá því að leiðin frá því á síðasta ári eða jafnvel í síðustu viku sé örugg. Sprungur geta opnast, snjóbrýr geta fallið og úrkoma getur breytt svæðinu á stuttum tíma. Gott er að fá upplýsingar hjá staðkunnugum aðilum um aðstæður á jökli. Staðsetningartæki (GPS) er skyldubúnaður í jöklaferðum og setja þarf leiðina í tækið áður en lagt er af stað. Skyggni getur oft verið mjög lítið og þá er betra að hafa rétta stefnu. Skoða þarf veðurspá og sérstaklega úrkomu- og vindaspá. Muna þarf að þokkalegt veður á láglendi tryggir ekki gott veður uppi á jökli. Hitastig lækkar um 0,6 gráður fyrir hverja 100 metra hækkun, úrkoma eykst við hækkun og vindur getur margfaldast við fjallsbrúnir ef ekki er skjól af landslagi. Slys eiga sér gjarnan stað þegar ekið er af malbiki yfir á möl og er meginástæða þess að ekki er dregið nóg úr hraða og bíllinn rennur til þegar komið er inn á mölina. Bíllinn getur misst gripið ef ekið er of hratt á malarvegum og farið að renna til. Við þær aðstæður getur verið mjög erfitt að ná stjórn á honum aftur. Þetta getur gerst þegar bílar mætast og því ber að sýna aðgát við þær aðstæður. Færa sig til hægri á veginum, draga úr hraða og sleppa bensíngjöfinni þegar bílarnir mætast. Annars getur möl farið yfir bílinn sem þú mætir. Til ökumanna - akstur á malarvegi Innan borga og bæja er algengur hámarkshraði 50 km/klst, en einnig oft 30 km klst í íbúðahverfum. Á umferðarþyngri götum innan Reykjavíkur er hámarkshraði þó stundum 60 – 80 km/klst en aldrei meira en það. Meginregla í dreifbýli er að hámarkshraði sé 90 km / klst á malbikuðum vegum og 80 km/ klst á malarvegum. Oft er ástand malarvega þó þannig að aka þarf mun hægar og á hálendinu er nauðsynlegt að aka enn hægar. Til ökumanna - aktu ekki yfir hámarkshraða Blindhæðir eru nokkuð algengar á vegum á Íslandi, en þær eru nær undantekningalaust merktar og hið sama á við um blindbeygjur. Sumar blindhæðir eru með tvískiptum akgreinum og eru mjög öruggar, því bílar sem mætast eru á sitt hvorri akgreininni. Fara þarf sérstaklega varlega þegar ekki er akgreinaskipting á blindhæð og fara eins mikið út í hægri kant og hægt er. Á nokkrum stöðum á Íslandi eru einbreiðar býr. Reglan er sú að sá bíll sem nær er brúnni á réttinn, en þetta vita ekki allir, svo gott er að hafa í huga að sá getur lifað eða komist hjá slysi, sem vægir. Til ökumanna - blindhæðir og einbreiðar brýr Á fáförnum vegi utan þéttbýlis gæti verið óbrúuð á. Ef þetta er smá spræna, geturðu ekið yfir án sérstakrar athugunar. Vertu samt vel á verði því áin gæti hafa grafið sig niður. Þú gætir einnig bleytt vélina svo hún stöðvast. Komir þú að stærri á, Þegar farið er yfir stóra á, þarf að leita að góðu vaði (vaða ána í vöðlum) og velja stað þar sem áin er grunn og auðvelt að aka ofan í hana. Mikilvægt er að reikna út góðan stað til að ná upp á bakkann hinum megin. Aka hægt yfir og ekki stöðva, því áin getur verið fljót að grafa undan bílnum. Aldrei ætti á fólksbíl að reyna við slíkar ár, því botninn er yfirleitt laus í sér og ekki nægilegt að vera á eins drifs bíl. skal aldrei fara yfir hana einn á ferð. Til ökumanna - akstur yfir óbrúaðar ár + = TUDOR frístundarafgeymir Exide hleðslutæki Rafmagnað frí... ár eftir ár Mesta úrval landsins af rafgeymum fyrir húsbíla, hjólhýsi og fellihýsi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.