Fréttablaðið - 22.06.2010, Síða 40
24 22. júní 2010 ÞRIÐJUDAGUR
sport@frettabladid.is
> Dregið í Evrópukeppnunum
Íslandsmeistarar FH mæta Íslandsvinunum í BATE
Borisov frá Hvíta-Rússlandi í forkeppni Meistaradeildar
Evrópu. Þetta er í þriðja sinn á síðustu fjórum árum sem
BATE spilar við íslenskt lið en það mætti FH
árið 2007 og Val ári síðar. KR mætir Glentor-
an frá Norður-Írlandi og Fylkir tekur á móti
Zhodino frá Hvíta-Rússlandi í 1. umferð
Evrópudeildar UEFA. Blikar fara beint í 2.
umferð þar sem skoska liðið Moth-
erwell bíður. Komist KR í aðra
umferð mætir það liði frá Úkraínu
en serbneskt lið bíður Fylkis komist
Árbæingar áfram.
Vodafone-völlur, áhorf.: 495
Haukar Grindavík
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 8–14 (6–8)
Varin skot Ómar 2 – Daði 2
Horn 4–5
Aukaspyrnur fengnar 17–16
Rangstöður 3–8
GRINDAV. 4–5–1
Rúnar Dór Daníelss. 6
Ray A. Jónsson 6
Auðun Helgason 5
Orri Freyr Hjaltalín 5
Jósef Kr. Jósefsson 7
Scott Ramsay 6
Jóhann Helgason 5
Marko V. Stefánsson 5
(46. Grétar Hjartars. 6)
Matthías Friðriksson 6
(72. Loic M. Ondo -)
Óli B. Bjarnason 7
(86. Alexander M. -)
*Gilles M. Ondo 8
*Maður leiksins
HAUKAR 4–5–1
Daði Lárusson 8
Pétur Örn Gíslaso 5
Guðm. Viðar Mete 4
(77. Hilmar Rafn E. -)
Daníel Einarsson 5
Kristján Ó. Björnss. 4
Úlfar Hrafn Pálsson 5
Guðjón P. Lýðsson 6
Gunnar O. Ásgeirss. 6
(82. Jónm. Grétarss. -)
Sam Mantom 7
Hilmar Geir Eiðsson 6
(66. Ásgeir Ingólfss. 5)
Arnar Gunnlaugss. 7
1-0 Arnar (18.), 2-0 Hilmar Geir (42.)
2-1 Orri Freyr (62.), 2-2 Gilles Ondo
(78.), 2-3 Ondo (79.).
2-3
Kristinn Jakobsson (7)
0 kr.
Eftirstöðvum dreift á
allt að 12 mánuði.*
1.000 kr. inneign á
mán. í 12 mán. fylgir.
Staðgreitt: 44.900 kr.
Símalán – útborgun:
LG OPTIMUS GT540 – 3GL
Frábær sími með Android stýrikerfi, GPS og
stórum snertiskjá. Yfir 30.000 smáforrit í boði.
0 kr.
Eftirstöðvum dreift á
allt að 12 mánuði.*
1.000 kr. inneign á
mán. í 12 mán. fylgir.
Staðgreitt: 24.000 kr.
Símalán – útborgun:
LG VIEWTY – 3GL
Frábær 3G sími með stórum snertiskjá, flottri
5MP myndavél, tónlistarspilara og FM útvarpi.
*
Ef
g
re
itt
e
r
m
eð
k
re
di
tk
or
ti
er
h
æ
gt
a
ð
dr
ei
fa
e
ft
ir
st
öð
vu
nu
m
v
ax
ta
la
us
t
á
al
lt
að
1
2
m
án
uð
i.
G
re
ið
sl
ug
ja
ld
e
r
25
0
kr
./
m
án
.
Báðum
símum fylgir
12.000 KR.
INNEIGN
yfir árið!
Áskrift að
NETIÐ Í
SÍMANUM
á 0 kr. í einn
mánuð
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
2
5
3
5
Íslandsmeistarar FH virðast komnir á beinu brautina eftir erfiða
byrjun á Íslandsmótinu. Liðið vann öruggan 2-0 sigur á Selfossi
í gær og hefur nú fengið tíu stig af tólf mögulegum í síðustu
fjórum leikjum liðsins.
Selfyssingar eru hins vegar í 10. sæti en þeir hafa nú tapað fjór-
um leikjum í röð og þurfa að byrja að skila inn stigum á ný ætli
þeir að halda sér í deild þeirra bestu. Mörk leiksins skoruðu Ólaf-
ur Páll Snorrason og Matthías Vilhjálmsson (á mynd) en mark
Ólafs Páls var skrautlegt - það kom beint úr horni þegar hann
skrúfaði boltann yfir Jóhann Ólaf Sigurðsson í marki Selfyssinga.
Leikurinn var að mestu einstefna af hálfu FH. Selfyssingar náðu
lítið að skapa sér og var sóknarleikurinn oft tilviljunarkenndur
eða háður föstum leikatriðum á meðan FH hefði getað bætt við
fleiri mörkum.
Heimir Guðjónsson þjálfari FH var að vonum sáttur að
leikslokum. „Mér fannst þetta vera góður leikur af hálfu FH. Það
hefur verið stígandi í liðinu og við vorum staðráðnir í því að
halda þessari spilamennsku áfram. Við sköpuðum mikið
af færum upp við mark þeirra og mikið af sóknarmögu-
leikum þar sem úrslitasendingin var oft að klikka. Við
byrjuðum mótið ekki eins og við vildum, hins
vegar hafa orðið framfarir og það er það sem
við viljum sjá. Við megum þó ekki gleyma okkur
og þurfum að halda áfram.”
Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfyssinga
var ekki jafn kátur eftir leik. „Við vorum undir
á öllum sviðum knattspyrnunnar. Við fengum
kennslu og vonandi tökum við einhvern lær-
dóm úr þessu. Við vissum fyrir leikinn að við
urðum að eiga okkar besta leik til að fá eitt-
hvað út úr þessu og við vorum langt frá því
að eiga okkar besta leik á meðan
FH spiluðu mjög vel hér og fóru
illa með okkur.”
PEPSI-DEILD KARLA: ÖRUGGUR SIGUR FH Á SELFOSSI Í GÆR
Einstefna Íslandsmeistaranna á Selfossi
FÓTBOLTI Botnliðin tvö í Pepsi-deild
karla, Grindavík og Haukar, mætt-
ust á Vodafone-vellinum við Hlíð-
arenda í gærkvöldi og óhætt er að
segja að leikurinn hafi verið fjör-
legur. Þegar upp var staðið höfðu
Grindvíkingar 3-2 sigur eftir að
hafa lent 0-2 undir. Gilles Mbang
Ondo var hetja Grindvíkinga en
hann skoraði 2 mörk með mínútu
millibili þegar skammt var eftir.
Ondo var sigurreifur eftir leik.
„Við sýndum karakter og vilja-
styrk og það er greinilegt að við
getum barist og spilað frjálsan og
hættulegan sóknarleik, erum engu
síðri en hin liðin í deildinni á svona
kvöldi. Aðspurður um persónuleg
markmið. „Ég set mér ekki nein
persónuleg markmið í markaskor-
un. Ég vil bara að liðinu gangi vel,
auk þess sem ég hef sett stefnuna
á að spila á Afríkumótinu með
Gabon 2012.“
Andri Marteinsson, þjálfari
Hauka, var ekki eins upplits-
djarfur. „Vendipunktur leiksins
var þegar Grindvíkingar skoruðu
sitt fyrsta mark og komu sér inn
í leikinn. Við vorum búnir að fá
færi þar á undan til að setja stöð-
una í 3-0 en við urðum þess í stað
hræddir og settumst aftur til að
verja forskotið og það veit aldrei
á gott og þeir verðskulduðu í raun
það að taka þessi 3 stig miðað við
hvernig við spiluðum í seinni hálf-
leik.“
Aðspurður hvort hann væri far-
inn að örvænta með engan sigur í
húsi. „Ég er helst orðinn hrædd-
ur um að strákarnir séu að missa
trú á verkefninu, það þýðir samt
ekki að leggjast í kör og hætta að
hafa gaman af þessu. Nú er bara
að draga lærdóm af þessum leik
og laga það sem þarf að laga.
- ae
Ótrúlegur viðsnúningur hjá Grindavík sem vann 3-2 sigur eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Haukum:
Erum engu síðri en hin liðin í deildinni
MARKAHETJAN Gilles Mbang Ondo skoraði tvisvar á tveimur mínútum í gær og
tryggði Grindavík sigurinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR