Fréttablaðið - 22.06.2010, Side 11

Fréttablaðið - 22.06.2010, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 22. júní 2010 11 DÓMSMÁL Maður á þrítugsaldri hefur verið ákærður af ríkissak- sóknara fyrir sérstaklega hættu- lega líkamsárás. Manninum er gefið að sök að hafa slegið annan mann í höfuðið með glerflösku. Flaskan brotnaði með þeim afleiðingum að fórnar- lambið hlaut mörg opin sár á höfði og áverka á hægra innra eyra sem leiddu til varanlegs heyrnartaps. Maðurinn sem sleginn var gerir kröfu um greiðslu miska- og skaðabóta að upphæð ríflega 1,7 milljónir króna. - jss Hlaut varanlegt heyrnartap: Barinn í höfuð með glerflösku AKUREYRI Saga Capital Fjárfest- ingarbanki og Íslensk verðbréf hafa lokið við að selja skulda- bréf fyrir Akureyrarbæ upp á tvo milljarða króna. Lífeyrissjóð- ir keyptu bréfin, sem voru seld í lokuðu útboði. Skuldabréfin eru til 34 ára, eru jafngreiðslubréf og bera 4,35 prósenta vexti. Í tilkynningu kemur fram að lántakan sé í samræmi við fjárhagsáætlun Akureyrarbæj- ar og muni skuldabréfin nýtast til endurfjármögnunar á eldri lánum. - jab Fá tveggja milljarða króna lán: Endurfjármagna eldri skuldir AKUREYRI Akureyrarbær hefur tekið tveggja milljarða króna lán sem greiðist upp á 34 árum. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM UMFERÐ Ný stilling umferðarljósa á gatnamótum Bústaðavegar og Reykja- nesbrautar verður virk á morgun. Breyt- ingin felur í sér að á mestu álagstímum verður vinstri beygja frá Bústaðavegi inn á Reykjanesbraut bönnuð. Er bannið til þess að draga úr myndun biðraða við gatnamótin, sem hefur til þessa verið mikið vandamál á svæðinu. Á mestu annatímum fara um sjö þúsund bílar á klukkutíma um gatnamótin. Biðraðir hafa teygt sig langt eftir Sæbrautinni og inn á Miklubraut sem auka tafir og slysahættu til muna. Bannið er tímabundið yfir daginn og er frá klukkan 7.45 til 9.30 og 15.30 til 18.00 á mánudögum til fimmtu- daga. Á föstudögum verður breyting- in frá klukkan 7.45 til 9.30 og 14.30 til 18.00. Gildir þetta ekki um helgar og frídaga. Jón Halldór Jónasson, hjá fram- kvæmdasviði Reykjavíkurborgar, segir að þetta sé í fyrsta skipti sem vinstri- beygjubann taki gildi í Reykjavík og stórt skilti á gatnamótunum eigi að forða ökumönnum frá öllum misskiln- ingi. „Þetta gerir það að verkum að fólk beygir síður inn í íbúðahverfi og minnk- ar slysahættu til muna,“ segir Jón. - sv Breyting á umferðarljósum á gatnamótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar: Vinstri beygja bönnuð á álagstímum TÆKNI Japanska tæknifyrirtæk- ið Toshiba kynnti spjaldtölvu í gær, sem talið er að gæti hæglega keppt við iPad-tölvuna frá Apple. Tölvan, sem nefnist Libretto W100, kemur á markað í tilefni af 25 ára afmæli fyrirtækisins. Hún er með tveimur sjö tommu snerti- skjáum og má nota annan þeirra sem lyklaborð. Í tæknibloggi fréttavefs BBC í gær er rifjað upp að Toshiba hafi lengi verið framarlega á tækni- sviðinu og sett fyrstu spjald- tölvuna á markað árið 1993. Það sýni þó að litlu skipti hver býr til fyrstu tækninýjungina; þeir sem kunni að nýta hana og pakka inn í notendavænar umbúðir muni taka markaðinn. - jab Toshiba kynnir spjaldtölvu: Ætlað að keppa við iPad-tölvur TÖLVAN KYNNT Líkt og sjá má er nýja spjaldtölvan frá Toshiba líkust hefð- bundinni bók. FRÉTTABLAÐIÐ/ UMFERÐARLJÓS Nýju aðvörun- arljósin sem segja til um hvort vinstribeygjubann sé í gildi. Breytt stýring umferðarljósa á álagstímum Styttri biðraðir með umferðarstýringu Ný stilling umferðarljósa á gatnamótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar verður virk miðvikudaginn 23. júní. Vinstri beygja frá Bústaðavegi inn á Reykjanesbraut verður bönnuð á álagstímum og er það gert til að draga úr myndun biðraða við gatnamótin. Verst hefur ástandið verið síðdegis og teygja biðraðir sig þá langt eftir Sæbrautinni og einnig inn á Miklubraut með tilheyrandi töfum og slysahættu. Stilling umferðarljósanna byggir á umferðarmælingum á álagstímum. Mælingar sýna hlutfalllega fáa bíla taka umrædda beygju á þessum álagstímum eða aðeins 3% umferðar sem um gatnamótin fara. Þeir ökumenn sem ætluðu að taka vinstri beygju við Reykjanesbraut fá svigrúm til að velja aðrar leiðir því að á Bústaðavegi hefur verið komið fyrir upplýsingaskiltum sem eru samstillt við umferðarljósin og munu þau loga þegar bannið við vinstri-beygju gildir. Skiltin eru við Grensásveg, Réttarholtsveg, Sogaveg og á gatnamótum Bústaðavegar og Reykjanesvegar. Þeir ökumenn sem koma að gatnamótunum meðan bannið gildir geta tekið hægri beygjuna suður Reykjanesbraut og snúið við á mislægum gatnamótum við Stekkjarbakka. Umferðartafir á Reykjanesbraut minnka við lokun vinstri beygjunnar. Draga mun úr myndun biðraða sem á álagstímum síðdegis teygja sig alla leið inn á Miklubraut og Sæbraut. Ökumenn eru beðnir um að sýna aðgát og tillitssemi. Nánari upplýsingar finnur þú á vef okkar www.reykjavik.is/fer Vinstri-beygjubannið mun gilda mánudaga til fimmtudaga frá kl. 7:45-9:30 og 15:30-18:00. Á föstudögum frá 7:45-9:30 og 14:30-18:00. Á ofangreindum tímum mun þetta skilti loga. Bannið gildir ekki um helgar eða á frídögum. Bústaðavegur - Reykjanesbraut

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.